HEIM2020-10-02T11:36:20+00:00

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Skráning í famos
Stefna Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara 2020 – 2027

Fréttaveita FaMos

Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér

Fleiri fréttir má lesa á fréttasafni FaMos

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

19.10.20

Starfsemin framundan

Komið þið sæl.

Félagsstarfið verður með sama hætti allavega næstu 2 vikurnar þ.e.a.s hópaskipt í handavinnustofu.
Utanhúss fólk verður mánud. og miðvd. Kl. 13-16. Íbúar Eirhamra þriðju- og fimmtud. kl. 13-16.
Leikfimin hjá Karin fellur niður og malunarnamskeiðið hjá Hannesi einnig og auðvita liggur allt
enn niðri hjá íþróttanefnd
Farið vel með ykkur og hlökkum til að sjá ykkur.

Með bestu kveðju

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090
Netf. elvab@mos.is
... See MoreSee Less

12.10.20

Leikfimin á Eirhömrum fellur niður 13. Okt

Leikfimin á Eirhömrum hjá Karin Mattsson fellur niður á þriðjudaginn 13 okt sjáumst vonandi sem fyrst kæru vinir 😀😀

Elva B. Pálsdóttir
... See MoreSee Less

09.10.20

Ályktun LEB

Ágætu félagsmenn í FaMos.

Aæð beiðni Ingólfs Hrólfssonar, formanns FaMos, er ykkur sent meðfylgjandi viðhengi
með állyktun Landssambands eldri borgara vegan fjárlagafrumvarpsins sem lagt var fram
á Alþingi 1. október.

Með kveðju
Gtátar Snær, fjöltengill FaMos

Ályktun frá LEB - Landssambandi eldri borgara
Vegna fjárlagafrumvarpsins sem lagt var fram 1. október 2020

LEB - Landsamband eldri borgara hafnar alfarið boðaðri lítilfjörlegri hækkun á ellilífeyri almannatrygginga eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, að hún verði einungis 3.6% nú um áramótin, þegar launaþróun er og hefur verið allt önnur. Þessi fyrirhugaða hækkun mætir aðeins verðlagshækkunum ársins, svo í raun fá eldri borgarar enga hækkun. Almenn launaþróun í landinu ásamt gengissigi íslensku krónunnar hefur víðtæk áhrif og kallar það á aðra nálgun vegna hækkunar á ellilífeyri, sem er hjá mörgum eldri borgurum grunnframfærsla þeirra.

Í nýbirtri skýrslu félagsmálaráðherra um stöðu eldri borgara sem lögð var fram á alþingi 29. septemer sl. er staðfest sama síaukin kjaragliðnun og LEB fékk staðfest í vor með skýrslum Skúla M. Sigurðssonar hagfræðings sem stjórn LEB hefur kynnt ráðamönnum. Við þessa þróun verður ekki unað og munu aðildarfélög LEB um allt land sýna það í verki.
Sú kjaragliðnun eftirlauna almannatrygginga miðað við almenna launaþróun lægstu launa á vinnumarkaði frá árinu 2017 er gríðarleg og þýðir að sú kjarahækkun sem sett var inn með nýjum lögum um almannatryggingar þá, hefur nú gufað upp.
Eldra fólk sem er með minnstu tekjurnar lifir sannarlega í fátækt og sumir í sára fátækt sem er engan veginn ásættanlegt.

Þá mótmælir LEB harðlega að krónutala frítekjumarka hefur ekki fylgt vísitölu síðan þau voru sett á. Þá er það ólíðandi að almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris sé eingöngu 25.000 kr. á mánuði, sem þýðir hreina eignaupptöku lífeyrissjóðssparnaðar eldri borgara.
LEB fagnar því að skattalagabreytingarnar, sem áður höfðu verið boðaðar muni standa, því þær eru eina sýnilega kjarabótin fyrir þá sem minnst hafa.
Mikilvægt er fyrir ríkisstjórnina að efna kosningaloforðin sem boðuð voru fyrir síðustu kosningar. Eldri borgar muna þau vel.
... See MoreSee Less

07.10.20

Kæru FaMos félagar

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er búið að loka fyrir vatnsleikfimina næstu 2 vikur.
Gönguhópurinn sem fer frá íþróttamiðstöðinni að Varmá er á þriðjudögum kl. 14.00,
en ekki á fimmtudögum.
Íþróttanefnd FaMos.

Bestu kveðjur,
Ólöf, formaður íþróttanefndar
... See MoreSee Less

06.10.20

Leiðrétting

Ágæti viðtakandi.

Villa slæddist inn í neyðarauglýsingu frá íþróttanefns FaMos,
sem hérmeð leiðréttist

Gönguhópar verða á fimmtudögum kl. 14.00 frá íþróttam. að Varmá,
en ekki á þriðjudögum eins og stóð í fyrri boðum.

Baráttukveðjur,
Íþróttanefnd FaMos
... See MoreSee Less

06.10.20

Félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna - félagsstarf aldraðra
NÝJAR REGLUR FRÁ 5.okt vegna COVID -19

Skipta þarf notendahópnum upp í sóttvarnarhópa og miða við
að einstaklingar í sama hópi séu saman í starfinu.
Mánudaga og miðvikudaga má fólkið úr bænum koma kl. 13:00-16:00. MUNA grímuskylda.)
Þriðjudaga og fimmtudaga má fólkið úr húsinu Eirhömrum koma 13:00-16:00. MUNA grímuskylda
Áfram skal gæta að handþvotti og sóttvörnum og virða 1 – 2 metra fjarlægðartakmarkanir svo fremi sem unnt er. Skylda er að allir gestir og starfsmenn noti hlífðargrímur.
Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur: a. Eru í sóttkví. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku). c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. d. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).


Með bestu kveðju
Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090
Netf. elvab@mos.is,
... See MoreSee Less

Sýna fleiri

Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Fastir liðir eins og venjulega

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

Ný  dagskrá er í vinnslu og verður birt hér fljótlega.

Handhægar vefsíður

Go to Top