Við erum hér fyrir þig

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, FaMos, var stofnað 1. október 2002.

Í lögum FaMos segir meðal annars:
Rétt á inngöngu eiga allir þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra. Efla þátttöku aldraðra í starfi og tómstundum. Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hlutlaust í afstöðu til trúmála.

Aðalstjórn
Fimm manna aðalstjórn er kosin til tveggja ára og tveggja manna varastjórn er kosin til eins árs. Fjögurra ára tímamörk eru á stjórnarsetu en formaður getur setið í fjögur ár til viðbótar, samtals átta ár.

Félagsgjöld og afsláttur
Árgjald er kr 3.250 (frítt fyrir 85 ára og eldri) og eru breytingar á gjaldi ákveðnar á aðalfundi.
Gefin eru út félagsskírteini sem gefa félögum kost á verulegum afslætti hjá mörgum verslunum og stofnunum um allt land sbr. afsláttarbók sem Landssamband eldri borgara, LEB, gefur út. Afsláttabókina má nálgast á vefsíðu LEB.

Skrifstofa félagsins að Eirhömrum er opin alla fimmtudaga milli kl. 15:00 – 16:00
Stjórnarmenn skiptast á um að vera til viðtals fyrir félaga. Elva Björg Pálsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Mosfellsbæ er ætíð tilbúin að senda stjórnarmönnum FaMos skilaboð.

Félagið

Félag aldraðra í Mosfellsbæ
Eirhömrum / Hlaðhömrum 2
270 Mosfellsbæ

Formaður FaMos
Jónas Sigurðsson
famos@famos.is
GSM: 666 1040

Skrifstofutími
Fimmtudaga milli 15:00 – 16:00

Árlegt félagsgjald
Árgjald er kr 3.250 (frítt fyrir 85 ára og eldri).

Stjórn og nefndir

Stjórn FaMos og nefndarmeðlimir frá síðasta aðalfundi þann 28. febrúar 2022

NafnTitillSímiGsm
Jónas SigurðssonFormaður566 7422666 1040
Jóhanna B. MagnúsdóttirVaraformaður899 0378
Þorsteinn BirgissonGjaldkeri567 3813898 8578
Kristbjörg SteingrímsdóttirRitari557 7101898 3947
Guðrún K. HafsteinsdóttirMeðstjórnandi567 5328892 9112
Ásthildur ÞorsteinsdóttirVaramaður
NafnTitill
Benedikt SteingrímssonFormaður
Bjarney Einarsdóttir
Elías Árnason
Helgi R. Einarsson
Hjördís Sigurðardóttir
NafnTitill
Anna Jóna Pálmadóttir
Guðrún K. Hafsteinsdóttir
NafnTitill
Ólöf ÖrnólfsdóttirFormaður
Sigrún Kröyer
Hafdís R. Pétursdóttir
Ursula Jünemann
NafnTitill
Snjólaug Sigurðardóttir
Jóhanna B. Magnúsdóttir
NafnTitill
Karl E. LoftssonStjórnandi
Bernhard Linn

Fróðleikur

Hagnýtar upplýsingar fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ