Vorboðar – kór eldri borgara í Mosfellsbæ

Vorboðar eru blandaður kór og nú á haustönn 2023 eru kórfélagar 67. Stjórnandi kórsins er Hrönn Helgadóttir og Helgi Hannesson annast undirleik við sérstök tækifæri.

Tilgangur Vorboða er að æfa söng og efla menningar- og félagsstarf eldri borgara.

Kórinn starfar sjálfstætt með styrk frá Mosfellsbæ og með góðum stuðningi FaMos. Kórinn fær frían aðgang að Safnaðarheimili Lágafellssóknar til söngæfinga.

Vorboðar taka þátt í fimm kóra samstarfi sem felst í því að halda kóramót á vorin, til skiptis í bæjarfélögum kóranna. Kórinn var stofnaður árið 1990.

Stjórn kórsins skipa

  • Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður, sími 899 0378
  • Oddur Garðarsson, varaformaður, sími 862 7832
  • Kristín Sæunnar Sigurðurdóttir, gjaldkeri, sími 861 2555
  • Hildigunnur Davíðsdóttir, varagjaldkeri, sími 846 7461
  • Gréta Freydís Kaldalóns, ritari, sími 689 4844
  • Andrés Arnalds, vararitari, sími 892 1349
  • Kristbjörg Steingrímsdóttir, meðstjórnandi, sími 898 3947