Fréttir

Fréttir2023-12-15T12:19:29+00:00

Fréttasafn

Línu dans í Hlégarði – Allir velkomnir!

7. apríl 2024|Fréttir|

Fræðslufundur í Hlégarði 24. apríl kl. 17:00. Frummælendur eru Jón Snædal öldrunarlæknir sem fjallar um heilabilun sem hægt er að koma fyrir, Guðmundur Gaukur Vigfússon um mikilvægi næringar og Jórunn Edda Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri hjá Heilsugæslu Mosfellsbæjar sem kynnir heilsuvernd aldraðra.

Pútt æfingar

11. mars 2024|Fréttir|

Á mánudögum kl. 11:00 og á fimmtudögum kl. 10:00 á neðri hæð í Golfskálanum. Frítt fyrir alla meðlimi Félags eldri borgara í Mosfellsbæ.

Afhending félagsskírteina FaMos 2024

4. janúar 2024|Fréttir|

Afhending félagsskírteina til þeirra sem hafa greitt félagsgjaldið hefst á Opnu húsi FaMos í Hlégarði mánudaginn 8. janúar n.k. kl. 19:00. Krafa hefur verið send í heimabanka félagsmanna vegna félagsgjalda fyrir árið 2024.

Bókakynning í Hlégarði 5. des kl. 13:30

28. nóvember 2023|Fréttir|

Sigurður Friðriksson - öðru nafni Diddi Frissa - er þjóðsagnapersóna suður með sjó. Hann ólst upp við hermang og amerískar drossíur í Sandgerði og lét við það sitja að læra margföldurnartöfluna í skóla. Um ævintýri Didda má lesa í stórskemmtilegri bók þar sem Diddi segir sögur af ævintýralegu lífi sínu og samferðarmenn segja sögur af honum sjálfum.

Fræðslunefnd FaMos – Þátttaka í spjallhóp

28. nóvember 2023|Fréttir|

Markmiðið er að fá eldri borgara sem vilja rjúfa félagslega einangrun til að taka þátt í spjallhóp. Hugmyndin er að hópurinn hittist vikulega í fimm skipti. Með þátttöku í slíkum hóp gefst tækifæri til að hitta fólk í svipuðum aðstæðum og spjalla saman með það að markmið að styrkja sig félagslega.

Námskeið í tálgun og útskurði – Karlar í skúrum

17. október 2023|Fréttir|

Karlar í skúrum Mosfellsbæ: Námskeið í útskurði - Námskeið í tálgun. Kennt einu sinni í viku á miðvikudögum frá 17:00 til 20:00 í fjórar vikur, alls 12 kennslustundir. Væntanlega verða síðan haldin framhaldsnámskeið. Námskeiðsgjald er kr. 15.000,- og er efni og lán á verkfærum innifalið. Námskeiðin hefjast miðvikudaginn 25.október. Konur eru velkomnar á námskeiðið.

Opið hús í Hlégarði 9. október kl. 20

3. október 2023|Fréttir|

Fyrsta Opna hús / menningarkvöld vetrarins verður í Hlégarði mánudaginn 9. október kl. 20:00. Þar  mun H&M dúettinn (Heiða og Matthías) flytja þessi gömlu góðu og hvetja okkur til að taka vel undir þegar við á. Í lokin verða flutt nokkur danslög fyrir þá sem vilja taka nokkur lauflétt spor. 

Pútt æfingar

2. október 2023|Fréttir|

Fyrir alla meðlimi Félags eldri borgara í Mosfellsbæ þeim að kostnaðarlausu. Á mánudögum kl. 11 í Golfskálanum, neðri hæð. Æðarhöfða 35, Mosfellsbæ.

Félagsvist

14. ágúst 2023|Fréttir|

Alla föstudaga kl. 13:00 í borðsal Eirhamra, Hlaðhömrum 2. Aðgangseyrir kr. 300 sem fer upp í verðlaun 🙂

Leikfimi hefst 31. ágúst

14. ágúst 2023|Fréttir|

Leikfimin á Eirhömrum hjá sjúkraþjálfaranum Karin Mattson er alla fimmtudaga í íþróttasalnum Hlaðhömrum 2. Leikfimin er gjaldfráls og liður í heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ og er gjaldfrjáls, ekki þarf að skrá sig 🙂

Bilun á vefsvæði

9. ágúst 2023|Fréttir|

Framundan er enn eitt skemmtilegt starfsár hjá FaMos fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. Áhugasamir geta skráð sig í félagið á vefsvæði félagsins undir Skráning í FaMos.

Frá miðjum júlí og til 9. ágúst 2023 kom upp bilun á vefsvæði félagsins og fóru skráningar ekki í gegn og bárust því ekki til formanns til úrvinnslu. Ef einhverjir hafa skráð sig á vefnum á því tímabili þá biðjum við viðkomandi um að senda aftur inn sína skráningu. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Vorferð FaMos

12. júní 2023|Ferðir, Fréttir|

Vorferð FaMos var farin miðvikudaginn 7. juni í blíðskapar veðri. Friðheimar í Reykholti, Bláskógarbyggð voru heimsóttir, starfsemin skoðuð í fylgd Knúts staðarhaldara og hádegisverður snæddur.

Sumarferð FaMos

30. maí 2023|Ferðir, Fréttir|

Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig í sumarferð FaMos sem verður miðvikudaginn 7. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Með okkur verður inn frábæri fararstjóri Valdimar Bragason frá Selfossi. Brottför 9:30 frá fjölbrautarskólanum í Mosó, Bjarkarholti. Rútan kemur kl. 9:00.

Gönguhópur 60+ færist til kl. 10:30

23. maí 2023|Fréttir|

Nú verður smá breyting á gönguferðum okkar á miðvikudögum. Við ætlum að hittast við Hlégarð kl. 10.30 áfram á miðvikudögum en breyta í morguntíma. Byrjum næsta miðvikudag 24. maí kl. 10.30. Munið.....við HLÉGARÐ 🙂

Sýning á leirmunum 3 – 10. maí

1. maí 2023|Fréttir|

Sýning verður á munum sem gerðir hafa verið í vetur á Leirnámskeiðum hjá Fríðu Sigurðardóttur dagana 3 - 10. maí. Sérstök opnun sýningarinnar verður 3. maí kl. 15. Ævintýralega fallegir munir, sjón er sögu ríkari.

Gaman saman fimmtudaginn 24. mars

20. mars 2023|Fréttir|

Karlmenn í blíðu og stríðu. Birtingarmyndir karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum. Ásdís Egilsdóttir prófessor emeríta í íslenskum bókmenntum heldur erindi fimmtudaginn 24. mars í Safnaðarheimili Lágafellssóknar Þverholti 3.

Páskaskreytingar í mars

17. mars 2023|Fréttir|

Dagana 22, 23 og 27 og 28. mars ætlum við að vera í páskastuði og búa til allskonar skreytingar til að njóta um páskana. Brynja skreytingameistari verður með allskonar sniðugt í pokahorninu. Verið velkomin!

Menningarhópur

17. mars 2023|Fréttir|

Okkur í Félagsstarfi Mosfellsbæjar langar að kanna áhuga á að stofna Menningarhóp fyrir þá sem hafa áhuga á að hittast kannski 1-2 sinnum í mánuði og fara saman á sýningar / söfn / bíó. Eða annað skemmtilegt og menningarlegt.

Fyrirlestur um Ekvador – Ari Trausti

20. febrúar 2023|Fréttir|

Ekvador er eitt af minnstu ríkjum Suður-Ameríku en jafnframt eitt af þeim allra fjölbreyttustu. Ari Trausti segir frá mörgu af því sem fyrir augu ber og bæði samfélags- og náttúrusögu landsins. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Jólakveðja

22. desember 2022|Fréttir|

Kæru FaMos félagar og aðrir Mosfellingar. Sendum ykkur okkar bestu kveðjur um gleðileg jól og farsællt komandi ár með þökk fyrir liðið ár. Stjórn FaMos.

Fræðslufundur um upphaf töku ellilífeyris hjá TR

7. nóvember 2022|Fréttir|

Miðvikudaginn 9. nóvember nk. kl. 16.00 – 17.30 í Hlíðasmára 11, Kópavogi verðum við með opinn fræðslufund fyrir þau sem eru að huga að töku ellilífeyris hjá TR. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem eru að huga að starfslokum. Þar mun starfsfólk TR fara yfir hvernig best er að standa að umsókn til stofnunarinnar um ellilífeyri, hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn, réttindi og upphæðir greiðslna

Af stað, aftur og aftur!

5. október 2022|Fréttir|

Aðilar frá félögunum Landsbyggðin lifi og Norræna félagsins munu kynna frábært samfélagsverkefni sem kallast  „Af stað, aftur og aftur“ fimmtudaginn 13. október  2022 á 3. hæð safnaðarheimilsins Þverholti 3. kl 14:00.

Jólabingó á Barion

17. desember 2021|Fréttir|

Vel heppnað jólabingó á Barion að baki (14.12.) og Hilmar gestabingóstjóri í góðum gír og Elías sá um að allt færi vel fram.
Mjög góð mæting var á bingóið og 14 umferðir spilaðar og það mátti heyra saumnál detta þegar spilað var um jólakalkúninn.

Íþróttanefnd FaMos – Jólaleyfi

3. desember 2021|Fréttir|

Auglýsing frá íþróttanefnd FaMos um jólaleyfi 2021
Boccia: síðasti tími er 8. des.
Ringó: síðasti tími er 9. des.
Vatnsleikfimi: síðasti tími er 10.des.
Gönguhópur: síðasti tími er 15. des.

Þökkum góða þátttöku í vetur og vonandi verðum við jafn dugleg að hreyfa okkur á nýja árinu.
Með tíma eftir áramót verður auglýst strax í janúar.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
f.h. íþróttanefndar
Ólöf Örnólfsdóttir

Viltu láta gott af þér leiða?

1. desember 2021|Fréttir|

Vegna ýmissa ástæðna þá hafa félagsleg tengsl fólks minnkað og einmanaleiki í samfélaginu aukist ár frá ári. Það var árið 2016 sem Rauði krossinn hrinnti af stað verkefninu Símavinir í þeim tilgangi að minnka einmanaleika og til að efla félagsleg tengsl þeirra sem þess þurfa. Verkefnið snýst um að sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska og er vinaspjall í allt að hálftíma í senn, einu sinni eða tvisvar í viku á tíma sem báðum aðilum hentar.

Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.

Dagskrá íþróttanefndar FaMos 2021 – 2022

6. september 2021|Fréttir|

Dagskrá íþróttanefndar FaMos fyrir veturinn 2021 - 2022 liggur nú fyrir. Boðið verður upp á vatnsleikfimi, ringó, boccia, gönguferðir, púttæfingar og göngubraut.
Nýjir félagar velkomnir, endilega verið með og finnið eitthvað við ykkar hæfi.

Leikfimi fyrir eldri borgara

19. ágúst 2021|Fréttir|

Byrjar fimmtudaginn 19. ágúst.
Kennari er Karin Mattsson og skipt verður í tvo hópa.
Hópur 1 kl. 10:45 og áhersla lögð á aðeins léttari leikfimi, hentar vel veikburða fólki og fólki með grindur.
Hópur 2 kl. 11:15, almenn leikfimi fyrir þá sem eru í ágætis formi.

Opinn kynningarfundur – Hagir og líðan aldraðra

6. apríl 2021|Fréttir|

Félagsmálaráðuneytið, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og LEB – Landssamband eldri borgara fengu Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að gera fyrir sig könnun á högum og líðan aldraðra á Íslandi 2020. Rafræn kynning á niðurstöðum könnunarinnar verður haldin 7. apríl nk. kl. 13.

Kosningar 2021 – Málefni eldri borgara LEB

29. mars 2021|Fréttir|

Komið þið sæl,
Undanfarið hefur hópur á vegum Landssambands eldri borgara rætt hvernig við getum haft áhrif á að okkar málefni fái eðlilegan hljómgrunn í næstu alþingiskosningum. Send var út áskorun um að eldri borgarar gæfu kost á sér ofarlega á framboðslistum. Það hefur þegar vakið nokkur viðbrögð. Nú hafa verið sett fram áhersluatriði fyrir kosningarnar. Við vonumst til að þið ræðið þessi atriði við frambjóðendur fram að kosningum.
Bestu kveðjur,
Ingólfur Hrólfsson, formaður FaMos

Íþróttastarf sett á ís

25. mars 2021|Fréttir|

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða fellur öll starfsemi á vegum íþróttanefndar FaMos niður næstu þrjár vikur. Um er að ræða vatnsleikfimi, ringó, boccia, dansleikfimi, línudans, púttæfingar og leikfimiæfingar í World Class. Nánar verður greint frá framhaldinu þegar þar að kemur.

Karlar í skúrum Mosfellsbæ

26. febrúar 2021|Fréttir|

Fjölmennt var 24. febrúar sl. á útskurðar- og tálgunarkynningu. Félagar sýndu listaverk sín og verkfæri. Síðan var ákveðið að vera með útskurð og tálgun á fimmtudögum kl. 13-16, byrjar 4. mars, engin skráning bara mæta.

Leikfimi í World Class

22. febrúar 2021|Fréttir|

Elsku gleðisprengjur! Nýliðar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 09:30. Framhaldstímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 09:30, 10:30 og 11:30.

Göngugarpar í Mosfellsbæ – FUNDUR

12. febrúar 2021|Fréttir|

Nú ætlum við að blása til fundar kl 13:00 miðvikudaginn 17.feb í FELLINU Varmá og reyna að fara skipuleggja aftur reglulegar göngur. Nú þar sem Covid hefur minnkað finnst okkur mikilvægt að reyna að koma þessu aftur í fast horf og viljum við því fá ykkur á staðinn til að ræða málin.

Karlar í Skúrum

30. janúar 2021|Fréttir|

Þann 17. september sl. heimsótti formaður FaMos ásamt fleiri stjórnarmönnum ofannefnda karla. Gestir komu færandi hendi, þ.e. höfðu meðferðis nýja kaffivél ásamt tilheyrandi borðbúnaði.

Velkomin að Varmá

25. janúar 2021|Fréttir|

Fjölnota íþróttahúsið okkar stendur öllum bæjarbúum opið til göngu og léttrar hreyfingar alla virka daga frá kl. 08:00 - 14:00. Við hvetjum alla Mosfellinga, unga sem aldna, til að nýta sér aðstöðuna sér til heilsubótar.

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB

13. janúar 2021|Fréttir|

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef FaMos undir flipanum skjalasafn.
Bæklingarnir eru fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar. Android er í nánast öllum tölvum sem ekki eru af Ipad gerð.

Vatnsleikfimi

17. janúar 2020|Fréttir|

Fyrsti tími í vatnsleikfimi 2020 er 13. janúar. Tímar verða eins og fyrir áramót. Mánud. miðvikud. og föstudaga kl.11:20.

Go to Top