Stormsveitin skemmti okkur frábærlega og flutti fjölbreytta dagskrá með ljúfum lögum allt frá skoskum þjóðlögum, stuðmannalögum og ýmsum öðrum lögum og enduðu með Johnny Cash. Þeir breyttu senunni í setustofu með sjónvarpsarineld í bakgrunni, sem minnti á eldgos, mjög notalegt. Ríflega 70 manns mættu þrátt fyrir handboltalandsleik á sama tíma. Opna húsið endaði svo að venju með hlaðborði Kaffinefndarinnar og fór síðan allir glaðir og mettir til síns heima.
Opið hús / menningarkvöld mánudaginn 8. desember
Opið hús / menningarkvöld verður mánudaginn 8. desember í Hlégarði kl. 20:00. Vorboðarnir syngja, Herdís Þorgeirsdóttir og vinkonur flytja stutt leikrit og kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð. Ókeypis aðgangur fyrir FaMos félaga.