Menningarferð á Kjarvalsstaði 17. maí 2023
Menningarhópurinn Mosó+ nýstofnaði ætlar að fara sína fyrstu heimókn á Kjarvalsstaði 17.maí kl 13:00 n.k frá bílaplaninu á móti bæjarleikhúsinu. Þar ætlum við að skoða æfmælissýningu Kjarvalsstaða og þær sýningar sem eru í boði. Á veitingastaðnum Klömbrum Bistrø er upplagt að njóta útsýnisins og þeirra ljúffengu veitinga sem þar er á boðstólum og fáum við eplaköku og kaffi á 1650- krónur klukkan 15:30.
Aðgangsverð í safnið er 2150- (hægt að kaupa menningarkort sem kostar það sama og gildir út ævina, en þeir sem eiga menningarkort fá frítt inn). Þeir sem hafa áhuga á að koma með og sameinast í bíla hafið samband í síma 6980090/586-8014 eða á elvab@mos.is
Bestu kveðjur frá stjórn Menningarhópsins Mosó+