Tilkynning til félagsmanna FaMos varðandi félagsskírteini
Tilkynning til félagsmanna FaMos um nýtt fyrirkomulag á dreifingu félagsskírteina. Nú í vikunni verða kröfur um greiðslu félagsgjalda sendar í heimabanka félagsmanna FaMos.
Tilkynning til félagsmanna FaMos um nýtt fyrirkomulag á dreifingu félagsskírteina. Nú í vikunni verða kröfur um greiðslu félagsgjalda sendar í heimabanka félagsmanna FaMos.
Hefst kl. 20. Kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð að venju. Aðgangseyrir er kr. 2.000 (posi verður á staðnum).
Basarhópur Ljósálfa hittist alla þriðjudaga kl. 13:00 í Brúarlandi. Allir velkomnir, bæði karlar jafnt sem konur.
Dagskrá íþróttanefndar FaMos fyrir vorið 2025 er komin út.
Við opnum aftur í Brúarlandi mánudaginn 6. janúar 2025 kl. 11:00 og fyrsti hittingur í Hlégarði verður 14. janúar. Hlökkum til að sjá ykkur aftur á nýju ári og við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða.
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna íþrótta- tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra.