HEIM2021-12-03T10:02:00+00:00

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Skráning í famos
Stefna Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara 2020 – 2027

Fréttaveita FaMos

Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér

Fleiri fréttir má lesa á fréttasafni FaMos

Jólabingó á Barion

17. desember 2021|Fréttir|

Vel heppnað jólabingó á Barion að baki (14.12.) og Hilmar gestabingóstjóri í góðum gír og Elías sá um að allt færi vel fram.
Mjög góð mæting var á bingóið og 14 umferðir spilaðar og það mátti heyra saumnál detta þegar spilað var um jólakalkúninn.

Íþróttanefnd FaMos – Jólaleyfi

3. desember 2021|Fréttir|

Auglýsing frá íþróttanefnd FaMos um jólaleyfi 2021
Boccia: síðasti tími er 8. des.
Ringó: síðasti tími er 9. des.
Vatnsleikfimi: síðasti tími er 10.des.
Gönguhópur: síðasti tími er 15. des.

Þökkum góða þátttöku í vetur og vonandi verðum við jafn dugleg að hreyfa okkur á nýja árinu.
Með tíma eftir áramót verður auglýst strax í janúar.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
f.h. íþróttanefndar
Ólöf Örnólfsdóttir

Viltu láta gott af þér leiða?

1. desember 2021|Fréttir|

Vegna ýmissa ástæðna þá hafa félagsleg tengsl fólks minnkað og einmanaleiki í samfélaginu aukist ár frá ári. Það var árið 2016 sem Rauði krossinn hrinnti af stað verkefninu Símavinir í þeim tilgangi að minnka einmanaleika og til að efla félagsleg tengsl þeirra sem þess þurfa. Verkefnið snýst um að sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska og er vinaspjall í allt að hálftíma í senn, einu sinni eða tvisvar í viku á tíma sem báðum aðilum hentar.

Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.

Félagsstarf eldri borgara og FaMos

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

Dagskrá íþróttanefndar FaMos 2021 – 2022 (PDF)
Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
11.01.22

Áríðandi tilkynning/afsökunarbeiðnu

Ágætu félagsmenn í FaMos.

Vegna mistaka hjá viðskiptabanka FaMos mynduðust þrjár innheimtukröfur félagsgjalds á hvern einstakling.
Bankinn mun leiðrétta þessi leiðu mistök.
Stjórn FaMos harmar mistök bankans og biður félagsmenn afsökunar.
Þetta hefur líka í för með sér að einhverjar tafir verða á útsendingu félagsskírteina.

Með kveðju

Ingólfur Hrólfsson, formaður
Margrét J. Ólafsdóttir, gjaldkeri
Grétar Snær Hjartarson, fjöltengill FaMos
... See MoreSee Less

06.01.22

Heilsa og hugur námskeið frestast um viku

Komið þið sæl og gleðilegt árið.

Vegna sóttvarnarlaga ætlum við að fresta námskeiðsbyrjun um viku og byrja 17. janúar
í stað 10. janúar með þeirri von að Þórólfur og félagar leyfi okkur það 😃
Endilega fylgist með og þið sem ætlið að taka þátt, gangið í hópinn á Facebook sem heitir Heilsa & hugur 😃

Bestu kveðjur

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarf eldri borgara
Sími 587-8014 eða 698-0090
Netf: elvab@mos.is,
... See MoreSee Less

Comment on Facebook

Takk fyrir upplýsingarnar.

05.01.22

Áskorun frá stjórn FaMos“ Samkvæmt lögum FaMos skal halda aðalfund fyrir febrúarlok. Þá skal kjósa formann, tvo í aðalstjórn og tvo varamenn.
Samkvæmt lögunum mega formaður og aðalmenn í stjórn ekki sitja lengur en fjögur ár. Núverandi formaður og tvær úr aðalstjórn eru því ekki kjörgeng.
Þau sem vilja gefa kost á sér í stjórn eru vinsamlegast beðin að tilkynna það til formanns í tölvupósti (famos@famos.is) fyrir janúarlok 2022 “.


Hér er kjörið tækifæri fyrir ykkur öll sem hafið gaman af félagsmálum og góðan tíma til að sinna þeim.
... See MoreSee Less

03.01.22

Minnum á engin félagssvist

Minnum á að félagsvistin getur ekki byrjað starx vegna sóttvarnareglna😒😒
Við látum ykkur vita, vonandi sem allra fyrst, hvenær við fáum grænt ljós.

Bestu kveðjur
Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarf eldri borgara
Sími 587-8014 eða 698-0090
Netf: elvab@mos.is
... See MoreSee Less

03.01.22

Félagsstarfið sóttvarnarreglur

Gleðilegt árið kæru vinir
Við opnum 4 janúar kl 11:00 í félagsstarfinu Hlaðhömrum 2😃😃😃
Minnum á að það er 2 metra regla og grímuskylda ef 2 metrar nást ekki😃20 manns mega koma saman.
Allir skipulagðir hópar byrja ekki strax svo sem perluhópur, leikfimi á Eirhömrum og félagsvist frestast einnig.
Þessar reglur gilda allvega til 12 janúar svo tökum við stöðuna miða við ástandið í þjóðfélaginu 🤷‍♀️

Bestu kveðjur

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarf eldri borgara
Sími 587-8014 eða 698-0090
Netf. elvab@mos.is,
... See MoreSee Less

15.12.21

Síðasat félagsvist ársins::))

Félagsvist

Síðasta Félagsvist ársins verður 17. desember 2021 kl. 13:00 í borðsal Eirhamra. Aðgangur er ókeypis en auðvita er alltaf frír kaffisopi og vinningur ef heppnin er með þér.
Grímuskylda er í félagsmiðstöðvunum sé nálægð fólks minni en 1 m. Sprittum hendur líka milli spila
... See MoreSee Less

Sýna fleiri

Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Handhægar vefsíður

Go to Top