Fréttir -

Myndir frá opnu húsi í Hlégarði 20. janúar

Myndir frá opnu húsi í Hlégarði 20. janúar

Menningar og skemmtinefnd hélt opið hús í Hlégarði 20. janúar þar sem mættu ríflega 70 manns.

Stormsveitin skemmti okkur frábærlega og flutti fjölbreytta dagskrá með ljúfum lögum allt frá skoskum þjóðlögum, stuðmannalögum og ýmsum öðrum lögum og enduðu með Johnny Cash. Þeir breyttu senunni í setustofu með sjónvarpsarineld í bakgrunni, sem minnti á eldgos, mjög notalegt. Ríflega 70 manns mættu þrátt fyrir handboltalandsleik á sama tíma. Opna húsið endaði svo að venju með hlaðborði Kaffinefndarinnar og fór síðan allir glaðir og mettir til síns heima.

Fleiri fréttir

Skrifstofa FaMos – sumaropnun

Skrifstofan verður opin 5. og 12. júní í Brúarlandi milli kl. 15:00 – 16:00. Eftir það er komið sumarfrí. Það má sækja útprentuð félagsskírteini á þeim tíma. Opnum aftur í ágúst.

Nánar »

Vorsýning Brúarlandi – FRESTAÐ

ATH: Sýningunni frestað vegna framkvæmda. Verður í staðin á bæjarhátíð Mosféllsbæjar.
—-
Sýning verður á listaverkum sem gerð hafa verið í vetur á námskeiðum hjá okkur í félagsstarfinu. Leirmunir, glerverk, postulín, perlur, tiffanys, myndlist og fleira.

Nánar »
Scroll to Top