HEIM2020-10-02T11:36:20+00:00

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Skráning í famos
Stefna Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara 2020 – 2027

Fréttaveita FaMos

Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér

Fleiri fréttir má lesa á fréttasafni FaMos

Kosningar 2021 – Málefni eldri borgara LEB

Komið þið sæl,
Undanfarið hefur hópur á vegum Landssambands eldri borgara rætt hvernig við getum haft áhrif á að okkar málefni fái eðlilegan hljómgrunn í næstu alþingiskosningum. Send var út áskorun um að eldri borgarar gæfu kost á sér ofarlega á framboðslistum. Það hefur þegar vakið nokkur viðbrögð. Nú hafa verið sett fram áhersluatriði fyrir kosningarnar. Við vonumst til að þið ræðið þessi atriði við frambjóðendur fram að kosningum.
Bestu kveðjur,
Ingólfur Hrólfsson, formaður FaMos

29. mars 2021|Fréttir|

Íþróttastarf sett á ís

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða fellur öll starfsemi á vegum íþróttanefndar FaMos niður næstu þrjár vikur. Um er að ræða vatnsleikfimi, ringó, boccia, dansleikfimi, línudans, púttæfingar og leikfimiæfingar í World Class. Nánar verður greint frá framhaldinu þegar þar að kemur.

25. mars 2021|Fréttir|
Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
26.03.21

Dreifibréf

Komið þið sælar,

Viljið þið setja meðfylgjandi dreifibréf inn á heimasíðuna.
Ég lét eftirfarandi texta fylgja með til Grétars til að senda í tölvupósti. Þið metið hvort þetta þarf að fylgja með.

Komið þið sæl,

Undanfarið hefur hópur á vegum Landssambands eldri borgara rætt hvernig við getum haft áhrif á að okkar málefni fái eðlilegan hljómgrunn í næstu alþingiskosningum.
Send var út áskorun um að eldri borgarar gæfu kost á sér ofarlega á framboðslistum. Það hefur þegar vakið nokkur viðbrögð.
Nú hafa verið sett fram áhersluatriði fyrir kosningarnar. Við vonumst til að þið ræðið þessi atriði við frambjóðendur fram að kosningum.

Bestu kveðjur,
Ingólfur
... See MoreSee Less

26.03.21

Athugið OPIÐ

Uppfærð ný frétt 😃😃😃😃😃😃😃

Félagsstarfið er opið föstudaginn 26. mars 13-16 og mán -mið í næstu viku 11-16 en aðeins 8-10 manns komast
að í einu og mega mest stoppa í 2 klukkutíma, svo sem flestir komist að og geti aðeins komist út ef fólk treystir sér.
Skrá þarf nafn og síma viðkomandi sem inn kemur og grímuskylda og 2 metra reglan.

Hópar sem eru á námskeiðum í félagstarfinu halda áfram ef hópurinn er undir 10 manns.

Eftir páska verður opið mán-fimm 11:00-16:00 og föstud 13:00-16:00. Þessar reglur verða til 13 apríl 😃😃😷

Kveðja Félagsstarfið

Bestu kveðjur

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarf eldri borgara
Sími 587-8014 eða 698-0090
... See MoreSee Less

25.03.21

Frestun á myndlistasýningu

Ágætu félgsmenn í FaMos.

Fyrirhuguð myndlistarsýning nemenda á myndlistarnámskeiði Hannesar, sem átti að hefjast
föstudaginn 26. mars frestast um óákveðin tíma vegna nýrra samkomutakmarkana

Bestu kveðjur

Grétar Snær, fjöltengill FaMos
og Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarf eldri borgara
Sími 587-8014 eða 698-0090
... See MoreSee Less

25.03.21

Félagstarf fellur niður

Kæru vinir.

Félagsstarfið og öll námskeið á okkar vegum falla því miður niður vegna nýrra reglna varðandi Covid19.
Páskafrí er því hafið hjá okkur og munum við senda út nýja auglýsingu strax eftir páska með framhaldið.
Farið vel með ykkur og gleðilega páska

Bestu kveðjur frá starfsmönnum félagsstarfsins

Með kveðju
Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarf eldri borgara
Sími 587-8014 eða 698-0090
... See MoreSee Less

Sýna fleiri

Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Fastir liðir eins og venjulega

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

Ný  dagskrá er í vinnslu og verður birt hér fljótlega.

Handhægar vefsíður

Go to Top