Fréttir -

Samstarfsverkefni WorldClass og Mosfellsbæjar

Samstarfsverkefni WorldClass og Mosfellsbæjar

Samstarfsverkefni World Class og Mosfellsbæjar heldur áfram í vetur.

Samstarfsverkefni World Class og Mosfellsbæjar heldur áfram í vetur

Byrjendahópur
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:00-10:00.  Námskeiðið er fyrir fólk 67 ára og eldra sem er með lögheimili í Mosfellsbæ. Kennslan fer fram í formi alhliða leikfimi og styrktaræfinga í leikfimisal auk æfinga í tækjasal.

Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 17. september.

Framhaldshópar
Tveir framhaldshópar verða í vetur og kennt á þriðjudögum og fimmtudögum.
Hægt er að velja um hóp 1 klukkan 10:00-11:00 eða hóp 2 klukkan 11:00-12:00.

Hóparnir eru ætlaðir þeim sem eru vanir leikfimi og eru þessir hópar opnir óháð búsetu (þ.e.a.s þú þarft ekki að hafa lögheimili í Mosfellsbæ til að mæta í þessa hópa). Þátttakendur í námskeiðinu hafa fullan aðgang að World Class og Lágafellslaug á öðrum tímum dags meðan á námskeiðinu stendur. Kennarar verða þær Halla Karen og Berta.

Námskeiðið stendur yfir í 12 vikur og  greitt er fyrir námskeiðið með eingreiðslu við skráningu kr. 15.000.
Skráning fer fram í World Class, Lágafellslaug, og þar eru einnig veittar allar nánari  upplýsingar

Með bestu kveðju,

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090

Fleiri fréttir

Opið hús / menningarkvöld mánudaginn 8. desember

Opið hús / menningarkvöld verður mánudaginn 8. desember í Hlégarði kl. 20:00. Vorboðarnir syngja, Herdís Þorgeirsdóttir og vinkonur flytja stutt leikrit og kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð. Ókeypis aðgangur fyrir FaMos félaga.

Nánar »

Myndir frá Opnu húsi í Hlégarði 10. nóvember

Annað Opna hús vetrarins var í Hlégarði 10. nóvember. Um 125 manns mættu og skemmtu sér vel. Eftir dagskrána var kaffinefndin að venju með sitt rómaða kaffihlaðborð og var nóg af öllu þrátt fyrir metfjölda eða um 150 manns að Stöllunum meðtöldum.

Nánar »
Scroll to Top