Fréttir -

Fræðslufundur um upphaf töku ellilífeyris hjá TR

Fræðslufundur um upphaf töku ellilífeyris hjá TR

Miðvikudaginn 9. nóvember nk. kl. 16.00 – 17.30 í Hlíðasmára 11, Kópavogi verðum við með opinn fræðslufund fyrir þau sem eru að huga að töku ellilífeyris hjá TR. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem eru að huga að starfslokum. Þar mun starfsfólk TR fara yfir hvernig best er að standa að umsókn til stofnunarinnar um ellilífeyri, hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn, réttindi og upphæðir greiðslna

Fræðslufundur um upphaf töku ellilífeyris hjá TR

Miðvikudaginn 9. nóvember nk. kl. 16.00 – 17.30 í Hlíðasmára 11, Kópavogi verðum við með opinn fræðslufund fyrir þau sem eru að huga að töku ellilífeyris hjá TR. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem eru að huga að starfslokum. Þar mun starfsfólk TR fara yfir hvernig best er að standa að umsókn til stofnunarinnar um ellilífeyri, hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn, réttindi og upphæðir greiðslna. Ráðgert er að hafa fundi af þessum toga reglulega. Þau sem geta ekki komið í Hlíðasmára geta fylgst með í streymi. Skráning hér.

Hér er hlekkur á frétt á vef TR og við höfum einnig kynnt fundinn á fésbókarsíðu TR. Það er von okkar að þátttaka verði góð og vel þegið ef félagið þitt kynni fæðslufundinn innan félagsins.

Breytt meðferð séreignarlífeyris við útreikning á lífeyri TR
Nokkur umræða hefur verið um breytingar sem verða um áramót á útreikningi á ellilífeyri og tekjutryggingu örorkulífeyris frá TR. Við höfum tekið saman nokkur atriði sem skipta máli vegna umsókna til TR.

Breytingin felur í sér að útgreiðsla á skyldubundnum séreignarlífeyri frá lífeyrissjóðum (þ.e. tilgreind séreign, frjáls séreign og bundin séreign) mun framvegis teljast til tekna lífeyrisþega og því lækka greiðslur lífeyris frá almannatryggingum (TR). Ekki verður breyting á meðhöndlun viðbótarlífeyrissparnaðar gagnvart greiðslum frá TR.

Breytingin hefur áhrif á:

  • þau sem sækja um lífeyri eftir 31. desember 2022.
  • greiðslur til þeirra sem hafa greitt skyldubundin iðgjöld í séreignarsjóði (bundna og frjálsa séreign) hjá Almenna lífeyrissjóðnum, Frjálsa lífeyrissjóðnum, Íslenska lífeyrissjóðnum, Lífsverki og Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands.
  • þau sem ráðstöfuðu hluta af sínu skyldubundna iðgjaldi í tilgreinda séreign sem ákveðnir lífeyrissjóðir hafa boðið upp á frá árinu 2016.

Breytingin hefur ekki áhrif á:

  • þau sem eru nú þegar lífeyrisþegar – eða þau sem sækja um lífeyri fyrir áramót.
  • þau sem hafa greitt sín skyldubundnu iðgjöld eingöngu í samtryggingarsjóði eins og t.d. Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóð verslunarmanna eða Gildi.

Hvað þarf að gera?
Mikilvægt er að þau sem hafa ráðstafað skyldubundnu iðgjaldi í séreignarsjóði og hafa ekki hafið töku lífeyris hjá TR kynni sér vel áhrif breytinganna. Það á sérstaklega við um þau sem geta átt rétt á ellilífeyri frá TR fyrir 1. janúar 2023 en til þess að falla undir „gömlu“ regluna þarf umsókn að hafa borist stofnuninni í síðasta lagi 31. desember 2022 og upphaf lífeyristöku að vera á árinu 2022 eða fyrr. Minnt er á að hægt er að hefja töku ellilífeyris allt frá 65 ára aldri.

Breytingarnar eru í samræmi við lög frá júní 2022. Hér er hlekkur á lögin.
Nánari útskýringar og spurt og svarað er að finna hér á tr.is

Með góðum kveðjum
Sigrún Jónsdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs
sigrunjonsdottir@tr.is

Fleiri fréttir

Jólafrí félagsstarfsins

Við opnum aftur í Brúarlandi mánudaginn 6. janúar 2025 kl. 11:00 og fyrsti hittingur í Hlégarði verður 14. janúar. Hlökkum til að sjá ykkur aftur á nýju ári og við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða.

Nánar »

Innleiðing rafrænna félagsskírteina FaMos

Stjórn félagsins hefur verið að vinna að því að tekin verði upp rafræn félagsskírteini hjá FaMos fyrir árið 2025.

Allir félagsmenn sem hafa snjallsíma fá félagsskírteini sín send í símann nokkrum dögum eftir að viðkomandi hefur greitt félagsgjaldið fyrir árið 2025.

Nánar »

Svipmyndir frá opnu húsi

Menningar og skemmtinefndin hélt
Opið hús, Aðventukvöld, í Hlégarði 9.des. Vorboðarnir undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar skemmtu okkur og fluttu okkur jólasálma og ýmis jólalög við undirleik Helga Hannessonar. Alls voru rúmlega 130 manns í Hlégarði að Vorboðunum meðtöldum og komust allir í jólaskap. Kaffinefndin bar svo fram sitt rómaða kaffihlaðborð.

Nánar »
Scroll to Top