Myndir frá Opnu húsi í Hlégarði 12. janúar
Fyrsta Opna hús FaMos á þessu ári var haldið í Hlégarði 12. janúar. Hljómsveitin Blær skemmti okkur og spilaði ýmis danslög. Við vorum um 60 í salnum og tók okkar fólk góðan þátt í skemmtuninni á dansgólfinu. Þar sáust margir frábærir dansarar, sem engu spori hafa gleymt frá því í gamla daga.