Fréttir -

Námskeið um Mosfellsheiði

Námskeið um Mosfellsheiði

Félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) heldur námskeið um Mosfellsheiði í janúar og febrúar.

[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding_top=”” padding_right=”” padding_bottom=”” padding_left=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text columns=”” column_min_width=”” column_spacing=”” rule_style=”default” rule_size=”” rule_color=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” animation_type=”” animation_direction=”left” animation_speed=”0.3″ animation_offset=””]

Námskeið um Mosfellsheiði

Félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) heldur námskeið um Mosfellsheiði í janúar og febrúar. Kennt verður á Eirhömrum á þriðjudögum kl. 17-19, í fyrsta skipti 14. janúar. Kennari er Bjarki Bjarnason, einn af höfundum Árbókar Ferðafélags Íslands 2019 sem fjallar um heiðina.

Mosfellsheiði lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, þar er þó býsna fjölbreytt náttúra og landslag og margskonar mannvistarleifar. Þar gefur að líta seljarústir, fjöldann allan af vörðum, gamlar þjóðleiðir, fjárréttir, skotbyrgi og sæluhúsarústir.

Heiðin var fjölfarin á fyrri tíð, um hana fóru m.a. bændur í kaupstaðarferð, vermenn á leið á vertíð við Faxaflóa, fólk á leið á Alþingi á Þingvöllum og Danakonungar sem sóttu íslenska þegna sína heim við ysta haf.

Á námskeiðinu mun Bjarki fjalla um heiðina frá öllum sjónarhornum og styðjast við ljósmyndir og ritaðar heimildir í umfjöllun sinni. Næsta vor verður farið í skemmtiferð umhverfis Mosfellsheiði.

Þátttaka í námskeiðinu tilkynnist til Benedikts Steingrímssonar, netfang hans er bs@isor.is og sími 864 9409.

Þátttökugjald er 8.000 krónur.

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Fleiri fréttir

Opið hús / menningarkvöld mánudaginn 8. desember

Opið hús / menningarkvöld verður mánudaginn 8. desember í Hlégarði kl. 20:00. Vorboðarnir syngja, Herdís Þorgeirsdóttir og vinkonur flytja stutt leikrit og kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð. Ókeypis aðgangur fyrir FaMos félaga.

Nánar »

Myndir frá Opnu húsi í Hlégarði 10. nóvember

Annað Opna hús vetrarins var í Hlégarði 10. nóvember. Um 125 manns mættu og skemmtu sér vel. Eftir dagskrána var kaffinefndin að venju með sitt rómaða kaffihlaðborð og var nóg af öllu þrátt fyrir metfjölda eða um 150 manns að Stöllunum meðtöldum.

Nánar »
Scroll to Top