LEIKFIMI FYRIR ELDRI BORGARA

Byrjar fimmtudaginn 19. ágúst. Kennari er Karin Mattsson og skipt verður í tvo hópa.

Hópur 1 kl. 10:45 og áhersla lögð á aðeins léttari leikfimi, hentar vel veikburða fólki og fólki með grindur.

Hópur 2 kl. 11:15, almenn leikfimi fyrir þá sem eru í ágætis formi.

Leikfimin er gjaldfrjáls og er liður í því að búa í heilsueflandi samfélagi í Mosafellsbæ. Kennt er í leikfimisalnum á Eirhömrum. Öllum velkomið að mæta og vonum við svo sannarlega að fólk nýti sér leikfimina.

Minnum á sóttvarnarreglur og grímuskyldu ef ekki er hægt að uppfylla 1 meters regluna.

Með bestu kveðju,

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090