FaMos ferð til Portoroz í september 2024 – Upplýsingar, verð og leiðarlýsing – Skráningu lýkur 4. mars

Ferðin er 7 nætur / 8 dagar þar sem gist verður á 4* hótelinu Hotel Riviera í Portoroz í 6 nætur, en þess má geta að nýlega er búið að endurgera móttökuna og herbergi og því allt mjög nýlegt og huggulegt.

Verð er 299.500 kr. á mann í tvíbýli og  79.200 kr. aukagjald fyrir einbýli
Staðfestingargjald er kr. 50.000 á mann.

Verð ferðarinnar miðast við hámark 48 fullgreiðandi farþega. Lágmarksfjöldi er 38 manns.

Það sem er innifalið í þessu verði er:

 • Flug með Play og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Léttur hádegisverður í Pazin.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Bókun:
Hver og einn farþegi bókar sig þá sjálfur á vefnum og greiðir staðfestingargjald um leið. Farþegar eru þar af leiðandi ábyrgir fyrir sinni bókun, t.d. að nöfn farþega séu skrifuð eins og þau eru í vegabréfi.

Kosturinn við þessa leið er að farþegar geta skráð sig inn þegar að hentar og greitt aukalega inn á ferðina, en ferðin þarf síðan að vera fullgreitt 8 vikum fyrir brottför. Margir farþega okkar greiða svo dæmi sé tekið inn á ferðir mánaðarlega. Þannig dreifist greiðslan án auka kostnaðar.

Við bókun þurfa farþegar að skrá eftirfarandi upplýsingar:

 • Kennitala
 • Fullt nafn (eins og það stendur í vegabréfi)
 • Heimilisfang
 • GSM símanúmer
 • Netfang
 • Hverjir deila herbergi

Hér má sjá hótelið:  https://www.lifeclass.net/en/hotels/hotel-riviera

Hér er ferðalýsingin sem opnast í PDF og hægt að prenta út.

Hér er bókunarhlekkurinn sem hver og einn þarf að opna til að bóka sig beint á netinu í ferðina

 

Vinsamlegast athugið

Staðfestingargjaldið er 50.000 kr. á mann
Ferðin þarf að vera fullgreidd 8 vikum fyrir brottför, en farþegar geta greitt inn á ferðina eins og þeir vilja fram að þeim tíma (án auka kostnaðar ).
Athugið að staðfestingargjald er í öllum tilfellum óafturkræft viku eftir að það hefur verið greitt og er bundið kennitölu farþega. Sjá almenna ferðaskilmála inni á heimasíðu Bændaferða.

Ferðaskilmálar Bændaferða
Hér má kynna sér almenna ferðaskilmála fyrir pakkaferðir https://www.baendaferdir.is/um-baendaferdir/ferdaskilmalar-baendaferda

Tryggingar
Sérhver ferðamaður á að huga vel að ferðatryggingum tímanlega áður en lagt er af stað. Ferða – og forfallatryggingar eru ávallt á ábyrgð sérhvers ferðamanns ekki ferðaskrifstofu. Flestir eru með slíkar tryggingar á kreditkorti sínu, en annars er hagstæðast að bæta ferðatryggingu við heimilistryggingapakka. Almennar ferðatryggingar eru ekki lengur innifaldar í öllum kreditkortum og því nauðsynlegt að sérhver ferðamaður kynni sér hvort og hvers lags tryggingar tengjast hans kreditkorti.