Fréttir

Heim » Fréttir

Sumarferð FaMos

Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig í sumarferð FaMos sem verður miðvikudaginn 7. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Með okkur verður inn frábæri fararstjóri Valdimar Bragason frá Selfossi. Brottför 9:30 frá fjölbrautarskólanum í Mosó, Bjarkarholti. Rútan kemur kl. 9:00.

2023-05-30T10:20:45+00:0030. maí 2023|Fréttir|

Sumar – útifjör 60+ með Bertu og Höllu Karen

Sumar – Útifjör 60+ með Bertu og Höllu Karen hefst þriðjudaginn 30. maí kl. 09:30 og verður 2x í viku alla þriðjudaga og fimmtudaga. Hvetjum sem flesta sem geta að nýta sér þetta flotta námskeið 😃😃😃😃

2023-05-28T12:51:14+00:0028. maí 2023|Fréttir|

Gönguhópur 60+ færist til kl. 10:30

Nú verður smá breyting á gönguferðum okkar á miðvikudögum. Við ætlum að hittast við Hlégarð kl. 10.30 áfram á miðvikudögum en breyta í morguntíma. Byrjum næsta miðvikudag 24. maí kl. 10.30. Munið.....við HLÉGARÐ :)

2023-05-23T16:31:03+00:0023. maí 2023|Fréttir|

Sýning á leirmunum 3 – 10. maí

Sýning verður á munum sem gerðir hafa verið í vetur á Leirnámskeiðum hjá Fríðu Sigurðardóttur dagana 3 - 10. maí. Sérstök opnun sýningarinnar verður 3. maí kl. 15. Ævintýralega fallegir munir, sjón er sögu ríkari.

2023-05-01T11:54:36+00:001. maí 2023|Fréttir|

Gaman saman fimmtudaginn 24. mars

Karlmenn í blíðu og stríðu. Birtingarmyndir karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum. Ásdís Egilsdóttir prófessor emeríta í íslenskum bókmenntum heldur erindi fimmtudaginn 24. mars í Safnaðarheimili Lágafellssóknar Þverholti 3.

2023-03-20T08:48:51+00:0020. mars 2023|Fréttir|

Páskaskreytingar í mars

Dagana 22, 23 og 27 og 28. mars ætlum við að vera í páskastuði og búa til allskonar skreytingar til að njóta um páskana. Brynja skreytingameistari verður með allskonar sniðugt í pokahorninu. Verið velkomin!

2023-03-17T13:14:40+00:0017. mars 2023|Fréttir|
Go to Top