Fréttir -

Í þá tíð – 7.nóvember kl. 20 í Eirhömrum

Í þá tíð – 7.nóvember kl. 20 í Eirhömrum

Endurminningarleikhúsið sýnir leiksýninguna Í þá tíð að Eirhömrum í Mosfellsbæ 7. nóvember kl. 20.

Frumsýning hjá Endurminningaleikhúsinu

Sérhver manneskja býr yfir miklum fjársjóði; aragrúa minninga og sagna úr eigin lífi. Endurminningaleikhúsið er sett á laggirnar til að gefa minningum eldri borgara vægi með sviðsetningu þeirra og þannig gefa áhorfendum innsýn í líf þess er minninguna geymir.

Um þessar mundir stendur yfir 6 vikna námskeið í endurminningaleikhúsi með eldri borgurum í Mosfellsbæ. Þetta tilraunaverkefni er unnið í samstarfi við FaMos (Félag aldraðra í Mosfellsbæ) og Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ. Þetta fyrsta verkefni Endurminningaleikhússins er stýrt af Andreu Katrínu Guðmundsdóttur, leikkonu og leikstjóra, en hún hefur sérhæft sig í samfélagsleiklist (e. community theater).

Afrakstur námskeiðsins verður frumsýndur 7. nóvember klukkan 20:00 í samkomusalnum á Eirhömrum í Mosfellsbæ.

Um er að ræða leiksýningu þar sem meðlimir leikhópsins deila endurminningum sínum með áhorfendum í bland við leik, söng og tónlist. Meðlimir úr Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ sér um söng og Hrönn Helgadóttir um píanóundirleik. Hægt er að panta miða á endurminningaleikhus@gmail.com, eða skrá sig fyrir miða hjá Elvu í félagsstarfinu, annað hvort á staðnum eða í síma: 698-0090. Enginn aðgangseyrir er á sýninguna en sætafjöldi er takmarkaður svo mikilvægt er að bóka.

Að sýningu lokinni verður boðið upp á rjúkandi kaffi, piparkökur og konfekt.
Þá má fylgjast með þróun verkefnisins á Facebook, á síðu Endurminningaleikhússins: www.facebook/endurminningaleikhus

Nánari upplýsingar veitir Andrea Katrín í síma 616-7960 eða í tölvupósti á endurminningaleikhus@gmail.com.

Sjá PDF af auglýsingunni

Fleiri fréttir

Opið hús / menningarkvöld mánudaginn 8. desember

Opið hús / menningarkvöld verður mánudaginn 8. desember í Hlégarði kl. 20:00. Vorboðarnir syngja, Herdís Þorgeirsdóttir og vinkonur flytja stutt leikrit og kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð. Ókeypis aðgangur fyrir FaMos félaga.

Nánar »

Myndir frá Opnu húsi í Hlégarði 10. nóvember

Annað Opna hús vetrarins var í Hlégarði 10. nóvember. Um 125 manns mættu og skemmtu sér vel. Eftir dagskrána var kaffinefndin að venju með sitt rómaða kaffihlaðborð og var nóg af öllu þrátt fyrir metfjölda eða um 150 manns að Stöllunum meðtöldum.

Nánar »
Scroll to Top