Fyrirlestur um heilabilun
Fimmtudaginn 21. september kl. 14-16 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3.
Fimmtudaginn 21. september kl. 14-16 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3.
Allir velkomnir í samveru á öllum aldri, alltaf kaffi á könnunni og góður félagsskapur. Karlar í Skúrum ætla að sýna okkur sitt handverk næsta þriðjudag 19. september :))
Hugur og Heilsa leikfimi úti og inni í íþróttahúsinu að Varmá fyrir 60+ - Verð fyrir tímabilið er kr. 18.000.- hefst 4.sept.
Alla föstudaga kl. 13:00 í borðsal Eirhamra, Hlaðhömrum 2. Aðgangseyrir kr. 300 sem fer upp í verðlaun :)
Hlégarður, miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15 - 17. Kynnt verður sú þjónusta sem eldri borgurum stendur til boða í sveitarfélaginu.
Leikfimin á Eirhömrum hjá sjúkraþjálfaranum Karin Mattson er alla fimmtudaga í íþróttasalnum Hlaðhömrum 2. Leikfimin er gjaldfráls og liður í heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ og er gjaldfrjáls, ekki þarf að skrá sig :)
Framundan er enn eitt skemmtilegt starfsár hjá FaMos fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. Áhugasamir geta skráð sig í félagið á vefsvæði félagsins undir Skráning í FaMos.
Frá miðjum júlí og til 9. ágúst 2023 kom upp bilun á vefsvæði félagsins og fóru skráningar ekki í gegn og bárust því ekki til formanns til úrvinnslu. Ef einhverjir hafa skráð sig á vefnum á því tímabili þá biðjum við viðkomandi um að senda aftur inn sína skráningu. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.
Vorferð FaMos var farin miðvikudaginn 7. juni í blíðskapar veðri. Friðheimar í Reykholti, Bláskógarbyggð voru heimsóttir, starfsemin skoðuð í fylgd Knúts staðarhaldara og hádegisverður snæddur.
Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig í sumarferð FaMos sem verður miðvikudaginn 7. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Með okkur verður inn frábæri fararstjóri Valdimar Bragason frá Selfossi. Brottför 9:30 frá fjölbrautarskólanum í Mosó, Bjarkarholti. Rútan kemur kl. 9:00.
Sumar – Útifjör 60+ með Bertu og Höllu Karen hefst þriðjudaginn 30. maí kl. 09:30 og verður 2x í viku alla þriðjudaga og fimmtudaga. Hvetjum sem flesta sem geta að nýta sér þetta flotta námskeið 😃😃😃😃