Vorferð FaMos var farin miðvikudaginn 7. juni í blíðskapar veðri. Friðheimar í Reykholti, Bláskógarbyggð voru heimsóttir, starfsemin skoðuð  í fylgd  Knúts staðarhaldara og hádegisverður snæddur. Ekið var til Selfoss þar sem nýji miðbærin var skoðaður undir leiðsögn Valdimars Bragasonar fararstjóra.

Myndirnar sem fylgja hér með eru teknar af Magnúsi Guðmundssyni og eru af ferðahópnum fyrir utan gamla Mjólkurbúið á Selfossi og af Knúti í Friðheimum.

Ferðin þótti heppnast hið besta.