Námskeið í notkun snjalltækja fyrir eldri borgara
Snjalltækjanámskeið fyrir eldri borgara verður haldið á mánudögum kl 15-16 i borðsal Eirhamra. Byrjar 27. september . Námskeiðið er í 3 skipti.
Hugmyndin er að hver þátttakandi komi með sitt eigið snjalltæki á staðinn og fái leiðbeiningar með það sem hann vill læra á tækið. Kennari verður á staðnum og er námskeiðið ókeypis. Líklegt er, ef þátttaka verður góð, að fleiri tímum verði bætt við.
Eingöngu er um að ræða snjalltækjanámskeið þar sem kennt er annars vegar á Androidkerfið og hins vegar á Apple, sími eða spjaldtölva. Þeir, sem ekki eiga eigið tæki en hafa áhuga á því að skrá sig og prófa, geta fengið lánstæki hjá okkur.
Skráning nauðsynleg á elvab@mos.is eða í síma 586-8015 / 6980090.