HEIM2018-12-19T15:29:53+00:00

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Skráning í famos

Fréttaveita FaMos

Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér

Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

18.01.19

Ágætu FaMos félagar og aðrir eldri borgarar.

Meðfylgjandi eru nokkrar tilkynningar frá félagsstarfinu á Eirhömrum.
Allar nánari upplýsingar gefur:
Elva B. Pálsdóttir í síma 586-8014/6980090 eða á elvab@mos.is

Með kveðju
Grétar Snær, fjöltengill FaMos

STÓLA JÓGA


Eftir frábæra kynningu á Stóla-Jóga byrja
æfingar 22. jan. kl. 13:00 í íþróttasalnum
á Eirhömrum. Kennari er Edit Ólafía.

Annar kynningartími verður kl. 14:00 sama dag fyrir þá sem langar að koma og prófa að vera með.
Mánuðurinn kostar 5.000 krónur. Posi er ekki á stanum svo greiða þarf í reiðufé. Endilega komið og kynnið ykkur málið:J)

Vetrarfegurð

Fimmtudaginn 24. janúar ætlar Úrsúla Jünemann að vera með ljósmynda sýningu á skyggnutjaldi í borðsal kl 13:30. Sýndar verða fallegar myndir sem Úrsúla hefur tekið á kalda árstímanum.

Tréútskurðanámskeið vor 2019

Kennt er á miðvikudögum klukkan 19:00 á Eirhömrum. Nokkur laus pláss.
Kennari er Stefán Haukur.
Skráningar í síma 586-8014/6980090 eða á elvab@mos.is
... See MoreSee Less

18.01.19

Skáldið og sveitin - lokaútkall

Félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) gengst fyrir námskeiði á Eirhömtum í janúar og
febrúar 2019 þar sem fjallað verður um tengsl Hallórs Laxness við Mosfellssveit.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 22. janúar og kennt verður fjóra þriðjudaga í samfellu
klukkan 17:00 – 18:50 og þegar nær dregur vori verður haldið á slóðir skáldsins í Mosfellsdal.

Kennari verður Bjarki Bjarnason

Þátttaka tilkynnist til Benedikts St. Steingrimssonar, formanns menningar- og skemmtinefndar
FaMos í síma 864 9409 eða á netfangið bs@isor.is. Áætlað þátttökugjald er 8.000 krónur.

Með kveðju
Grétar Snær, fjöltengill FaMos
... See MoreSee Less

17.01.19

ENN meiri hreyfing::))

Þar sem samstarfsverkefni Mosfellsbæjar, World class og heilsugæslunnar
hefur tekist frábærlega vel höfum við ákveðið að bæta við enn einu nýliðanámskeiðinu og bjóða nokkur laus pláss í nýliðahópinn
sem byrjar mánudaginn 21. janúar kl. 9:30.
Kennt er tvisvar i viku, mánudaga og miðvikudaga kl 9:30.
ATHUGIÐ að þeir sem hafa áhuga á að vera með verða að fara sem fyrst
í World Class Lágafelli og ganga frá skráningu.
Skilyrði er að vera 67 ára eða eldri og hafa lögheimili í Mosfellsbæ:)
Nánari upplýsingar veitir:
Elva Björg Pálsdóttir

tómstunda- og félagsmálafræðingur,
forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090
... See MoreSee Less

17.01.19

Til upplýsingar
Skráning í FaMos > Greiðslumáti.
Félagskjald er Kr. 2.500 Banki 315-13-700127 Kt. 471102-2450.
Að gefnu tilefni tel ég rétt að þessar uppl. verði á > Greiðslumáti <
Vinsamlega skoða þessa ábendingu mína.
Bestu kveðjur Pétur G. gjaldkeri.
... See MoreSee Less

16.01.19

Skák og mát !!

Íþróttanefnd FaMos hefur ákveðið að hefja skákina til vegs og virðingar og bjóða upp á skáktíma á Eirhömrum
klukkan 13:00 alla mánudaga.

Fyrsti skáktíminn verður mánudaginn 21. janúar og eru þátttakendur beðnir um að taka með sér

taflborð og taflmenn (þeir sem slíkt eiga).

Ekki sakar heldur ef einhverjir luma á skákklukkum.Með kveðju

Íþróttanefnd FaMos
... See MoreSee Less

Sýna fleiri

Fastir liðir eins og venjulega

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
11:20
Vatnsleikfimi Lágafellslaug
12:45
Kóræfing hjá Vorboðum
(Safnaðarheimilið)
13:00 – 16:00
Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00
Perluhópur Jónu
Módelsmíði

x

x

x

x

x

11:00
Ganga frá Eirhömrum
11:30
Ringó Varmá
13:00-16:00
Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00-16:00
Ljósálfa-hópur
12:30
Málunarnámskeið Hannesar (frá 23.okt)
13:00
Bridge

x

x

x

x

11:20
Vatnsleikfimi Lágafellslaug
11:30 Boccia Varmá
13:00-16:00
Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00
Perluhópur Jónu
13:30
Bænastund / hugvekja
14:30
Vöfflukaffi
Fyrsta miðvikudag í mánuði
19:00 Tréútskurðarnámskeið
x

xx

x
x

10:00
Gler/leir námskeið Fríða
10:45
Leikfimi – hópur 1
11:15
Leikfimi – hópur 2
11:30
Ringó Varmá
13:00-16:00
Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00
KANASTA spil í borðsal annan hvern fimmtd
13:30
Gaman saman
Hefst 20.sep, aðra hverja viku
Postulínsnámskeið hjá Ransý byrjar 11.okt

x

10:30
Gler/leir námskeið Fríða
11:00
Ganga frá Eirhömrum
11:20
Vatnsleikfimi Lágafellslaug
13:00-16:00
Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00
Félagssvist
Hófst 14.september
Módelsmíði
x

x

x

x

10:00
Ganga frá Eirhömrum
x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

Skoða dagskrá (PDF)

Handhægar vefsíður