Fréttasafn
Bókakynning í Hlégarði 5. des kl. 13:30
Sigurður Friðriksson - öðru nafni Diddi Frissa - er þjóðsagnapersóna suður með sjó. Hann ólst upp við hermang og amerískar drossíur í Sandgerði og lét við það sitja að læra margföldurnartöfluna í skóla. Um ævintýri Didda má lesa í stórskemmtilegri bók þar sem Diddi segir sögur af ævintýralegu lífi sínu og samferðarmenn segja sögur af honum sjálfum.
Bókakynning í Hlégarði 12. des kl. 13:00
Sögufélag Kjalarnesþings og FaMos bjóða á bókakynningu í Hlégarði þriðjudaginn 12. desember kl. 13:00. Tveir höfundar kynna bækur sínar og lesa valda kafla úr þeim. Samræður að loknum upplestri.
Fræðslunefnd FaMos – Þátttaka í spjallhóp
Markmiðið er að fá eldri borgara sem vilja rjúfa félagslega einangrun til að taka þátt í spjallhóp. Hugmyndin er að hópurinn hittist vikulega í fimm skipti. Með þátttöku í slíkum hóp gefst tækifæri til að hitta fólk í svipuðum aðstæðum og spjalla saman með það að markmið að styrkja sig félagslega.
Opið hús / Menningarkvöld – Aðventuhátíð
Opið hús/menningarkvöld verður mánudaginn 11. desember í Hlégarði klukkan 20:00. Vorboðarnir undir stjórn Hrannar Helgadóttur syngja og koma okkur í jólaskap við undirleik Helga Hannessonar.
Karlar í skúrum í Mosfellsbæ – Nýtt námskeið að hefjast
Karlar í skúrum Mosfellsbæ: - Nýtt námskeið hefst miðvikudaginn 22. nóvember. Kennt einu sinni í viku á miðvikudögum frá 17:00 til 20:00 í fjórar vikur, alls 12 kennslustundir. Námskeiðsgjald er kr. 15.000,- og er efni og lán á verkfærum innifalið. Konur eru velkomnar á námskeiðið.
Bankinn Bistro – Hádegisverðartilboð
Bankinn Bistro býður félögum í FAMOS tilboð á hádegismat á milli 11:30 – 14:00 á aðeins 1.990 kr.
Námskeið í tálgun og útskurði – Karlar í skúrum
Karlar í skúrum Mosfellsbæ: Námskeið í útskurði - Námskeið í tálgun. Kennt einu sinni í viku á miðvikudögum frá 17:00 til 20:00 í fjórar vikur, alls 12 kennslustundir. Væntanlega verða síðan haldin framhaldsnámskeið. Námskeiðsgjald er kr. 15.000,- og er efni og lán á verkfærum innifalið. Námskeiðin hefjast miðvikudaginn 25.október. Konur eru velkomnar á námskeiðið.
Opið hús í Hlégarði 9. október kl. 20
Fyrsta Opna hús / menningarkvöld vetrarins verður í Hlégarði mánudaginn 9. október kl. 20:00. Þar mun H&M dúettinn (Heiða og Matthías) flytja þessi gömlu góðu og hvetja okkur til að taka vel undir þegar við á. Í lokin verða flutt nokkur danslög fyrir þá sem vilja taka nokkur lauflétt spor.
Pútt æfingar
Fyrir alla meðlimi Félags eldri borgara í Mosfellsbæ þeim að kostnaðarlausu. Á mánudögum kl. 11 í Golfskálanum, neðri hæð. Æðarhöfða 35, Mosfellsbæ.
Fyrirlestur um heilabilun
Fimmtudaginn 21. september kl. 14-16 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3.
Hittumst í Hlégarði á þriðjudögum 13:00 – 15:00
Allir velkomnir í samveru á öllum aldri, alltaf kaffi á könnunni og góður félagsskapur. Karlar í Skúrum ætla að sýna okkur sitt handverk næsta þriðjudag 19. september :))
Íþróttanefnd FaMos – Dagskrá haustannar 2023
Hugur og Heilsa leikfimi úti og inni í íþróttahúsinu að Varmá fyrir 60+ - Verð fyrir tímabilið er kr. 18.000.- hefst 4.sept.
Félagsvist
Alla föstudaga kl. 13:00 í borðsal Eirhamra, Hlaðhömrum 2. Aðgangseyrir kr. 300 sem fer upp í verðlaun 🙂
Kynning á þjónustu við eldri borgara Mosfellsbæjar
Hlégarður, miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15 - 17. Kynnt verður sú þjónusta sem eldri borgurum stendur til boða í sveitarfélaginu.
Leikfimi hefst 31. ágúst
Leikfimin á Eirhömrum hjá sjúkraþjálfaranum Karin Mattson er alla fimmtudaga í íþróttasalnum Hlaðhömrum 2. Leikfimin er gjaldfráls og liður í heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ og er gjaldfrjáls, ekki þarf að skrá sig 🙂
Bilun á vefsvæði
Framundan er enn eitt skemmtilegt starfsár hjá FaMos fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. Áhugasamir geta skráð sig í félagið á vefsvæði félagsins undir Skráning í FaMos.
Frá miðjum júlí og til 9. ágúst 2023 kom upp bilun á vefsvæði félagsins og fóru skráningar ekki í gegn og bárust því ekki til formanns til úrvinnslu. Ef einhverjir hafa skráð sig á vefnum á því tímabili þá biðjum við viðkomandi um að senda aftur inn sína skráningu. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.
Vorferð FaMos
Vorferð FaMos var farin miðvikudaginn 7. juni í blíðskapar veðri. Friðheimar í Reykholti, Bláskógarbyggð voru heimsóttir, starfsemin skoðuð í fylgd Knúts staðarhaldara og hádegisverður snæddur.
Sumarferð FaMos
Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig í sumarferð FaMos sem verður miðvikudaginn 7. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Með okkur verður inn frábæri fararstjóri Valdimar Bragason frá Selfossi. Brottför 9:30 frá fjölbrautarskólanum í Mosó, Bjarkarholti. Rútan kemur kl. 9:00.
Sumar – útifjör 60+ með Bertu og Höllu Karen
Sumar – Útifjör 60+ með Bertu og Höllu Karen hefst þriðjudaginn 30. maí kl. 09:30 og verður 2x í viku alla þriðjudaga og fimmtudaga. Hvetjum sem flesta sem geta að nýta sér þetta flotta námskeið 😃😃😃😃
Gönguhópur 60+ færist til kl. 10:30
Nú verður smá breyting á gönguferðum okkar á miðvikudögum. Við ætlum að hittast við Hlégarð kl. 10.30 áfram á miðvikudögum en breyta í morguntíma. Byrjum næsta miðvikudag 24. maí kl. 10.30. Munið.....við HLÉGARÐ 🙂
Gaman saman fimmtudaginn 11. maí kl. 13:30
Hjördís Geirsdóttir kemur í heimsókn og syngur og spilar fyrir okkur í salnum Hlaðhömrum 2.
Menningarferð á Kjarvalsstaði 17. maí
Menningarhópurinn Mosó+ nýstofnaði ætlar að fara sína fyrstu heimókn á Kjarvalsstaði 17.maí. Lagt verður af stað frá bílaplaninu á móti bæjarleikhúsinu kl. 13:00.
Sýning á leirmunum 3 – 10. maí
Sýning verður á munum sem gerðir hafa verið í vetur á Leirnámskeiðum hjá Fríðu Sigurðardóttur dagana 3 - 10. maí. Sérstök opnun sýningarinnar verður 3. maí kl. 15. Ævintýralega fallegir munir, sjón er sögu ríkari.
Myndlistarsýning – Opnun 2. maí kl. 15
Sýning nemenda á Listmálunarnámskeiði í félagsstarfi eldri borgara verður opnuð þriðjudaginn 2. maí kl. 15:00. Allir velkomnir.
Gaman saman fimmtudaginn 24. mars
Karlmenn í blíðu og stríðu. Birtingarmyndir karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum. Ásdís Egilsdóttir prófessor emeríta í íslenskum bókmenntum heldur erindi fimmtudaginn 24. mars í Safnaðarheimili Lágafellssóknar Þverholti 3.