Sæl öll félagar FaMos,
Stjórn félagsins hefur verið að vinna að því að tekin verði upp rafræn félagsskírteini hjá FaMos fyrir árið 2025.
Allir félagsmenn sem hafa snjallsíma fá félagsskírteini sín send í símann nokkrum dögum eftir að viðkomandi hefur greitt félagsgjaldið fyrir árið 2025.
Þau sem eru með Android síma þurfa að sækja á “Play Store” appinu í símanum “SmartWallet” (veski) og setja upp í símtækinu. Þetta þarf að gerast áður en félagsskírteinin eru send í símann.
Hvað iPhones síma varðar þá er “Apple Wallet”(veski) þegar uppsett í þeim símum.
Þau sem ekki eru með “snjallsíma” geta fengið útprentuð félagsskírteini á skrifstofu FaMos í Brúarlandi. Nánar verður auglýst hvenær það verður.
Þau sem þurfa aðstoð við að setja upp SmartWallet í Android símanum og hafa ekki aðgang að slíkri aðstoð hjá fjölskyldu sinni eða vinum geta fengið þá aðstoð á skrifstofu FaMos. Nánar verður auglýst hvenær þaða verður.
Sama á við ef einhver er í erfiðleikum með að taka á móti skírteininu og hlaða því í símann.
Með bestu kveðjum og ósk um gleðilega hátið um jól og áramót,
Stjórn FaMos