Ferðanefnd
Ferðanefndin skipuleggur 2 – 3 ferðir á ári sem samanstanda af utanlandsferð, vorferð og haustferð. Nefndin vinnur í samvinnu við félagsstarf Mosfellsbæjar og auglýsir ferðir þegar undirbúningur hefst.
Ferðir
Hér má finna upplýsingar um fyrri ferðir og þær sem framundan eru hjá ferðanefnd FaMos.
Sumarferð FaMos miðvikudaginn 5. júní 2024
Sumarferð FaMos verður farin miðvikudaginn 5. júní. Með okkur verður hinn frábæri fararstjóri Valdimar Bragason frá Selfossi. Brottför kl. 8:00 frá fjölbrautaskólanum í Mosó, Bjarkarholti. Vinsamlegast mætið tímanlega.
FaMos ferð til Portoroz 5. – 12. september 2024 – Verð og leiðarlýsing
Ferðin er 7 nætur / 8 dagar þar sem gist verður á 4* hótelinu Hotel Riviera í Portoroz í 6 nætur, en þess má geta að nýlega er búið að endurgera móttökuna og herbergi og því allt mjög nýlegt og huggulegt.
Vorferð FaMos
Vorferð FaMos var farin miðvikudaginn 7. juni í blíðskapar veðri. Friðheimar í Reykholti, Bláskógarbyggð voru heimsóttir, starfsemin skoðuð í fylgd Knúts staðarhaldara og hádegisverður snæddur.
Sumarferð FaMos
Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig í sumarferð FaMos sem verður miðvikudaginn 7. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Með okkur verður inn frábæri fararstjóri Valdimar Bragason frá Selfossi. Brottför 9:30 frá fjölbrautarskólanum í Mosó, Bjarkarholti. Rútan kemur kl. 9:00.
Menningarferð á Kjarvalsstaði 17. maí
Menningarhópurinn Mosó+ nýstofnaði ætlar að fara sína fyrstu heimókn á Kjarvalsstaði 17.maí. Lagt verður af stað frá bílaplaninu á móti bæjarleikhúsinu kl. 13:00.
Dagsferð eldri borgara um Reykjanesskaga
Dagsferð eldri borgara í Mosfellsbæ um Reykjanesskaga verður miðvikudaginn 15. september 2021.
Ferðin er undirbúin í samvinnu Vorboða, FaMos og félagsstarfs eldri borgara. Myndir úr ferðinni má finna inni á myndasafni FaMos.