Gaman saman 10. nóvember – Elfar Logi
Elfar Logi frá Komedíuleikhúsinu mun sýna glefsur úr Íslendingasögunum í Safnaðarheimili Lágafellssóknar 10. nóvember kl. 14 – 16.
Elfar Logi frá Komedíuleikhúsinu mun sýna glefsur úr Íslendingasögunum í Safnaðarheimili Lágafellssóknar 10. nóvember kl. 14 – 16.
Opið hús/menningarkvöld verður mánudaginn 14. nóvember í Hlégarði klukkan 20:00. Stormsveitin (karlakór) mun skemmta okkur með órafmögnuðum söng og rokki svo undir mun taka í Esjunni.
Safnaðarheimili Lágafellssóknar 27. október frá 14 – 16. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í guðfræði kemur með trékallana sína og segir okkur sögu þeirra.
Aðilar frá félögunum Landsbyggðin lifi og Norræna félagsins munu kynna frábært samfélagsverkefni sem kallast „Af stað, aftur og aftur“ þriðjudaginn 13. október 2022 á 3. hæð safnaðarheimilsins Þverholti 3. kl 14:00.
Aðilar frá félögunum Landsbyggðin lifi og Norræna félagsins munu kynna frábært samfélagsverkefni sem kallast „Af stað, aftur og aftur“ fimmtudaginn 13. október 2022 á 3. hæð safnaðarheimilsins Þverholti 3. kl 14:00.
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 13. október n.k. og er kennt einu sinni í viku í fjórar vikur á fimmtudögum frá 16:00 – 19:00.
Fyrsta Opna húsið / menningarkvöld vetrarins verður í Hlégarði mánudaginn 10. október klukkan 20:00.
Þriðjudaginn 27. september verður kynning á Ringó og Boccia í íþróttahúsinu að Varmá kl. 13:30.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn í Hlégarði 22. september kl. 15 – 17.
Lokins getum við farið að dansa aftur saman með Auði Hörpu! Við byrjum fimmtudaginn 15.september kl 14:40 í sal íþróttahúsins Varmá.
Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir ætlar að vera með skemmtilega fyrirlestur fyrir fólk á besta aldri í sal safnaðarheimilisins 3. hæð Þverholti 3 þann 6. október kl. 14:00.
Vilt þú vera með okkur í hóp að gera fallega muni fyrir basarinn sem verður í nóvember 2022?
Kynning á þjónustu við eldri borgara Mosfellsbæjar verður haldin í Hlégarði miðvikudaginn 7. september kl. 17 – 19.
Fundur í Hlégarði 05. maí kl. 20:00 – 22:00 með fulltrúm framboðanna fyrir komandi bæjastjórnarkosningarnar.
Áhersluatriði eldra fólks í komandi sveitarstjórnarkosningum
Dagskrá íþróttanefndar FaMos vetur/vor 2022 liggur fyrir. Boðið verður upp á vatnsleikfimi, ringó, boccia, gönguferðir, púttæfingar og göngubraut.
Nýjir félagar velkomnir, endilega verið með og finnið eitthvað við ykkar hæfi.
Vel heppnað jólabingó á Barion að baki (14.12.) og Hilmar gestabingóstjóri í góðum gír og Elías sá um að allt færi vel fram.
Mjög góð mæting var á bingóið og 14 umferðir spilaðar og það mátti heyra saumnál detta þegar spilað var um jólakalkúninn.
Auglýsing frá íþróttanefnd FaMos um jólaleyfi 2021
Boccia: síðasti tími er 8. des.
Ringó: síðasti tími er 9. des.
Vatnsleikfimi: síðasti tími er 10.des.
Gönguhópur: síðasti tími er 15. des.
Þökkum góða þátttöku í vetur og vonandi verðum við jafn dugleg að hreyfa okkur á nýja árinu.
Með tíma eftir áramót verður auglýst strax í janúar.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
f.h. íþróttanefndar
Ólöf Örnólfsdóttir
Vegna ýmissa ástæðna þá hafa félagsleg tengsl fólks minnkað og einmanaleiki í samfélaginu aukist ár frá ári. Það var árið 2016 sem Rauði krossinn hrinnti af stað verkefninu Símavinir í þeim tilgangi að minnka einmanaleika og til að efla félagsleg tengsl þeirra sem þess þurfa. Verkefnið snýst um að sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska og er vinaspjall í allt að hálftíma í senn, einu sinni eða tvisvar í viku á tíma sem báðum aðilum hentar.
Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.
Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf – Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum. Áhersluatriði og samanburðartöflur frá landsfundi LEB.
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna íþrótta- tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra.