Fréttir -

FaMos hlýtur kr. 1.500.000 í styrk

FaMos hlýtur kr. 1.500.000 í styrk

Þann 2. febrúar 2019 fékk FaMos úthlutað styrk úr Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalarnesþings (KKÞ).

Þann 2. febrúar 2019 fékk FaMos úthlutað styrk úr Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalarnesþings (KKÞ). Sjóðurinn var stofnaður eftir félagsslit KKÞ og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir króna. Úthlutunin fór fram í safnaðarheimili Lágafellssóknar og hlaut FaMos kr. 1.500.000 í styrk.

Mættir f.h. FaMos voru Ingólfur Hrólfsson formaður, Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður og Pétur Guðmundsson gjaldkeri.
Nánar í Mosfellingi 21. febrúar 2019,  3. tbl. 18. árg.

Fleiri fréttir

Stjórnarmenn

Félag aldraðra í Mosfellsbæ auglýsir eftir stjórnarmönnum.
FaMos auglýsir eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í stjórn félagsins. Þar er um að ræða embætti formanns og almenna stjórnarmenn. Þau sem hafa áhuga eða vilja kynna sér málið sendi tölvupóst á famos@famos.is.

Stjórnin

Nánar »

Tilkynning frá FaMos

FaMos minnir félaga að greiða félagsgjöldin sem fyrst. Krafa hefur verið send í heimabanka og þegar hún hefur verið greidd er félagskortið sent rafrænt í tölvupósti. Þau sem ekki eru tölvuvön geta fengið félagskortið afhent. Þá er nauðsynlegt að panta það og fá það afhent á skrifstofu FaMos. Ef krafan hefur ekki borist í heimabanka þarf að fara inn á heimasíðuna www.famos.is og skrá sig.
Stjórnin

Nánar »

Myndir frá Opnu húsi í Hlégarði 12. janúar

Fyrsta Opna hús FaMos á þessu ári var haldið í Hlégarði 12. janúar. Hljómsveitin Blær skemmti okkur og spilaði ýmis danslög. Við vorum um 60 í salnum og tók okkar fólk góðan þátt í skemmtuninni á dansgólfinu. Þar sáust margir frábærir dansarar, sem engu spori hafa gleymt frá því í gamla daga.

Nánar »

FRÆÐSLUFUNDUR – Fræðslunefnd FaMos

Yfirskrift: Hvað getum við gert sjálf til að viðhalda góðri heilsu út ævina?
Fyrirlesari: Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi heldur fræðsluerindi fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.
Fundurinn er öllum opinn
Fimmtudaginn 15. janúar 2026 klukkan 16:30.
Staðsetning: Í Hlégarði.

Nánar »
Scroll to Top