Aðalfundur FaMos 2026
Aðalfundur FaMos, félags aldraðra í Mosfellsbæ verður haldinn mánudaginn 16.febrúar kl. 19:00 í Hlégarði.
Eftir hefðbundin aðalfundarstörf mætir danshópurinn “Sporið” og sýnir þjóðdansa.
Aðalfundur FaMos, félags aldraðra í Mosfellsbæ verður haldinn mánudaginn 16.febrúar kl. 19:00 í Hlégarði.
Eftir hefðbundin aðalfundarstörf mætir danshópurinn “Sporið” og sýnir þjóðdansa.
Félag aldraðra í Mosfellsbæ auglýsir eftir stjórnarmönnum.
FaMos auglýsir eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í stjórn félagsins. Þar er um að ræða embætti formanns og almenna stjórnarmenn. Þau sem hafa áhuga eða vilja kynna sér málið sendi tölvupóst á famos@famos.is.
Stjórnin
FaMos minnir félaga að greiða félagsgjöldin sem fyrst. Krafa hefur verið send í heimabanka og þegar hún hefur verið greidd er félagskortið sent rafrænt í tölvupósti. Þau sem ekki eru tölvuvön geta fengið félagskortið afhent. Þá er nauðsynlegt að panta það og fá það afhent á skrifstofu FaMos. Ef krafan hefur ekki borist í heimabanka þarf að fara inn á heimasíðuna www.famos.is og skrá sig.
Stjórnin
Fyrsta Opna hús FaMos á þessu ári var haldið í Hlégarði 12. janúar. Hljómsveitin Blær skemmti okkur og spilaði ýmis danslög. Við vorum um 60 í salnum og tók okkar fólk góðan þátt í skemmtuninni á dansgólfinu. Þar sáust margir frábærir dansarar, sem engu spori hafa gleymt frá því í gamla daga.