FaMos
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna íþrótta- tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra. Rétt á inngöngu í FaMos eiga allir þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri.
Fréttaveita FaMos
Opið hús á Harðarbóli
Mosfellkórinn skemmti okkur með söng og sögum og flutt m.a. ýmis Bítlalög og annað góðgæti. Rúmlega áttatíu manns mættu og skemmtu sér vel. Kaffinefndin bar svo fram sitt rómaða kaffihlaðborð, sem að þessu sinni kom frá Kastalakaffi. Kveðja Menningarnefnd FaMos.
Boccia á þriðjudögum kl. 12:10 í íþróttahúsinu Varmá
Íþróttanefnd FaMos býður áhugasama velkomna í Boccia á þriðjudögum kl. 12:10. Allir velkomnir, frábær hreyfing!
Vatnsleikfimi í Lágafellslaug í haust
Íþróttanefnd FaMos kynnir vatnsleikfimi í Lágafellslaug í haust. Skráning nauðsynleg.
Fræðslunefnd FaMos býður þér þátttöku í spjallhóp
Fræðslunefnd FaMos býður þér þátttöku í spjallhóp á þriðjudögum kl. 10:30 – 12:00 að Brúarlandi Háholti 3.