Ferðir -

FaMos ferð til Portoroz 5. – 12. september 2024 – Verð og leiðarlýsing

FaMos ferð til Portoroz 5. – 12. september 2024 – Verð og leiðarlýsing

Ferðin er 7 nætur / 8 dagar þar sem gist verður á 4* hótelinu Hotel Riviera í Portoroz í 6 nætur, en þess má geta að nýlega er búið að endurgera móttökuna og herbergi og því allt mjög nýlegt og huggulegt.

FaMos ferð til Portoroz í september 2024 – Upplýsingar, verð og leiðarlýsing – Skráningu lýkur 4. mars

Ferðin er 7 nætur / 8 dagar þar sem gist verður á 4* hótelinu Hotel Riviera í Portoroz í 6 nætur, en þess má geta að nýlega er búið að endurgera móttökuna og herbergi og því allt mjög nýlegt og huggulegt.

Verð er 299.500 kr. á mann í tvíbýli og  79.200 kr. aukagjald fyrir einbýli
Staðfestingargjald er kr. 50.000 á mann.

Verð ferðarinnar miðast við hámark 48 fullgreiðandi farþega. Lágmarksfjöldi er 38 manns.

Það sem er innifalið í þessu verði er:

  • Flug með Play og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
  • Léttur hádegisverður í Pazin.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Bókun:
Hver og einn farþegi bókar sig þá sjálfur á vefnum og greiðir staðfestingargjald um leið. Farþegar eru þar af leiðandi ábyrgir fyrir sinni bókun, t.d. að nöfn farþega séu skrifuð eins og þau eru í vegabréfi.

Kosturinn við þessa leið er að farþegar geta skráð sig inn þegar að hentar og greitt aukalega inn á ferðina, en ferðin þarf síðan að vera fullgreitt 8 vikum fyrir brottför. Margir farþega okkar greiða svo dæmi sé tekið inn á ferðir mánaðarlega. Þannig dreifist greiðslan án auka kostnaðar.

Við bókun þurfa farþegar að skrá eftirfarandi upplýsingar:

  • Kennitala
  • Fullt nafn (eins og það stendur í vegabréfi)
  • Heimilisfang
  • GSM símanúmer
  • Netfang
  • Hverjir deila herbergi

Hér má sjá hótelið:  https://www.lifeclass.net/en/hotels/hotel-riviera

Hér er ferðalýsingin sem opnast í PDF og hægt að prenta út.

Hér er bókunarhlekkurinn sem hver og einn þarf að opna til að bóka sig beint á netinu í ferðina

 

Vinsamlegast athugið

Staðfestingargjaldið er 50.000 kr. á mann
Ferðin þarf að vera fullgreidd 8 vikum fyrir brottför, en farþegar geta greitt inn á ferðina eins og þeir vilja fram að þeim tíma (án auka kostnaðar ).
Athugið að staðfestingargjald er í öllum tilfellum óafturkræft viku eftir að það hefur verið greitt og er bundið kennitölu farþega. Sjá almenna ferðaskilmála inni á heimasíðu Bændaferða.

Ferðaskilmálar Bændaferða
Hér má kynna sér almenna ferðaskilmála fyrir pakkaferðir https://www.baendaferdir.is/um-baendaferdir/ferdaskilmalar-baendaferda

Tryggingar
Sérhver ferðamaður á að huga vel að ferðatryggingum tímanlega áður en lagt er af stað. Ferða – og forfallatryggingar eru ávallt á ábyrgð sérhvers ferðamanns ekki ferðaskrifstofu. Flestir eru með slíkar tryggingar á kreditkorti sínu, en annars er hagstæðast að bæta ferðatryggingu við heimilistryggingapakka. Almennar ferðatryggingar eru ekki lengur innifaldar í öllum kreditkortum og því nauðsynlegt að sérhver ferðamaður kynni sér hvort og hvers lags tryggingar tengjast hans kreditkorti.

Fleiri ferðir

Sumarferð FaMos miðvikudaginn 5. júní 2024

Sumarferð FaMos verður farin miðvikudaginn 5. júní. Með okkur verður hinn frábæri fararstjóri Valdimar Bragason frá Selfossi. Brottför kl. 8:00 frá fjölbrautaskólanum í Mosó, Bjarkarholti. Vinsamlegast mætið tímanlega.

Nánar »

Vorferð FaMos

Vorferð FaMos var farin miðvikudaginn 7. juni í blíðskapar veðri. Friðheimar í Reykholti, Bláskógarbyggð voru heimsóttir, starfsemin skoðuð í fylgd Knúts staðarhaldara og hádegisverður snæddur.

Nánar »

Sumarferð FaMos

Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig í sumarferð FaMos sem verður miðvikudaginn 7. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Með okkur verður inn frábæri fararstjóri Valdimar Bragason frá Selfossi. Brottför 9:30 frá fjölbrautarskólanum í Mosó, Bjarkarholti. Rútan kemur kl. 9:00.

Nánar »
Scroll to Top