Fréttir -

Gott að eldast – ráðgjafaviðtöl

Gott að eldast – ráðgjafaviðtöl

Guðleif Leifsdóttir tengiráðgjafi í verkefninu Gott að eldast verður með fasta viðtalstíma í Brúarlandi á mánudögum kl. 14:00 - 15:00, einstaklingum að kostnaðarlausu.

Boð­ið er upp á ráð­gjöf um far­sæla öldrun, upp­lýs­ing­ar um úr­ræði í nærsam­fé­lag­inu, mik­il­vægi virkni og þátt­töku og mark­miðs­setn­ingu á efri árum. Einn­ig boð­ið upp á fræðslu og ráð­gjöf varð­andi áskor­an­ir sem fylgja hækk­andi aldri, og leið­um til að draga úr ein­mana­leika og ein­angr­un.

Guð­leif er fé­lags­ráð­gjafi og mark­þjálfi, hún hef­ur mar­gra ára reynslu af ráð­gjöf til ein­stak­linga. Hægt er að panta tíma með því að senda tölvu­póst á gudleifl@mos.is eða hringja í síma 525-6700.

Fleiri fréttir

Basar Hlégarði – Sunnudaginn 16. nóvember

Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfsins í Mosfellsbæ verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember kl. 14:00 – 16:30 í Hlégarði. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Vorboðar syngja og unglingar verða með kaffi og vöfflusölu.

Nánar »

Myndir frá Opnu húsi 13. október

Fyrsta Opna hús vetrarins var í Hlégarði 13. október. Grétar Örvarsson skemmti okkur með dyggri aðstoð saxófónleikarans okkar Hansa Þór Jenssonar. Un hundrað manns mættu og skemmtu sér vel við söng og skemmtisögur Grétars og tókst honum að draga þó nokkra út á dansgólfið. Eftir skemmtunina bar kaffinefndin fram sitt frábæra hlaðborð.

Nánar »
Scroll to Top