Fréttir -

Gott að eldast – ráðgjafaviðtöl

Gott að eldast – ráðgjafaviðtöl

Guðleif Leifsdóttir tengiráðgjafi í verkefninu Gott að eldast verður með fasta viðtalstíma í Brúarlandi á mánudögum kl. 14:00 - 15:00, einstaklingum að kostnaðarlausu.

Boð­ið er upp á ráð­gjöf um far­sæla öldrun, upp­lýs­ing­ar um úr­ræði í nærsam­fé­lag­inu, mik­il­vægi virkni og þátt­töku og mark­miðs­setn­ingu á efri árum. Einn­ig boð­ið upp á fræðslu og ráð­gjöf varð­andi áskor­an­ir sem fylgja hækk­andi aldri, og leið­um til að draga úr ein­mana­leika og ein­angr­un.

Guð­leif er fé­lags­ráð­gjafi og mark­þjálfi, hún hef­ur mar­gra ára reynslu af ráð­gjöf til ein­stak­linga. Hægt er að panta tíma með því að senda tölvu­póst á gudleifl@mos.is eða hringja í síma 525-6700.

Fleiri fréttir

Opið hús / menningarkvöld mánudaginn 8. desember

Opið hús / menningarkvöld verður mánudaginn 8. desember í Hlégarði kl. 20:00. Vorboðarnir syngja, Herdís Þorgeirsdóttir og vinkonur flytja stutt leikrit og kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð. Ókeypis aðgangur fyrir FaMos félaga.

Nánar »

Myndir frá Opnu húsi í Hlégarði 10. nóvember

Annað Opna hús vetrarins var í Hlégarði 10. nóvember. Um 125 manns mættu og skemmtu sér vel. Eftir dagskrána var kaffinefndin að venju með sitt rómaða kaffihlaðborð og var nóg af öllu þrátt fyrir metfjölda eða um 150 manns að Stöllunum meðtöldum.

Nánar »
Scroll to Top