Fréttir -

Minningar upp á svið

Minningar upp á svið

Viltu fá tækifæri til að taka þátt í nýsköpun í félagsstarfi eldri borgara í Mosfellsbæ?

Viltu fá tækifæri til að taka þátt í nýsköpun í félagsstarfi eldri borgara í Mosfellsbæ?

Andrea Katrín Guðmundsdóttir, leikkona og leikstjóri mun í október og nóvember standa fyrir námskeiði, í samvinnu við Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ og FaMos, í endurminningaleikhúsi.

Helstu upplýsingar:
Staður – Íþróttasalurinn Eirhömrum
Stund – Miðvikudagar og föstudagar kl. 13 – 14.20 (8 skipti auk lokaæfingar). Námskeiðið byrjar 2. október. Ekkert þátttökugjald er fyrir námskeiðið. 

Á námskeiðinu munu þátttakendur rifja upp gamlar minningar með því að spjalla saman, hlusta á tónlist, gera leiklistaræfingar og margt fleira skemmtilegt. Markmið námskeiðsins er fyrst og fremst að hafa gaman  í góðum félagsskap og að fá tækifæri til að rifja upp gamla tíma.  Námskeiðinu lýkur svo með flottri sýningu á Eirhömrum fyrir gesti í byrjun nóvember.

Námskeiðið er lokaverkni Andreu Katrínar í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, en hún hefur lengi átt sér draum um að kynna íslendinga fyrir endurminningaleikhúsi.

Hér er tengill á heimasíðu Age Exchange, leikhóps í Englandi sem er í frumkvöðull í endurminningaleikhúsi þar í landi : https://www.age-exchange.org.uk/who-we-are/history/

Endilega nýtið ykkur tækifærið og skráið ykkur sem fyrst, það er takmarkaður þátttökufjöldi. Elva Björg Pálsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara, tekur á móti skráningum og gefur allar nánari upplýsingar.

Hægt er að skrá sig í félagsstarfinu  hringja í  síma 698-0090 og 568-8014 eða senda tölvupóst á netfangið: elvab@mos.is

Fleiri fréttir

Basar Hlégarði – Sunnudaginn 16. nóvember

Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfsins í Mosfellsbæ verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember kl. 14:00 – 16:30 í Hlégarði. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Vorboðar syngja og unglingar verða með kaffi og vöfflusölu.

Nánar »

Myndir frá Opnu húsi 13. október

Fyrsta Opna hús vetrarins var í Hlégarði 13. október. Grétar Örvarsson skemmti okkur með dyggri aðstoð saxófónleikarans okkar Hansa Þór Jenssonar. Un hundrað manns mættu og skemmtu sér vel við söng og skemmtisögur Grétars og tókst honum að draga þó nokkra út á dansgólfið. Eftir skemmtunina bar kaffinefndin fram sitt frábæra hlaðborð.

Nánar »
Scroll to Top