Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig í sumarferð FaMos sem verður miðvikudaginn 7. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Með okkur verður inn frábæri fararstjóri Valdimar Bragason frá Selfossi. Brottför 9:30 frá fjölbrautarskólanum í Mosó, Bjarkarholti. Rútan kemur kl. 9:00.

Keyrt verður frá Mosfellsbæ, Þingvellir, Laugarvatn og nýji vegurinn til Reykholts. Hádegismatur borðaður í Friðheimum eftir smá kynningu á ræktuninni, súpa og meðlæti. Eplapæ í desert.

Keyrt sem leið liggur til Selfoss þar sem Valdimar verður með frábæra leiðsögn um nýja miðbæinn.

Eftir það þá þurfum við hressingu sem verður hjá Almari bakara á Selfossi (nýi salurinn), kaffi og meðlæti.

Heimkoma áætluð í síðasta lagi kl. 18:00.

Meðan á ferðinni stendur verður boðið upp á smá brjóstbirtu og munngát.

Verð 12.500,- / Lagt inn hjá FaMos / kt. 471102-2450 / banki 0315-13-301697.

GLEÐJUMST SAMAN OG HÖFUM GAMAN.