Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Skráning í famos

Fréttaveita FaMos

Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér

Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

17.07.19

Síðsumarsferð um Snæfellsnesið
miðvikudaginn 28. ágúst 2019 og lagt af stað kl. 09:00
Rútan verður eins og venjulega fyrir neðan leikskólann Hlaðhamra
Leiðsögumaður Jóhanna B. Magnúsdóttir
Fyrsti viðkomustaður er Borganes.
Síðan er haldið sem leið liggur í Stykkishólm þar sem við snæðum hádegisverð, súpu og brauð.
Þegar allir eru mettir lítum við í kringum okkur á staðnum áður en við leggjum af stað til Bjarnarhafnar. Innifalið í aðgangseyri á Hákarlasetrið er hákarla- og harðfisksmakk og fræðsla um hákarlaveiðar og verkun. Þar er einnig hægt að kaupa harðfisk og að sjálfsögðu hákarl. Ekki má gleyma að skoða gömlu kirkj-una. Gerum ráð fyrir að stoppa þar í u.þ.b. eina klst.
Við ökum í gegnum Grundarfjörð og til Ólafsvíkur. Þar er komið að kaffistoppi á veitingarhúsinu Skeri.
Leiðin liggur fyrir Jökul og að Dritvík, þar verður gengið niður í fjöruna. Á leiðinni að Arnarstapa virðum við fyrir okkur Þúfubjörg, Lóndranga, Malarrif o.fl.
Stutt stopp verður á Hellnum og síðan ekið að Arnarstapa þar sem snæddur verður kvöldverður. Síðan verður ekið heimleiðis með stoppi í Borgarnesi.
Verð fyrir manninn er kr. 15.000 með mat og kaffi auk Hákarlaseturs.
Það þarf að vera búið að greiða ferðina fyrir 10. ágúst nk. inn á reikning nr. 0537-14-002298 kt. 4201130560.
Þeir, sem hafa áhuga á þessari ferð, geta skráð sig á þátttökublað hjá félagsstarfi aldraðra á Eirhömrum eða í síma 5868014. Jafnframt hjá Margréti í síma 8633359.
... See MoreSee Less

18.06.19

LANDSMÓT UMFÍ 50+ Í NESKAUPSTAÐ
Ertu farin að telja niður dagana fram að Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað?

Nú er heldur betur farið að styttast í það.

Mótið fer fram dagana 28.-30. júní 2019.

Það er blanda af íþróttakeppni og annarri hreyfingu. Markmið mótsins er að fá fólk á besta aldri í heimi til að hafa gaman saman og njóta þess að taka þátt í heilbrigðri og skemmtilegri hreyfingu.

Mótið hefur farið fram á hverju ári síðan árið 2011 og er öllum opið sem verða fimmtugir á árinu og þeim sem eldri eru.

Allir geta tekið þátt og er engin krafa um að vera skráður í íþrótta- eða ungmennafélag.


ÍÞRÓTTIR Á DAGINN OG SKEMMTUN Á KVÖLDIN
Í boði er keppni í frjálsum íþróttum, boccía, ringó, golfi, bridds, frisbígolfi, pílukasti, línudansi, lomber, strandblaki, sundi, pönnukökubakstri, pútti, skák og stígvélakasti. Garðahlaup er á meðal þeirra greina sem 18 ára og eldri geta líka tekið þátt í.

Alla dagana verða íþróttir í aðalhlutverki. Á laugardagskvöldinu verður svo skemmtikvöld og hátíðarkvöldverður. Veislunni stýrir enginn annar en Jens Garðar Helgason. Danshljómsveit Guðmundar R. Gíslasonar leikur fyrir dansi.

Aðeins kostar 4.900 krónur að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað og er fyrir það eina verð sem fyrr hægt að skrá sig í eins margar greinar og viðkomandi hefur áhuga á.

Miði á skemmtikvöldið og hátíðarkvöldverðinn kostar 5.200 krónur.


Ertu búin/n að skoða dagskránna á Landsmóti UMFÍ 50+?

DAGSKRÁ LANDSMÓTS UMFÍ 50+ Í NESKAUPSTAÐ

LANDSMÓT UMFÍ 50+ Á FACEBOOKSjáumst hress á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað!


Með kærri kveðju frá UMFÍ

A crowd of people watching a football game

Description automatically generated
... See MoreSee Less

26.05.19

Færeyjaferðin - laus plássm

Ágætu FaMos félagar

Vegna forfalla var að losna pláss í tveggja manna herbergi í ferðinni til Færeyja. Verð pr. mann eru kr. 183325. Sjá meðfylgjandi ferðalýsingu.

Nánari upplýsingar veitir:

Margrét J. Ólafsdóttir, formaður ferðanefndar

Sími; 863 3359

Netfang: margretjako@gmail.comMeð kveðju

Grétar Snær,

fjöltengill FaMos

Sumarferð FaMos til Færeyja með hringferð um landið

dagana 12. júní – 20 júní 2019

12. júní kl. 07:00, miðvikudagur

Lagt verður af stað frá Mosfellsbæ ( fyrir neðan leikskólann Hlaðhamra )

Ekið sem leið liggur á Hvolsvöll, þar sem hægt er að kaupa sér veitingar

stoppað verður ca. 40 mín. Frá Hvolsvelli verður ekið á Kirkjubæjarklaustur, þar sem við borðum hádegimat, kraftmikla Íslenska kjötsúpu, og að auk ikaffi eða te og hjónabandsæla í eftirrétt.

Næst verður stoppað við Jökullónið og teygt úr sér og hægt að fara á snyrtingu.

Næsta stopp verður á Djúpavogi þar sem við getum fengið okkur eitthvað.

Loks höldum við til Breiðdalsvíkur, fáum tvíréttaðan kvöldverð og kaffi á eftir.

Gistum þar eina nótt, og fáum morgunmat áður en við leggjum af stað til Seyðisfjrðar í Norrænu.13. júní fimmtudagur

Þá tökum við daginn snemma, því við verðum að vera komin til Seyðisfjarðar ekki seinna enn einum og hálfum tíma fyrir brottför eða kl. 09:00 því ferjan leggur af stað til Færeyja kl. 10:3014. júní föstudagur

Við komum til Færeyja kl. 03:00 að nóttu, og það tekur ca.eina klst. að komast frá borði með rútuna.

Frjáls dagur þennan dag, ( í athugun )

Eftir hádegi förum við í heimsókn á Aðalræðisskrifstofu Íslands ( þar verður okkur boðið upp á kaffi og kynningu á starfinu).15. júní laugardagur

Tökum frá daginn vegna ferðar til Klakksvíkur, siglum svo þaðan í ca. 20 mín. til Kalseyjar í menningar og skemmtiferð. Þar verður boðið upp á þriggja rétta máltíð, söng og dans og margt fleira skemmtilegt, auk þess sem bar verður opinn.16. júní sunnudagur

Í dag förum við í rútuferð og skoðum meðal annars Vestmanna, Vágar

( þar sem er flott stríðsminjasafn ) og Gásadal.17. júní mánudagur Þjóðhátíðardagurinn okkar

Við höldum upp á daginn með því að hitta eldri borgara, jafnvel íslendingafélagið og hafa bara gaman saman 😊

hæ hó jibbí jei og jibbí jeiiiiiii það er komin 17 júníííííí …….. tralalalalalalala18. júní þriðjudagur

Fararstjóri gengur með okkur um gamla bæinn í Þórshöfn svo ökum við líka um bæinn og þaðan förum við og skoðum Kirkjubæ og sitthvað fleira.19. júní Miðvikudagur

Þá er komið að heimferð. Þetta er upplagður dagur til að ganga um í listigarðinum í Þórshöfn sem er stutt frá hótelinu, þar er líka listasafn sem væri vert að líta inn og skoða. Kannski gaman að kíkja í einhverjar búðir.

Einnig væri gaman að fara með báti út í Nolsey. Það tekur um 10 mín að sigla frá Þórshöfn. Fá sér kaffi og líta á mannlífið .Við verðum við að vera komin í skip kl.16:30 😊

Skipið leggur af stað frá Færeyjum kl. 18:00Innifalið í ferðinni til Færeyja er fararstjórn í 3 daga, Þriggja rétta máltíð, sigling, stríðsminjasafnið, og léttir réttir um miðjan dag.20. júní fimmtudagur

Þá erum við komin aftur heim til Íslands á hinn undurfagra stað Seyðisfjörð.

Morgunmatur verður í skipinu frá kl. 07:00

Skipið leggst að bryggju kl. 08:30.

og verður nægur tími til að fá sér að borða áður en við leggjum af stað um norðurland.Á leiðinni norður verður stoppað í Fjallakofanum Möðrudal, þar fáum við okkur eitthvað gott í gogginn.

Höldum svo á Sel- hótel Mývatni þar sem við fáum hádegishlaðborð og að sjálfsögðu kaffi eða te á eftir 😊

Eftir matinn höldum við til Akureyrar og förum á Glerártorgið og stoppum þar og löbbum um. Gætum t.d fengið okkur ís eða eitthvað annað.

Síðan verður stoppað í skálanum á Blönduósi , og þaðan förum við að Gauksmýri og fáum okkur kaffi og meðlæti

Síðasta stopp er svo í Borganesi þar sem allir eru orðnir pínu þreyttir eftir mikla setu í rútunn.

Verðum loks komin heim milli kl. 23:00 og 24:00 😊

Ferðir sem farið verður í með fararstjóra í Færeyjum eru 6 – 8 tímar í mesta lagi.

GÓÐA FERÐ OG GÓÐA SKEMMTUN 😊😊
... See MoreSee Less

26.05.19

Gönguhópur

Kristinn Breiðfjörð Guðlaugsson

Gönguhópur Eirhamra

Þessi duglegi og frábæri maður, hann Kiddi, sem leitt hefur gönguna
okkar frá Eirhömrum er nú fallin frá.

Ég hvet alla FaMos félaga til að heiðra minningu hans og mæta í gönguhópinn sem honum þótti svo vænt um og bar umhyggu fyrir.

Gengið er frá Eirhömrum klukkan 11:00 alla þriðjudaga, föstudaga og laugardaga. Blessuð sé minning þessa góða dreng.Bestu kveðjur

f.h. Íþróttanefndar FaMos

Pétur Guðmundsson,

formaður
... See MoreSee Less

14.05.19

Stöllur og Raadhuiskoor

Ágætu FaMos félagar og aðrir eldri og yngri borgarar

Kvennakórinn Stöllurnar og hollensku vinkonur þeirra í Raadhuiskoor halda sameiginlega tónleika í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ þann 31. maí klukkan 18:00

Raadhuiskoor mun flytja létt og skemmtilegt lög og Stöllurnar syngja flott lög frá níunda áratugnum eins og Fegurðardrotting, Ekkert mál og Slá í gegn.

Frítt inn og vonumst við til að sjá sem flesta
... See MoreSee Less

Sýna fleiri

Fastir liðir eins og venjulega

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
11:20
Vatnsleikfimi Lágafellslaug
12:45
Kóræfing hjá Vorboðum
(Safnaðarheimilið)
13:00 – 16:00
Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00
Perluhópur Jónu
Módelsmíði

x

x

x

x

x

11:00
Ganga frá Eirhömrum
11:30
Ringó Varmá
13:00-16:00
Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00-16:00
Ljósálfa-hópur
12:30
Málunarnámskeið Hannesar (frá 23.okt)
13:00
Bridge

x

x

x

x

11:20
Vatnsleikfimi Lágafellslaug
11:30 Boccia Varmá
13:00-16:00
Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00
Perluhópur Jónu
13:30
Bænastund / hugvekja
14:30
Vöfflukaffi
Fyrsta miðvikudag í mánuði
19:00 Tréútskurðarnámskeið
x

xx

x
x

10:00
Gler/leir námskeið Fríða
10:45
Leikfimi – hópur 1
11:15
Leikfimi – hópur 2
11:30
Ringó Varmá
13:00-16:00
Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00
KANASTA spil í borðsal annan hvern fimmtd
13:30
Gaman saman
Hefst 20.sep, aðra hverja viku
Postulínsnámskeið hjá Ransý byrjar 11.okt

x

10:30
Gler/leir námskeið Fríða
11:00
Ganga frá Eirhömrum
11:20
Vatnsleikfimi Lágafellslaug
13:00-16:00
Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00
Félagssvist
Hófst 14.september
Módelsmíði
x

x

x

x

10:00
Ganga frá Eirhömrum
x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

Skoða dagskrá (PDF)

Handhægar vefsíður