Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Skráning í famos

Fréttaveita FaMos

Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér

Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

24.01.20

STÓLA JÓGA

Verður kennt í íþróttasal Eirhamra á þriðjudögum kl. 13:00-14:00.

Fyrsti tíminn er 4. febrúar og kennari verður Edit Ólafía.
Mánuðurinn kostar 5,000 krónur og greiðist í reiðufé þar sem posi er ekki á staðnum.
Lágmarksþátttaka eru 10 manns.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með skrái sig á þátttökulista í handverksstofu eða sendið póst á elvab@mos.is eða 586-8014
... See MoreSee Less

23.01.20

Gaman saman á Eirhömrum í dag. Fengum frábæra píanóleikara frá tónlistaskólanum í Mosfellsbæ og Helgi var á sínum stað með gítarinn 🎸 ... See MoreSee Less

Gaman saman á Eirhömrum í dag. Fengum frábæra píanóleikara frá tónlistaskólanum í Mosfellsbæ og Helgi var á sínum stað með gítarinn 🎸

23.01.20

Félagsvist

Félagsvist er spiluð alla fjöstudaga
í borðsal Eirhamra.
Næsta félasvist verður því
klukkan 13:00 stundíslega
föstudaginn 24. janúar
Verð kr. 600 og innifalið er kaffi og meðlæti
og vinningur – (eeef heppnin er með þér)J.

Muna að skrá sig hjá félagsstarfinu á Eirhömrum
... See MoreSee Less

22.01.20

Gönguhópur 60+

Takk kærlega fyrir samveruna í dag! Þessi hópur lofar svo sannarlega góðu, hress og skemmtilegur félagsskapur.

Frábær mæting, 35 manns og einn golden retriever (Sunna).

Það verður ganga á sama tíma og sama upphafsstað, Varmá, næsta þriðudag, kl. 14.00.

Svo má endilega koma með tillögu að tímasetningu á seinniparts/kvöldgöngu, þið sem komist ekki kl.14.00.

Göngukveðjur,
Gaui
... See MoreSee Less

Gönguhópur 60+

Takk kærlega fyrir samveruna í dag! Þessi hópur lofar svo sannarlega góðu, hress og skemmtilegur félagsskapur.

Frábær mæting, 35 manns og einn golden retriever (Sunna).

Það verður ganga á sama tíma og sama upphafsstað, Varmá, næsta þriðudag, kl. 14.00.

Svo má endilega koma með tillögu að tímasetningu á seinniparts/kvöldgöngu, þið sem komist ekki kl.14.00.

Göngukveðjur,
Gaui

22.01.20

Minnum á gaman saman kl. 13:30 á fimmtudaginn en þá koma pianónemendur frá tónlistarskólanum í Mosfellsbæ. ... See MoreSee Less

21.01.20

Námskeið um Mosfellsheiði

Félag aldraðra í Mosfellsbæ (FAMOS) heldur námskeið um Mosfellsheiði í janúar og febrúar.
Kennt er á Eirhömrum á þriðjudögum kl. 17-19 og enn eru nokkur sæti laus. Kennari er Bjarki Bjarnason,
einn af höfundum Árbókar Ferðafélags Íslands 2019 sem fjallar um heiðina.

Mosfellsheiði lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, þar er þó býsna fjölbreytt náttúra og landslag og margskonar
mannvistarleifar.
Þar gefur að líta seljarústir, fjöldann allan af vörðum, gamlar þjóðleiðir, fjárréttir, skotbyrgi og sæluhúsarústir.
Heiðin var fjölfarin á fyrri tíð, um hana fóru m.a. bændur í kaupstaðarferð, vermenn á leið á vertíð við Faxaflóa,
fólk á leið á Alþingi á Þingvöllum og Danakonungar sem sóttu íslenska þegna sína heim við ysta haf.
Á námskeiðinu mun Bjarki fjalla um heiðina frá öllum sjónarhornum og styðjast við ljósmyndir og ritaðar heimildir
í umfjöllun sinni. Næsta vor verður farið í skemmtiferð umhverfis Mosfellsheiði.

Þátttaka í námskeiðinu tilkynnist til Benedikts Steingrímssonar, netfang hans er bs@isor.is og sími 864 9409.
Þátttökugjald er 8000 krónur.
... See MoreSee Less

Sýna fleiri

Fastir liðir eins og venjulega

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

MánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagurLaugardagur
10:30 Gler/leir námskeið Fríða11:00 Ganga frá Eirhömrum11:20 Vatns-leikfimi Lágafellslaug10:00 Gler/leir námskeið Fríða10:30 Gler/leir námskeið Fríða11:00 Ganga frá Eirhömrum
11:20 Vatnsleikfimi Lágafellslaug11:30 Ringó Varmá11:30 BOCCIA VarmáLeikfimi
10:45 hópur 1
11:15 hópur 2
11:00 Ganga frá Eirhömrum
12:45 Kóræfing hjá Vorboðum (Safnaðarheimilið)13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu11:30 Ringó Varmá11:20 Vatnsleikfimi Lágafellslaug
13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu13:00-16:00 Ljósálfa-hópur13:00 Perluhópur Jónu13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
13:00 Skák
13:00 Perluhópur JónuMálunarnámskeið Hannesar byrjar 1. Okt kl 12:3013:30 Bænastund /hugvekja 13:00 KANASTA spil í borðsal13:00 Félagssvist Byrjar 6sep
13:00 Módelsmíði13:00 Bridge
13:00 Stólajóga
13:00 Bókbands-námskeið byrjar 24.sep
14:30 Vöfflukaffi 1. Miðvikudag í mánuði

19:00 Tréútskurðar-námskeið
13:30 Gaman saman Byrjar 12.sep13:00 Módelsmíði**Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Handhægar vefsíður