Fréttir -

Tilkynning til félagsmanna FaMos varðandi félagsskírteini

Tilkynning til félagsmanna FaMos varðandi félagsskírteini

Tilkynning til félagsmanna FaMos um nýtt fyrirkomulag á dreifingu félagsskírteina. Nú í vikunni verða kröfur um greiðslu félagsgjalda sendar í heimabanka félagsmanna FaMos.
Félagar sem verða 85 ára á árinu og eldri eru gjaldfrjálsir hvað félagsgjöld varðar.
 
Nokkrum dögum eftir að greiðsla félagsgjalds berst til FaMos fær viðkomandi sent félagsskírteinið í tölvupósti sem hann svo færir inn í “veskið” (Wallet) í snjallsíma sínum.
 
Leiðbeiningar um það ferli má finna hér á heimasíðu FaMos. Á forsíðu er hnappur merktur “UPPLÝSINGAR”. Þar undir eru nokkrir hnappar m.a. “Leiðbeiningar um rafræn félagsskírteini.” Þar eru upplýsingar um hvernig skírteinin eru sett upp í símana.
 
Þeir félagar sem þurfa aðstoð (og geta ekki fengið hana hjá vinum eða ættingjum) geta komið á skrifstofu FaMos í Brúarlandi fimmtudagana 23.janúar, 30.janúar.eða 6.febr. kl. 15:00 til 16.00.
 
Þeir félagar sem þurfa á því að halda að fá útprentuð félagsskírteini geta komið á skrifstofu FaMos á sömu tímum og hér að ofan er tilgreindur.

Fleiri fréttir

Skrifstofa FaMos – sumaropnun

Skrifstofan verður opin 5. og 12. júní í Brúarlandi milli kl. 15:00 – 16:00. Eftir það er komið sumarfrí. Það má sækja útprentuð félagsskírteini á þeim tíma. Opnum aftur í ágúst.

Nánar »

Vorsýning Brúarlandi – FRESTAÐ

ATH: Sýningunni frestað vegna framkvæmda. Verður í staðin á bæjarhátíð Mosféllsbæjar.
—-
Sýning verður á listaverkum sem gerð hafa verið í vetur á námskeiðum hjá okkur í félagsstarfinu. Leirmunir, glerverk, postulín, perlur, tiffanys, myndlist og fleira.

Nánar »
Scroll to Top