Fréttir -

Í þá tíð – 7.nóvember kl. 20 í Eirhömrum

Í þá tíð – 7.nóvember kl. 20 í Eirhömrum

Endurminningarleikhúsið sýnir leiksýninguna Í þá tíð að Eirhömrum í Mosfellsbæ 7. nóvember kl. 20.

Frumsýning hjá Endurminningaleikhúsinu

Sérhver manneskja býr yfir miklum fjársjóði; aragrúa minninga og sagna úr eigin lífi. Endurminningaleikhúsið er sett á laggirnar til að gefa minningum eldri borgara vægi með sviðsetningu þeirra og þannig gefa áhorfendum innsýn í líf þess er minninguna geymir.

Um þessar mundir stendur yfir 6 vikna námskeið í endurminningaleikhúsi með eldri borgurum í Mosfellsbæ. Þetta tilraunaverkefni er unnið í samstarfi við FaMos (Félag aldraðra í Mosfellsbæ) og Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ. Þetta fyrsta verkefni Endurminningaleikhússins er stýrt af Andreu Katrínu Guðmundsdóttur, leikkonu og leikstjóra, en hún hefur sérhæft sig í samfélagsleiklist (e. community theater).

Afrakstur námskeiðsins verður frumsýndur 7. nóvember klukkan 20:00 í samkomusalnum á Eirhömrum í Mosfellsbæ.

Um er að ræða leiksýningu þar sem meðlimir leikhópsins deila endurminningum sínum með áhorfendum í bland við leik, söng og tónlist. Meðlimir úr Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ sér um söng og Hrönn Helgadóttir um píanóundirleik. Hægt er að panta miða á endurminningaleikhus@gmail.com, eða skrá sig fyrir miða hjá Elvu í félagsstarfinu, annað hvort á staðnum eða í síma: 698-0090. Enginn aðgangseyrir er á sýninguna en sætafjöldi er takmarkaður svo mikilvægt er að bóka.

Að sýningu lokinni verður boðið upp á rjúkandi kaffi, piparkökur og konfekt.
Þá má fylgjast með þróun verkefnisins á Facebook, á síðu Endurminningaleikhússins: www.facebook/endurminningaleikhus

Nánari upplýsingar veitir Andrea Katrín í síma 616-7960 eða í tölvupósti á endurminningaleikhus@gmail.com.

Sjá PDF af auglýsingunni

Fleiri fréttir

Jólafrí félagsstarfsins

Við opnum aftur í Brúarlandi mánudaginn 6. janúar 2025 kl. 11:00 og fyrsti hittingur í Hlégarði verður 14. janúar. Hlökkum til að sjá ykkur aftur á nýju ári og við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða.

Nánar »

Innleiðing rafrænna félagsskírteina FaMos

Stjórn félagsins hefur verið að vinna að því að tekin verði upp rafræn félagsskírteini hjá FaMos fyrir árið 2025.

Allir félagsmenn sem hafa snjallsíma fá félagsskírteini sín send í símann nokkrum dögum eftir að viðkomandi hefur greitt félagsgjaldið fyrir árið 2025.

Nánar »

Svipmyndir frá opnu húsi

Menningar og skemmtinefndin hélt
Opið hús, Aðventukvöld, í Hlégarði 9.des. Vorboðarnir undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar skemmtu okkur og fluttu okkur jólasálma og ýmis jólalög við undirleik Helga Hannessonar. Alls voru rúmlega 130 manns í Hlégarði að Vorboðunum meðtöldum og komust allir í jólaskap. Kaffinefndin bar svo fram sitt rómaða kaffihlaðborð.

Nánar »
Scroll to Top