Heilsa og hugur fyrir 60+
Heilsa og hugur fyrir 60+ er nýtt heilsueflandi verkefni. Kennarar eru Halla Karen Kristjánsdóttir og Berta Þórhallsdóttir.
Heilsa og hugur fyrir 60+ er nýtt heilsueflandi verkefni. Kennarar eru Halla Karen Kristjánsdóttir og Berta Þórhallsdóttir.
Kynningarfundur um allt íþróttastarf fyrir eldri borgara 60+ í Mosfellsbæ verður haldinn í Fellinu við íþróttahúsið Varmá miðvikudaginn 1.sept. kl. 13:00.
Byrjar fimmtudaginn 19. ágúst.
Kennari er Karin Mattsson og skipt verður í tvo hópa.
Hópur 1 kl. 10:45 og áhersla lögð á aðeins léttari leikfimi, hentar vel veikburða fólki og fólki með grindur.
Hópur 2 kl. 11:15, almenn leikfimi fyrir þá sem eru í ágætis formi.
Stjórn FaMos vill vekja athygli á eftirfarandi: VIÐBÓTARSTUÐNINGUR VIÐ ALDRAÐA - ADDITIONAL SUPPORT FOR THE ELDERLY - DODATKOWE WSPARCIE DLA EMERYTÓW
Mosfellsbær býður upp á frítt 8 vikna útinámskeið frá 18. maí-8. júli. Tímarnir verða tvisvar sinnum í viku á þriðjudögum og fimmtudögum.
Tveir hópar verða í boði kl. 9:00-9:50 og 10:00-10:50.
Dansleikfimin verður ekki í maí, byrjar aftur í september. Vatnsleikfimin verður aftur á móti út maí. Síðasti tíminn 28. maí. Kveðja, Ólöf, formaður íþróttanefndar FaMos
Allt íþróttastarf hefst aftur frá og með fimmtudeginum 15. apríl.
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Borgarbyggð dagana 27. – 29. ágúst nk. Áætlað er að dagskrá liggi fyrir eigi síðar en 15. maí.
Félagsmálaráðuneytið, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og LEB – Landssamband eldri borgara fengu Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að gera fyrir sig könnun á högum og líðan aldraðra á Íslandi 2020. Rafræn kynning á niðurstöðum könnunarinnar verður haldin 7. apríl nk. kl. 13.
Komið þið sæl,
Undanfarið hefur hópur á vegum Landssambands eldri borgara rætt hvernig við getum haft áhrif á að okkar málefni fái eðlilegan hljómgrunn í næstu alþingiskosningum. Send var út áskorun um að eldri borgarar gæfu kost á sér ofarlega á framboðslistum. Það hefur þegar vakið nokkur viðbrögð. Nú hafa verið sett fram áhersluatriði fyrir kosningarnar. Við vonumst til að þið ræðið þessi atriði við frambjóðendur fram að kosningum.
Bestu kveðjur,
Ingólfur Hrólfsson, formaður FaMos