Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Skráning í famos

Fréttaveita FaMos

Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér

Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

27.05.20

DÖNSUM AFTUR::))))


Dansinn hjá Auði Hörpu byrjar aftur miðvikudaginn 3.júní kl 14:15 í íþróttahúsinu Varmá. Við dönsum allavega saman i mánuð og tökum þá stöðuna, ekkert mál að halda góðu bili í svona stórum sal:) við erum öll almannavarnir:)

Hlakka til að sjá ykkur
kveðja Auður Harpa
... See MoreSee Less

25.05.20

Opnun félagsstarfsins frá 25 mai

Félagstarf aldraða Mosfellsbæ-Eirhömrum

Frá og með 25. maí miðast hámarksfjöldi í rými við almennar fjöldatakmarkanir á hverjum tíma samkvæmt
auglýsingu heilbrigðisráðuneytis. Frá og með 25. maí 2020 verði fjöldatakmarkanir í hverju rými færðar
úr 20 manns í 50 manns í félagsstarfinu. Því er leyfilegt að blanda hópum og er opið alla virka daga hjá okkur frá 13:00-16:00.
Boðið verður upp á kaffisopa alla daga í borðsal, en ekkert meðlæti verður í boði. Öll skipulögð námskeið hefjast aftur í haust.

Mikilvægt er að leggja áherslu á:
• Að í allri starfsemi sé tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.
• Aðgangur að sótthreinsandi vökva fyrir hendur sé hafður eins víða og talin er þörf á.
• Hreinsa/sótthreinsa alla snertifleti eins oft og unnt er.
• Þrífa áhöld sem margir nota milli hópa sem og í lok dags.

Ekki má nýta þjónustu utan heimilis ef viðkomandi:
Er í sóttkví.
Er í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
Hefur verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
Er með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Hlökkum til að sjá ykkur

Með bestu kveðju

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090
Netfang: elvab@mos.is,
... See MoreSee Less

Comment on Facebook

Frábært að þið getið hafið starfið aftur 🙂

24.05.20

Komið þið sælHeilsuvin ætlar að standa fyrir kennslu á útitækin í Klapparhlíð, með áherslu á eldri borgara, nk. þriðjudag kl. 16-17.

Okkar frábæra Halla Karen, íþróttakennari, ætlar að leiðbeina. Við verðum með hanska og spritt á staðnum.Afsakið stuttan fyrirvara, við ætluðum að hafa þetta seinna í vikunni en skv. veðurspá er þetta mögulega eini tími

vikunnar þar sem ekki verður hellirigning 😉Hlökkum til að sjá sem flesta::))Með bestu kveðju

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090
Netfang: elvab@mos.is
... See MoreSee Less

16.05.20

Loksins getum við klárað leikfimina í World class

Komið þið heil og sæl

Þá er það ákveðið við erum að fara að hittast, liðka okkur og styrkja. Að sjálfsögðu pössum við upp á hreinlætið og að fylgja reglum og fara að öllu með gát. Það sem við stöllurnar erum búnar að sakna þess að hitta ykkur ekki. Það eru 4 vikur eftir af þessu 12 vikna námskeiði ykkar og er ætlunin að byrja mánudaginn 1. Júní og klárast þá námskeiðið í lok júní. Þið mætið bara í ykkar tíma hvort sem þið voruð á mánudögum og miðvikudögum klukkan 9:30 eða á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 9:00, 10:00 eða 11:00. Hlökkum til að eiga góðar stundir með ykkur og bæta líkamlegu, andlegu, félagslegu heilsuna okkar.

Heilsukveðja Halla Karen og Berta

P.S. kortin ykkar verða uppfærð þar sem þau eru dottinn út úr kerfinu

FaMos


Með bestu kveðju

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090
... See MoreSee Less

15.05.20

Komið þið heil og sæl
þið sem voruð á námskeiðum hjá okkur í World Class

Þá er það ákveðið, við erum að fara að hittast, liðka okkur og styrkja. Að sjálfsögðu pössum við upp á hreinlætið og að fylgja reglum og fara að öllu með gát. Það sem við stöllurnar erum búnar að sakna þess að hitta ykkur ekki. Það eru 4 vikur eftir af þessu 12 vikna námskeiði ykkar og er ætlunin að byrja mánudaginn 1. júní og klárast þá námskeiðið í lok júní. Þið mætið bara í ykkar tíma hvort sem þið voruð á mánudögum og miðvikudögum klukkan 9:30 eða á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 9:00, 10:00 eða 11:00. Hlökkum til að eiga góðar stundir með ykkur og bæta líkamlegu, andlegu, félagslegu heilsuna okkar. Látið þetta berast til þeirra sem ekki eru með tölvu.

Heilsukveðja Halla Karen og Berta WORLD CLASS

P.S. Kortin ykkar verða uppfærð þar sem þau eru dottin út úr kerfinu.
... See MoreSee Less

29.04.20

Ágætu félagsmenn í FaMos

Meðfylgjandi er viðhengi með upplýsingum um breytingar á félagsstarfinu
og rýmkun á samkomubanni.

Með bestu kveðju
Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090

Kæru vinir!
Ríkislögreglustjóri, almannavarnardeild og Embætti landlæknis, sóttvarnarlæknir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 4. maí og gilda til 2. júní 2020.
Samkvæmt þeim er mælst til þess að félagsmiðstöðvar aldraðra virði áfram reglu um 20 manna hármarksfjölda. Áfram skuli gætt að handþvotti og sóttvörnum ásamt því að virða tveggja metra fjarlægðartakmarkanir.
Við munum því loksins geta opnað félagsstarfið en þó með miklum takmörkunum. Skipulagið verður eftirfarandi í maí mánuði:
Handavinnustofa Eirhömrum -AÐEINS 17 MANNS GETA VERIÐ Í RÝMI FÉLAGSSTARFSINS Í EINU.
-Íbúar Eirhamra geta mætt í handavinnustofu á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 13:00-16:00.
- Aðrir íbúar Mosfellsbæjar geta mætt á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 13:00-16:00.
Fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa :Þjónusta við íbúa Eirhamra er á mánudögum og miðvikudögum. Þjónusta við aðra íbúa Mosfellsbæjar er á þriðjudögum og fimmtudögum.
Lögð er áhersla á að skipta notendum velferðarþjónustu þar sem við á upp í svokallaða sóttvarnarhópa með það að markmiði að takmarka samneyti við fjölda fólks svo forðast megi veikinda margra, komi upp smit. Allt skipulagt hópastarf, námskeið og spilamennska fellur niður að minnsta kosti fram á haustið. Í maí verður ekkert kaffi í boði í handavinnustofu. Vonum að allir sýni þessu ástandi skilning og að við hjálpumst öll að. Við erum öll almannavarnir.
Áfram gilda almennar reglur: • Mikilvægi handþvotts og sóttvarna. • Haldið 2ja metra fjarlægð á milli fólks. • Takmarkið náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks. Almenna reglan er að einstaklingar í sama sóttvarnahópi fái þjónustu á sama tíma.
Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur:
a) Eru í sóttkví.
b) Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c) Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu, kviðverk, niðurgang o.fl.) ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur getur þurft að endurskoða leiðbeiningarnar á ný og ganga til baka í þrengra samkomubann. Hlökkum mjög til að sjá ykkur aftur, bestu kveðjur úr félagsstarfinu.
... See MoreSee Less

Sýna fleiri

Fastir liðir eins og venjulega

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

MánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagurLaugardagur
10:30 Gler/leir námskeið Fríða11:00 Ganga frá Eirhömrum11:20 Vatns-leikfimi Lágafellslaug10:00 Gler/leir námskeið Fríða10:30 Gler/leir námskeið Fríða11:00 Ganga frá Eirhömrum
11:20 Vatnsleikfimi Lágafellslaug11:30 Ringó Varmá11:30 BOCCIA VarmáLeikfimi
10:45 hópur 1
11:15 hópur 2
11:00 Ganga frá Eirhömrum
12:45 Kóræfing hjá Vorboðum (Safnaðarheimilið)13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu11:30 Ringó Varmá11:20 Vatnsleikfimi Lágafellslaug
13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu13:00-16:00 Ljósálfa-hópur13:00 Perluhópur Jónu13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00 Skák
13:00 Perluhópur JónuMálunarnámskeið Hannesar byrjar 1. Okt kl 12:3013:30 Bænastund /hugvekja 13:00 KANASTA spil í borðsal13:00 Félagssvist Byrjar 6sep
13:00 Módelsmíði13:00 Bridge
13:00 Stólajóga
13:00 Bókbands-námskeið byrjar 24.sep
14:30 Vöfflukaffi 1. Miðvikudag í mánuði

19:00 Tréútskurðar-námskeið
13:30 Gaman saman Byrjar 12.sep13:00 Módelsmíði**Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Handhægar vefsíður