FaMos
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna íþrótta- tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra. Rétt á inngöngu í FaMos eiga allir þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri.
Fréttaveita FaMos
Boccia á þriðjudögum kl. 12:10 í íþróttahúsinu Varmá
Íþróttanefnd FaMos býður áhugasama velkomna í Boccia á þriðjudögum kl. 12:10. Allir velkomnir, frábær hreyfing!
Vatnsleikfimi í Lágafellslaug í haust
Íþróttanefnd FaMos kynnir vatnsleikfimi í Lágafellslaug í haust. Skráning nauðsynleg.
Fræðslunefnd FaMos býður þér þátttöku í spjallhóp
Fræðslunefnd FaMos býður þér þátttöku í spjallhóp á þriðjudögum kl. 10:30 – 12:00 að Brúarlandi Háholti 3.
Basar Sala í Hlégarði 24. nóvember kl. 14 – 17
Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfsins í Mosfellsbæ verður haldinn sunnudaginn 24. nóvember kl. 14:00 – 17:00 í Hlégarði. Vorboðar syngja fyrir gesti og kaffisala á vegum kirkjukórsins.