Boðið er upp á ráðgjöf um farsæla öldrun, upplýsingar um úrræði í nærsamfélaginu, mikilvægi virkni og þátttöku og markmiðssetningu á efri árum. Einnig boðið upp á fræðslu og ráðgjöf varðandi áskoranir sem fylgja hækkandi aldri, og leiðum til að draga úr einmanaleika og einangrun.
Guðleif er félagsráðgjafi og markþjálfi, hún hefur margra ára reynslu af ráðgjöf til einstaklinga. Hægt er að panta tíma með því að senda tölvupóst á gudleifl@mos.is eða hringja í síma 525-6700.