Félagsstarf

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum. Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.

Stefnt er að því að auka fjölbreytni bæði í námskeiðahaldi og hópastarfi, þannig að sem flestir geti fundið eitthvað áhugavert og við sitt hæfi. Því til viðbótar vinnur Félagsstarf aldraðra að því að þróa samvinnu við skólana og stuðla að meiri samskiptum milli kynslóða.

Íþróttanefnd FaMos

Við stundum ýmsar greinar hreyfilistarinnar, vatnsleikfimi, boccia, ringó, pútt, leikfimi og gönguferðir.  Við höfum unnið til verðlauna á mótum eldri borgara sem er hvatning og gleði í hugum okkar. Stefnt er að skáktímum og stólajóga í janúar.

Við hvetjum FaMos félaga til að koma með okkur í hreyfilistina og vinsamlegast nefnið fleiri greinar sem gætu verið áhugaverðar.

Þessar myndir segja aðeins frá starfi okkar sem við erum afar stolt af, en fleiri myndir og video má finna inni á myndasafni FaMos.Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

Gullverðlaun fyrir Ringó á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði árið 2017

Dagskrá íþróttanefndar FaMos vorönn 2023

Hugur og Heilsa leikfimi úti og inni í íþróttahúsinu að Varmá
12 vikna námskeið 3 sinnum í viku hefst 9. janúar 2023.
Verð fyrir tímabilið er kr. 15.000.
Skráning hefst 3. janúar í síma: 895 4656 og 845 7490 frá kl. 10 til 12.
Þeir sem hafa þegar skráð sig þurfa ekki að panta tíma.

Vatnsleikfimi byrjar 16. jan. í Lágafellslaug
mánudaga kl. 14.05 þriðjudaga 13.55 fimmtudaga 13.25
Það þarf að skrá sig í vatnsleikfimina og hefst skráning þriðjudaginn 10. jan. frá kl. 11.00 til 13.00 í síma 895 9610.  Verð fyrir tímabilið er 4.500 og greiðist með peningum í fyrsta tíma.

Ringó byrjar  9. jan. í íþróttahúsinu Varmá
þriðjudaga kl. 12.10  og  fimmtudaga kl. 11.30

Boccia byrjar 18. janúar í íþróttahúsinu Varmá
miðvikudaga kl. 12.00

Pútt æfingar byrja 9. jan.
mánudaga  kl. 11.00 í Golfskálanum, neðri hæð.

Gönguferðir alla miðvikudaga kl. 13.00 frá Fellinu við Varmá.
Íþróttanefnd FaMos.

Vatnsleikfimi

Boccia

Ringó

Ferðanefnd

Ferðanefndin skipuleggur 2 -3 ferðir á ári sem samanstanda af utanlandsferð, vorferð og haustferð

Ferðanefnd FaMos

Nefndin vinnur í samvinnu við félagsstarf Mosfellsbæjar og auglýsir ferðir þegar undirbúningur hefst.

Sumarið 2019 var farið í eftirminnilega ferð til Færeyja.

Leikfimi eldri borgara

Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri fer fram í World Class í Lágafellslaug

Leikfiminámskeið í Lágafellslaug

Haustið 2018 var hleypt af stokkunum tilraunaverkefni sem byggir á samstarfi FaMos, Mosfellsbæjar og World Class. Um er að ræða leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri sem fram fer í World Class í Lágafellslaug.

Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu og er þetta verkefni einn liður í því. Það eru þær Halla Karen Kristjánsdóttir og Sigrún Björg Ingvadóttir sem kenna á námskeiðinu.

Það vill enginn missa af tíma
„Þetta er nú með því skemmtilegra sem við höfum gert. Hóparnir eru frábærir og við erum með fjölbreytta og skemmtilega tíma,“ segir Halla Karen. Við sjáum og fólkið finnur mikin mun á sér á þessum vikum sem liðnar eru frá því við byrjuðum. Ekki bara í styrkleika því við erum að líka að efla þolið, liðleika og jafnvægi. Það eru 20 manns í hvorum hóp og það má eiginlega segja að það sé alltaf toppmæting, það vill engin missa af tíma.“

Æfingar fara fram tvisvar í viku, klukkutíma í senn.

Lesa frétt á Mosfelling.is

„Þetta hefur gengið glimrandi vel og við finnum fyrir mikilli ánægu og sjáum þvílíkar framfarir. Við kynnum þau líka fyrir tækjasalnum og hraðbrautinni og hvetjum þau til að koma í ræktina oftar en þessa tvo tíma í viku. Það er alltaf glens og gaman hjá okkur í tímunum en alltaf tekið vel á því. Svo eru margir sem notfæra sér sundlaugina og pottana eftir æfingar,“ segir Sigrún Björg.

Áframhaldandi verkefni
„Það er nú þegar búið að taka ákvöruðun um bjóða upp á áframhaldandi 12 vikna námskeið eftir áramót. Við verðum með tvo framhaldshópa og einn byrjendahóp. Svo tökum við stöðuna í framhaldinu hvernig fyrirkomulagið verður.
Það er líka verið að skoða frekara samstarf við t.d. Heilsugæsluna. En það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem verður í boði áfram fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ,“ segja þær Halla Karen og Sigrún að lokum.

Vorboðar

Vorboðar er kór eldri borgara í Mosfellsbæ

Um Vorboða

Vorboðar er blandaður kór og eru kórfélagar um 50 manns. Stjórnandi kórsins er Hrönn Helgadóttir og undirleik annast Helgi Hannesson.

Kórinn starfar sjálfstætt með styrk frá Mosfellsbæ og eftir að félag aldraðra í Mosfellsbæ var stofnað hefur kórinn starfað með góðum stuðningi félagsins.

Stjórn kórsins skipa

  • Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður, sími 899-0378
  • Elísabet Kristjánsdóttir, varaformaður, sími 696-8367
  • Þrúður Helgadóttir, gjaldkeri, sími 694-9244
  • Kristín Sæunnar Sigurðardóttir varagjaldkeri, S. 861 2555
  • Kristbjörg Steingrímsdóttir, ritari, sími 898-3947
  • Andrés Arnalds vararitari, S. 892 1349
  • Hildigunnur Davíðsdóttir, meðstjórnandi, sími 846-7461

Tilgangur Vorboða er að æfa söng og efla menningar og félagstarf eldri borgara, félagar í kórnum geta allir orðið sem söngstjóri telur til þess hæfa.
Kórinn var stofnaður árið 1990.

Æfingar kórsins eru í Safnaðarheimili Lágafellssóknar á mánudögum frá 13:45 – 15:00.

Afhending sögusafns til Skjalasafns Mosfellsbæjar

Þann 14. nóvember 2018 afhentu Vorboðar sögusafn sitt til Skjalasafns Mosfellsbæjar með smá athöfn á bókasafninu í Kjarna og það var Birna Sigurðardóttir, skjalavörður, sem veitti safninu viðtöku.

Kolbrún Jónsdóttir, söguritari Vorboða, afhenti safnið og sagði frá hvernig svona sögusafn verður til. Kolbrún hefur starfað með kórnum í 10 ár og hefur af miklum dugnaði skráð söguna frá upphafi en kórinn er stofnaður 1989.  Nokkrir eldri kórfélagar, sem voru  í forsvari áður en Kolbrún byrjaði, gátu veitt ýmsar upplýsingar og áttu muni frá fyrri tíð sem komu að góðu gagni við þá miklu vinnu sem liggur að baki svona sögusafni.

Skjalasafn Mosfellsbæjar er í kjallaranum í Kjarna og er opið á sama tíma og bókasafnið, þar er sögusafnið til sýnis fyrir þá sem áhuga hafa á því að kynna sér starf kórsins frá upphafi.

Gaman saman

Samstarf eldri borgara og ungmenna í Mosfellsbæ

Samstarfsverkefni FaMos, Vorboða og félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ

Á vordögum 2012 boðaði menningarmálanefnd Mosfellsbæjar til fundar og tilefnið var að veita stjórn FaMos viðurkenningu fyrir jafnréttismál.

Á fundinum var m.a. rætt um hvað ungir og aldnir gætu gert sé til gagns og gamans saman og var fundargestum skipt upp í hópa sem áttu síðan að gera grein fyrir helstu niðurstöðum og kom margt áhugavert  til umræðu.

Í hópnum, þar sem undirrituð lenti, var m.a. Elva Björg Pálsdóttir, forstöðumaður félagsstarf aldraðra á Eirhömrum, og þar sem ég var fulltrúi Vorboða kórs eldri borgara í Mosfellsbæ var söngur mér efst í huga.  Úr varð að við Elva og þáverandi formaður FaMos, Ragnheiður Stephensen,  ákváðum að efna til viðburðar þar sem boðnir væru aldraðir íbúar Mosfellsbæjar, Eirhamra og  Hamra svo og leikskólabörn, og hlaut viðburður þessi nafnið Gaman saman.

Síðan þessi fundur var haldin eru liðin 7 ár og Gaman saman hefur vaxið og dafnað, allir leikskólar bæjarins hafa tekið þátt svo og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Skólakór Varmárskóla og Listaskóli Mosfellsbæjar ásamt fleiri gestum. Fljótlega kom til sögunnar Páll Helgason heitinn, sem annaðist undirleik á píanó, en síðastliðin ár hefur Helgi R. Einarsson annast undirleik á gitar en hann fer í alla leikskóla bæjarins og lætur börnin syngja svo að þau koma vel undirbúin til leiks.

Gaman saman er samstarfverkefni FaMos, Vorboða og félagsstarfsins og hafa margir komið þar að til aðstoðar á einn eða annan hátt en hitan og þungan hafa samt borið undirrituð, Bjarney Einarsdóttir og Guðríður Pálsdóttir.

Samantekt: Úlfhildur Geirsdóttir

Frá og með hausti 2019 er Gaman saman í umsjá félagsstarfsins að Eirhömrum.