HEIM2021-12-03T10:02:00+00:00

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Skráning í famos
Stefna Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara 2020 – 2027

Fréttaveita FaMos

Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér

Fleiri fréttir má lesa á fréttasafni FaMos

Íþróttanefnd FaMos – Jólaleyfi

3. desember 2021|Fréttir|

Auglýsing frá íþróttanefnd FaMos um jólaleyfi 2021
Boccia: síðasti tími er 8. des.
Ringó: síðasti tími er 9. des.
Vatnsleikfimi: síðasti tími er 10.des.
Gönguhópur: síðasti tími er 15. des.

Þökkum góða þátttöku í vetur og vonandi verðum við jafn dugleg að hreyfa okkur á nýja árinu.
Með tíma eftir áramót verður auglýst strax í janúar.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
f.h. íþróttanefndar
Ólöf Örnólfsdóttir

Viltu láta gott af þér leiða?

1. desember 2021|Fréttir|

Vegna ýmissa ástæðna þá hafa félagsleg tengsl fólks minnkað og einmanaleiki í samfélaginu aukist ár frá ári. Það var árið 2016 sem Rauði krossinn hrinnti af stað verkefninu Símavinir í þeim tilgangi að minnka einmanaleika og til að efla félagsleg tengsl þeirra sem þess þurfa. Verkefnið snýst um að sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska og er vinaspjall í allt að hálftíma í senn, einu sinni eða tvisvar í viku á tíma sem báðum aðilum hentar.

Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.

Félagsstarf eldri borgara og FaMos

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

Dagskrá íþróttanefndar FaMos 2021 – 2022 (PDF)
Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
02.12.21

Auglýsing frá íþróttanefnd FaMos
um jólaleyfi 2021.
Boccia: síðasti tími er 8.des.
Ringó: síðasti tími er 9. des.
Vatnsleikfimi: síðasti tími 10.des.
Gönguhópur: síðasti tími 15. des.

Þökkum góða þátttöku í vetur og vonandi verðum við jafn dugleg að hreyfa okkur á nýja árinu.
Með tíma eftir áramót verður auglýst strax í janúar.

Við óskum ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
f.h. íþróttanefndar.
Ólöf Örnólfsdóttir
... See MoreSee Less

02.12.21

Félagsvist

Félagsvist 3. desember 2021 kl. 13:00 í borðsal Eirhamra.
Aðgangur er ókeypis en auðvita er alltaf frír kaffisopi og
vinningur ef heppnin er með þérJ.
Grímuskylda er í félagsmiðstöðvunum sé nálægð fólks minni en 1 m. Sprittum hendur líka milli spila
... See MoreSee Less

30.11.21

GAMAN SAMAN
2. desember kl. 13:30

Pétur Bjarnason ætlar að vera með upplestur fyrir okkur
og Helgi sér um söng og spil. Endilega komið og verið með.
Kaffi og meðlæti í boði eftir skemmtun á 500 kr.
Munum grímuskyldu ef ekki er hægt að tryggja 1 metra.
Með bestu kveðja
Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090
Netf. elvab@mos.is,
... See MoreSee Less

25.11.21

Félagsvist

Minnt er á félagsvistina á Eirhömrum kl. 13:00 föstudaginn 26. nóvember.
Aðgangur ókeypis og frítt kaffi og meðlæti í spilahléi.
Grímuskylda er þar sem nálægð er innan við einn metra
og muna að spritta hendur.
... See MoreSee Less

23.11.21

Tilkynning frá Tryggingarstofnun

Kynning á Tryggingastofnun

fyrir eldri borgara

Fulltrúi frá Tryggingastofnun kemur á fund á Eirhömrum 25. nóvember kl. 13.30.
Flutt verður stutt erindi og síðan opnað fyrir spurningar.
Mætið á áhugaverða kynningu um málefni sem við erum altaf að tala um.

Sent að beiðni formanns FaMos
Grétar Snær, fjöltengill FaMos
... See MoreSee Less

15.11.21

Aflýst

Jólahlaðborði sem átti að vera á VOX BRSSERÍA þann 3. des. hefur verið aflýst. Einnig hefur Gaman saman sem áformað var fimmtudaginn 18. nóv. verið aflýst meðan ástandið í þjóðfélaginu er svona.

Með bestu kveðju

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090
... See MoreSee Less

Sýna fleiri

Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Handhægar vefsíður

Go to Top