Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Skráning í famos

Fréttaveita FaMos

Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér

Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

26.03.20

Frá félagsstarfinu

Kæru vinirÞað eru fordæmalausir og sérstakir tímar sem við erum að upplifa um þessar mundir. Við í félagsstarfinu söknum ykkar mikið og finnst afar leiðinlegt að sjá ykkur ekki daglega eins og vanalega.
Ef ykkur vantar garn eða eitthvað til að dunda við þá þiggjum við í basarhópnum alltaf aðstoð við prjón á vettlingum eða sokkum og getum við komið garni til ykkar í poka og sett á hurðahúninn hjá ykkur ef þið viljið.

Ef þið hafið áhuga á að við tökum eitthvað saman eða bara að spjalla þá eru ykkur alltaf velkomið að hafa samband við forstöðumann félagsstarfsins Elvu Björg í síma 698-0090.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll sem fyrst og minnum á að hlúia vel að ykkur og ykkar fólki og að
þetta er tímabundið ástand . Við stöndum öll saman að velferð annara og erum okkar eigin almannavörn.

Eigið góðar stundir og bestu kveðjur til ykkar allra

Elva, Brynja og Guðbjörg
... See MoreSee Less

25.03.20

Síðasta Opna húsið

Ágætu FaMos félagar

Síðasta Opna húsi vetrarins, sem vera átti mánudaginn 20. apríl, er aflýst vegna Kórónaveikinnar.
Hefjum næstu vetrardagskrána endurnærð eftir sumarið þann tólfta október.

Með kveðju

Menningar og Skemmtinefnd FaMos
......................................................................
Benedikt Steingrímsson
Beinn sími / Direct: +354 528 1502
Farsími / Mobile: +354 864 9409
bs@isor.is
... See MoreSee Less

12.03.20

Opið hús/menningarkvöld fellur niður 23. mars

Kæru vinir og félagar í FaMosMenningar og skemmtinefnd hefur ákveðið, eins og aðrir, að axla samfélagslega ábyrgð vegna kórónaveirunnar.

Við munum því fella niður hagyrðingakvöldið sem átti að vera á Opna húsinu mánudaginn 23. mars.

Næsta opna hús er áformað 20. apríl með Daða og Stórsveit Íslands. Hvort kóróna fárið verði þá yfirstaðið kemur í ljós.f.h. Menningar- og skemmtinefndar FaMosBenedikt Steingrímsson, formaður
... See MoreSee Less

Sýna fleiri

Fastir liðir eins og venjulega

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

MánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagurLaugardagur
10:30 Gler/leir námskeið Fríða11:00 Ganga frá Eirhömrum11:20 Vatns-leikfimi Lágafellslaug10:00 Gler/leir námskeið Fríða10:30 Gler/leir námskeið Fríða11:00 Ganga frá Eirhömrum
11:20 Vatnsleikfimi Lágafellslaug11:30 Ringó Varmá11:30 BOCCIA VarmáLeikfimi
10:45 hópur 1
11:15 hópur 2
11:00 Ganga frá Eirhömrum
12:45 Kóræfing hjá Vorboðum (Safnaðarheimilið)13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu11:30 Ringó Varmá11:20 Vatnsleikfimi Lágafellslaug
13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu13:00-16:00 Ljósálfa-hópur13:00 Perluhópur Jónu13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00 Skák
13:00 Perluhópur JónuMálunarnámskeið Hannesar byrjar 1. Okt kl 12:3013:30 Bænastund /hugvekja 13:00 KANASTA spil í borðsal13:00 Félagssvist Byrjar 6sep
13:00 Módelsmíði13:00 Bridge
13:00 Stólajóga
13:00 Bókbands-námskeið byrjar 24.sep
14:30 Vöfflukaffi 1. Miðvikudag í mánuði

19:00 Tréútskurðar-námskeið
13:30 Gaman saman Byrjar 12.sep13:00 Módelsmíði**Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Handhægar vefsíður