Þá hefur verið ákveðið að Landsmót UMFÍ 50+ verði í Borgarbyggð dagana 27. – 29. ágúst nk. Landsmótsnefnd mun halda fund þriðjudaginn 20. apríl þar sem málefni mótsins verða rædd. Fljótlega mun svo liggja fyrir dagskrá sem vonandi liggur fyrir eigi síðar en 15. maí.
Með þessu bréfi vil ég nú hvetja félög og einstaklinga til þess að ýta starfsemi klúbba og félaga af stað. Ljóst er að starfsemin hefur verið lítil sem engin vegna C19, en við skulum vona að nú dragi verulega úr.
Gerum okkar besta til þess að samvera okkar verði sem ánægjulegust. Allir af stað.
Kveðja,
Flemming