Við erum hér fyrir þig
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, FaMos, var stofnað 1. október 2002.
Í lögum FaMos segir meðal annars:
Rétt á inngöngu eiga allir þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra. Efla þátttöku aldraðra í starfi og tómstundum. Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hlutlaust í afstöðu til trúmála.
Aðalstjórn
Fimm manna aðalstjórn er kosin til tveggja ára og tveggja manna varastjórn er kosin til eins árs. Fjögurra ára tímamörk eru á stjórnarsetu en formaður getur setið í fjögur ár til viðbótar, samtals átta ár.
Félagsgjöld og afsláttur
Árgjald er kr 3.000 kr.auk kostnaðar (frítt fyrir 85 ára og eldri) og eru breytingar á gjaldi ákveðnar á aðalfundi.
Gefin eru út félagsskírteini sem gefa félögum kost á verulegum afslætti hjá mörgum verslunum og stofnunum um allt land sbr. afsláttarbók sem Landssamband eldri borgara, LEB, gefur út. Afsláttabókina má nálgast á vefsíðu LEB.
Skrifstofa félagsins að Eirhömrum er opin alla fimmtudaga milli kl. 15:00 – 16:00
Stjórnarmenn skiptast á um að vera til viðtals fyrir félaga. Elva Björg Pálsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Mosfellsbæ er ætíð tilbúin að senda stjórnarmönnum FaMos skilaboð.
Stjórn og nefndir
Stjórn FaMos og nefndarmeðlimir frá síðasta aðalfundi þann 06. mars 2023
Nafn | Titill | Sími | Gsm |
---|---|---|---|
Jónas Sigurðsson | Formaður | 566 7422 | 666 1040 |
Jóhanna B. Magnúsdóttir | Varaformaður | 899 0378 | |
Þorsteinn Birgisson | Gjaldkeri | 567 3813 | 898 8578 |
Guðrún Hafsteinsdóttir | Ritari | 567 5328 | 892 9112 |
Ólafur Guðmundsson | Meðstjórnandi | 868 2566 | |
Ingibjörg G. Guðmundsdóttir | Varamaður | 894 5677 | |
Ásthildur Þorsteinsdóttir | Varamaður | 896 7518 |
Nafn | Titill | ||
---|---|---|---|
Benedikt Steingrímsson | Formaður | ||
Bjarney Einarsdóttir | |||
Elías Árnason | |||
Helgi R. Einarsson | |||
Hjördís Sigurðardóttir |
Nafn | Titill | ||
---|---|---|---|
Guðrún K. Hafsteinsdóttir | Formaður | ||
Anna Jóna Pálmadóttir | |||
Anna K Ágústsdóttir | |||
Helga Stefánsdóttir | |||
Margrét Hanna Karlsdóttir | |||
Sína Þorleif Þórðardóttir, | |||
Bryndís Kristiansen Til vara | Til vara |
Nafn | Titill | ||
---|---|---|---|
Ólöf Örnólfsdóttir | Formaður | ||
Sigrún Kröyer | |||
Hafdís R. Pétursdóttir | |||
Auður Dóra Haraldsdóttir |
Nafn | Titill | ||
---|---|---|---|
Bragi Ragnarsson | Formaður | ||
Bryndís Jóhannsdóttir | |||
Klara Sigurðardóttir | |||
Þröstur Lýðsson | |||
Ásbjörn Þorvarðarson | |||
Guðlaug Helga Hálfdánardóttir |
Nafn | Titill | ||
---|---|---|---|
Karl E. Loftsson | Stjórnandi | ||
Bernhard Linn |
Fróðleikur
Hagnýtar upplýsingar fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ
FaMos og Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ
Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ og FaMos eru með skrifstofur hlið við hlið að Eirhömrum og skapast því góður grunnur fyrir meiri og betri samvinnu.
Markmið félagsstarfs eldri borgara er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Listsköpun, handmennt, spilamennska, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög eru dæmi um starfsemina.
Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum. Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.
Stefnt er að því að auka fjölbreytni bæði í námskeiðahaldi og hópastarfi, þannig að sem flestir geti fundið eitthvað áhugavert og við sitt hæfi. Því til viðbótar vinnur Félagsstarf aldraðra að því að þróa samvinnu við skólana og stuðla að meiri samskiptum milli kynslóða.
En FaMos er líka hagsmunafélag sem á að standa vörð um hagsmuni og velferð eldri borgara Mosfellsbæjar. Mosfellsbær er ungt bæjarfélag en öldruðum á eftir að fjölga mjög næstu árin. Í ársbyrjun voru íbúar á milli 70 og 79 ára 326 en íbúar á milli 60 og 69 ára voru 820 sem er vísbending um það sem koma skal. FaMos á einn fulltrúa í þjónustuhópi aldraðra sem á m.a. að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.
FaMosfélagar geta glaðst yfir að risið er í bænum glæsilegt hjúkrunarheimili, Hamrar. Heimilið samanstendur af þremum litlum einingum og því er auðvelt að skapa heimilislegt andrúmsloft og sinna bæði andlegum og félagslegum þörfum heimilisfólksins ekki síður en líkamlegum kvillum og grunnþörfum.
Landdsamband eldri borgara
LEB er skammstöfun fyrir Landssamband eldri borgara sem stofnað var árið 1989 af níu félögum, í dag eru félögin 52. Markmið Landssambandsins er að vera öflug samtök eftirlaunafólks sem gætir réttar aldraðra og vinnur að hagsmunum þeirra gagnvart stjórnvöldum. Aðildarfélögin starfa sjálfstætt í sinni heimabyggð og gefa út hvert sitt félagsskírteini.
FaMos er eitt af aðildarfélögum LEB og er aðildargjaldið nú kr. 600 fyrir hvern félaga. FaMos hefur rétt til að tilnefna tvo fulltrúa til setu á Landsfundi LEB sem haldinn er annað hvort ár, en félög með yfir 500 félagsmenn eiga rétt á einum viðbótarfulltrúa fyrir hverja 500 félaga umfram 500, eða brot út þeirri tölu.
Formannafundur er haldinn það ár sem Landsfundur er ekki. LEB gefur út blaðið Listin að lifa sem sent er til allra félagsmanna. Einnig kemur út afsláttarbók með yfirliti yfir þau fyrirtæki um allt land sem veita öldruðum afslátt. Hvert aðildarfélag sér um að taka saman lista yfir þau fyrirtæki sem gefa eldri borgurum afslátt
í þeirra heimabyggð.
Hægt er að nálgast Afsláttarbókina á skrifstofu FaMos en hana er einnig að finna á heimasíðu LEB sem er leb.is en fróðlegt er að kíkja inn á síðuna.
Gjaldskrá, reglur og samþykktir varðandi þjónustu fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ
Upplýsingar þessar má einnig finna á vefsíðu Mosfellsbæjar.
Gjaldskrá | Reglur og samþykktir |
---|---|
x
x
|