Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttaveita FaMos
Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Nánari upplýsingar um félagsstarfið má finna hér
Fleiri fréttir má lesa á fréttasafni FaMos
Fundur með fulltrúum framboðanna
Fundur í Hlégarði 05. maí kl. 20:00 - 22:00 með fulltrúm framboðanna fyrir komandi bæjastjórnarkosningarnar.
LEB Áhersluatriði í sveitastjórnarkosningum
Áhersluatriði eldra fólks í komandi sveitarstjórnarkosningum
Dagskrá íþróttanefndar FaMos vetur/vor 2022
Dagskrá íþróttanefndar FaMos vetur/vor 2022 liggur fyrir. Boðið verður upp á vatnsleikfimi, ringó, boccia, gönguferðir, púttæfingar og göngubraut.
Nýjir félagar velkomnir, endilega verið með og finnið eitthvað við ykkar hæfi.
Jólabingó á Barion
Vel heppnað jólabingó á Barion að baki (14.12.) og Hilmar gestabingóstjóri í góðum gír og Elías sá um að allt færi vel fram.
Mjög góð mæting var á bingóið og 14 umferðir spilaðar og það mátti heyra saumnál detta þegar spilað var um jólakalkúninn.
Íþróttanefnd FaMos – Jólaleyfi
Auglýsing frá íþróttanefnd FaMos um jólaleyfi 2021
Boccia: síðasti tími er 8. des.
Ringó: síðasti tími er 9. des.
Vatnsleikfimi: síðasti tími er 10.des.
Gönguhópur: síðasti tími er 15. des.
Þökkum góða þátttöku í vetur og vonandi verðum við jafn dugleg að hreyfa okkur á nýja árinu.
Með tíma eftir áramót verður auglýst strax í janúar.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
f.h. íþróttanefndar
Ólöf Örnólfsdóttir
Viltu láta gott af þér leiða?
Vegna ýmissa ástæðna þá hafa félagsleg tengsl fólks minnkað og einmanaleiki í samfélaginu aukist ár frá ári. Það var árið 2016 sem Rauði krossinn hrinnti af stað verkefninu Símavinir í þeim tilgangi að minnka einmanaleika og til að efla félagsleg tengsl þeirra sem þess þurfa. Verkefnið snýst um að sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska og er vinaspjall í allt að hálftíma í senn, einu sinni eða tvisvar í viku á tíma sem báðum aðilum hentar.
Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.
Félagsstarf eldri borgara og FaMos
Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.
Dagskrá íþróttanefndar FaMos vetur/vor 2022
Vatnsleikfimi í Lágafellslaug byrjar 31. janúar
Mánudaga kl. 14.05
Þriðjudaga kl. 13.40
Fimmtudaga kl. 13.25
Það þarf að skrá sig í vatnsleikfimina og hefst skráning þriðjudaginn 25. janúar frá kl. 11 – 13 í síma 8959610.
Varmá / íþróttasalir
Ringó byrjar 1. febrúar
Þriðjudaga kl. 12.10 Salur 1
Fimmtudaga kl. 11.30 Salur 1
Boccia byrjar 2. febrúar
Miðvikudaga kl. 12.00 Salur 1
Gönguferðir eru alla miðvikudaga kl. 13.00 frá Fellinu
Pútt byrjar 31. janúar
Mánudaga kl. 11.00 – 12.00 í golfskálanum, neðri hæð
Fellið er opið frá 08.00 – 14.00
Ath. Skólarnir geta nýtt þennan tíma þegar þeim hentar. Þrátt fyrir það er hægt að nýta göngubrautina.
Nýir félagar velkomnir, endilega verið með og finnið eitthvað við ykkar hæfi.
Öll hreyfing er svo heilsueflandi.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Kröyer á netfanginu sigrunkroyer@gmail.com