Fræðslufundur Hlégarði 31. janúar kl. 17:00
Halldór S. Guðmundsson, Regína Ásvaldsdóttir og Elva Björg Pálstóttir eru frummælendur. Fundurinn er öllum opinn.
Halldór S. Guðmundsson, Regína Ásvaldsdóttir og Elva Björg Pálstóttir eru frummælendur. Fundurinn er öllum opinn.
Vertu með okkur í Ringó þriðjudaga k. 12:10 og fimmtudaga kl. 11:30. Frábær hreyfing og kostar ekkert að vera með 🙂
Opið er í vinnustofunni frá kl. 11:30 – 15:00. Leiðbeinandi er Guðbjörg Stefánsdóttir. Öll áhöld og efni eru á staðnum og seld gegn vægu gjaldi.
Ef þú hefur gaman af útsaum, bucilla, applekering eða bara hverju sem tengist útsaumi þá vertu velkomin. Alla miðvikudaga frá kl. 12:30.
Dansiball verður haldið í Hlégarði á vegum FaMos og Hlégarðs 17. janúar. Komið og rifjið upp gamla takta og skemmtum okkur saman. Aðgangseyrir kr. 2000.
Fræðslunefnd FaMos býður þér þátttöku í spjallhóp á fimmtödögum kl. 14:30 á Hlaðhömrum 2. Markmiðið er að fá eldri borgara sem vilja rjúfa félagslega einangrun til að taka þátt í spjallhópi. Hugmyndin er að hópurinn hittist vikulega í fimm skipti.
Allir velkomnir í samveru á öllum aldri, alltaf kaffi á könnunni og góður félagsskapur. Hlökkum til að sjá þig!
Þau sem taka til máls eru Halldór S. Guðmundsson, Regína Ásvaldsdóttir og Elva Björg Pálsdóttir.
Afhending félagsskírteina til þeirra sem hafa greitt félagsgsgjöld verður dagana 15. – 18. janúar á þeim stöðum sem hér segir.
Yfirskriftin vísar til kyrrstöðu okkar í lífinu í samanburði við ferðalag sem gæti aukið velsæld okkar og lífsfyllingu.
Afhending félagsskírteina til þeirra sem hafa greitt félagsgsgjöld verður í næstu viku á þeim stöðum sem hér segir.
Afhending félagsskírteina til þeirra sem hafa greitt félagsgjaldið hefst á Opnu húsi FaMos í Hlégarði mánudaginn 8. janúar n.k. kl. 19:00. Krafa hefur verið send í heimabanka félagsmanna vegna félagsgjalda fyrir árið 2024.
[fusion_builder_container type=”flex” hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=””
Dansiball verður haldið í Hlégarði á vegum FaMos og Hlégarðs miðvikudaginn 17. janúar kl. 19:30 – 22:30. Munið að koma á dansskónum 💃
Opið hús mánudaginn 8. janúar í Hlégarði kl. 20:00. Aðgangseyrir kr. 2.000 (ekki posi á staðnum).
[fusion_builder_container type=”flex” hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=””
Sigurður Friðriksson – öðru nafni Diddi Frissa – er þjóðsagnapersóna suður með sjó. Hann ólst upp við hermang og amerískar drossíur í Sandgerði og lét við það sitja að læra margföldurnartöfluna í skóla. Um ævintýri Didda má lesa í stórskemmtilegri bók þar sem Diddi segir sögur af ævintýralegu lífi sínu og samferðarmenn segja sögur af honum sjálfum.
Sögufélag Kjalarnesþings og FaMos bjóða á bókakynningu í Hlégarði þriðjudaginn 12. desember kl. 13:00. Tveir höfundar kynna bækur sínar og lesa valda kafla úr þeim. Samræður að loknum upplestri.
Markmiðið er að fá eldri borgara sem vilja rjúfa félagslega einangrun til að taka þátt í spjallhóp. Hugmyndin er að hópurinn hittist vikulega í fimm skipti. Með þátttöku í slíkum hóp gefst tækifæri til að hitta fólk í svipuðum aðstæðum og spjalla saman með það að markmið að styrkja sig félagslega.
Opið hús/menningarkvöld verður mánudaginn 11. desember í Hlégarði klukkan 20:00. Vorboðarnir undir stjórn Hrannar Helgadóttur syngja
og koma okkur í jólaskap við undirleik Helga Hannessonar.
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna íþrótta- tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra.