Vorboðar
Heim » Um félagsstarfið » Vorboðar
Vorboðar
Kór eldri borgara í Mosfellsbæ
Vorboðar kór eldri borgara í Mosfellsbæ var stofnaður árið 1990. Fyrsti stjórnandi kórsins var Páll Helgason. Hrönn Helgadóttir tók við af honum og Friðrik Vignir Stefánsson tók við keflinu haustið 2024.
Tilgangur Vorboða er að æfa söng og efla menningar- og félagsstarf eldri borgara.
Kórinn starfar sjálfstætt með styrk frá Mosfellsbæ og með góðum stuðningi FaMos. Kórinn fær frían aðgang að Safnaðarheimili Lágafellssóknar til söngæfinga.
Vorboðar taka þátt í samstarfi fimm kóra. Samstarfið felst í því að halda kóramót á vorin, til skiptis í bæjarfélögum kóranna.
FaMos
Vertu með í fjörugu og fjölbreyttu félagsstarfi Félags aldraðra í Mosfellsbæ.
Tölvupóstur
Sjáumst hress!