ATH: Vegna breytts ástands í þjóðfélaginu hefur ferðanefnd FaMos og félagsstarfið á Eirhömrum ákveðið að fella niður fyrirhugaða síðsumarsferð sem vera átti miðvikudaginn 11. ágúst.
—
Síðsumarsferð 11. ágúst á vegum FaMos og félagsstarfsins á Eirhömrum
Farið verður að Flúðum á mjög flottan veitingastað hjá Flúðasveppum þar sem við fáum kynningu á starfsemi þeirra og snæðum svo af þeirra flotta sælkerahlaðborði og kaffi á eftir. Aðrir drykkir ekki innifaldir.
Síðan verður farið í hellaskoðun í Landsveit þar sem aðgengi er mjög gott . Þar verður boðið upp á kaffi og meðlæti á eftir.
Lagt verður af stað frá Eirhömrum kl: 10:00, heimkoma milli 17:00 – 18:00. Verð í þessa ferð er 8.500 kr. á mann.
Hægt er að skrá sig hjá Elvu Björgu, forstöðumanni félagsstarfsins, í síma 586-8014 /698-0090 eða hjá Margréti, formanni ferðanefndar FaMos, í síma 863-3359. Jafnframt má skrá sig á þátttökublað í handavinnustofunni.