
FaMos
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna íþrótta- tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra. Rétt á inngöngu í FaMos eiga allir þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri.
Fréttaveita FaMos

Opið hús – Menningarkvöld 13. október
Fyrsta opna húsið / menningarkvöld vetrarins verður í Hlégarði mánudaginn 13. október kl. 20:00. Aðgangur ókeypis fyrir FAMOS félaga.

Framkvæmdir við Brúarland – Breyttur opnunartími
Vegna framkvæmda á þaki breytum við tímabundið opnunartíma Brúarlands. Breytingarnar eru í gildi á tímabilinu 18. september – 15. október.

Fræðslufundur Hlégarði 24. sept kl. 16:30
Fræðslunefnd FaMos býður upp á fræðslufund í Hlégarði 24. september nk. Starfsfólk Arion banka fræðir okkur um svikamál og Hrafnkell Óskarsson læknir spjallar um hamingjuna. Fundurinn er öllum opinn.

Haust bingó – Þriðjudag 23. sept kl. 13:30
Bingónefndin ætlar að halda Bingó í borðsal / matsal Hlaðhömrum 2. Spjaldið kostar 800 krónur. Allir velkomnir, nóg pláss.