LANDSMÓT UMFÍ 50+ Í NESKAUPSTAÐ
Ertu farin að telja niður dagana fram að Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað?
Nú er heldur betur farið að styttast í það.
Mótið fer fram dagana 28.-30. júní 2019.
Það er blanda af íþróttakeppni og annarri hreyfingu. Markmið mótsins er að fá fólk á besta aldri í heimi til að hafa gaman saman og njóta þess að taka þátt í heilbrigðri og skemmtilegri hreyfingu.
Mótið hefur farið fram á hverju ári síðan árið 2011 og er öllum opið sem verða fimmtugir á árinu og þeim sem eldri eru.
Allir geta tekið þátt og er engin krafa um að vera skráður í íþrótta- eða ungmennafélag.
ÍÞRÓTTIR Á DAGINN OG SKEMMTUN Á KVÖLDIN
Í boði er keppni í frjálsum íþróttum, boccía, ringó, golfi, bridds, frisbígolfi, pílukasti, línudansi, lomber, strandblaki, sundi, pönnukökubakstri, pútti, skák og stígvélakasti. Garðahlaup er á meðal þeirra greina sem 18 ára og eldri geta líka tekið þátt í.
Alla dagana verða íþróttir í aðalhlutverki. Á laugardagskvöldinu verður svo skemmtikvöld og hátíðarkvöldverður. Veislunni stýrir enginn annar en Jens Garðar Helgason. Danshljómsveit Guðmundar R. Gíslasonar leikur fyrir dansi.
Aðeins kostar 4.900 krónur að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað og er fyrir það eina verð sem fyrr hægt að skrá sig í eins margar greinar og viðkomandi hefur áhuga á.
Miði á skemmtikvöldið og hátíðarkvöldverðinn kostar 5.200 krónur.
Ertu búin/n að skoða dagskránna á Landsmóti UMFÍ 50+?
DAGSKRÁ LANDSMÓTS UMFÍ 50+ Í NESKAUPSTAÐ
Sjáumst hress á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað!
Með kærri kveðju frá UMFÍ