Fréttir -

Námskeið á vegum Rauða Krossins og fræðslunefndar FAMOS

Námskeið á vegum Rauða Krossins og fræðslunefndar FAMOS

Nú stendur okkur til boða námskeið á vegum Rauða Krossins fyrir þá sem vilja gerast sjálfboðaliðar og taka þátt í vinaverkefnunum sem þau standa fyrir. Námskeiðið yrði haldið hér í Mosfellsbæ í síðustu viku september eða fyrstu viku í október. Námskeiðið gengur út á að undirbúa sjálfboðaliða fyrir heimsóknirnar, og er kennt af verkefnisstjóra frá Rauða Krossinum í eitt skipti 2 klst. og síðan eitt stutt verkefni á vefnum.

Sæl öll kæru félagar í FAMOS,

Nú stendur okkur til boða námskeið á vegum Rauða Krossins fyrir þá sem vilja gerast sjálfboðaliðar og taka þátt í vinaverkefnunum sem þau standa fyrir. Námskeiðið yrði haldið hér í Mosfellsbæ í síðustu viku september eða fyrstu viku í október. Námskeiðið gengur út á að undirbúa sjálfboðaliða fyrir heimsóknirnar, og er kennt af verkefnisstjóra frá Rauða Krossinum í eitt skipti 2 klst. og síðan eitt stutt verkefni á vefnum.

Þátttaka í námskeiðinu er ekki skuldbindandi en eftir það er hægt að skrá sig og gerast sjálfboðaliði. Í kjölfarið er verkefnið svo auglýst og íbúar í Mosfellsbæ geta sótt um að fá sjálfboðaliða til sín. Vinaverkefnin eru eftirfarandi: heimsóknar-, síma-, göngu-, tónlistar- og hundavinir. Sjálfboðaliðarnir færu inn á einkaheimili, dvalarheimili, íbúðakjarna, félagsmiðstöðvar.

Farið er yfir eftirfarandi:

  • Markmið verkefnisins
  • Hvað sjálfboðaliðar gera í heimsóknum og hvað þeir gera ekki
  • Hvað félagsleg einangrun er
  • Samtalstækni: Hvað er virk hlustun og speglun.
  • Hvað gerum við þegar það koma þagnir í samtölum,
  • Hvernig við beitum opnum spurningum og lokuðum spurningum
  • Hvernig á að setja mörk
  • Kostur þess að gerast sjálfboðaliði – hittingar, fræðsla.

Rauði Krossinn heldur mjög vel utan um sjálfboðaliðana . Venjulega er það þannig að sjálfboðaliði er paraður við einstakling og gildir sú pörun í eitt ár.

Þau ykkar sem hafa áhuga á að taka þátt í svona námskeiði vinsamlega skráið ykkur

hjá Hrund Hjaltadóttur  síma 6635675 eða netfang: hrundhj@simnet.is

eða Ágústu Harðardóttur  sími 8923924 eða netfang: agustah@gmail.com.

Fleiri fréttir

Basar Hlégarði – Sunnudaginn 16. nóvember

Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfsins í Mosfellsbæ verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember kl. 14:00 – 16:30 í Hlégarði. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Vorboðar syngja og unglingar verða með kaffi og vöfflusölu.

Nánar »

Myndir frá Opnu húsi 13. október

Fyrsta Opna hús vetrarins var í Hlégarði 13. október. Grétar Örvarsson skemmti okkur með dyggri aðstoð saxófónleikarans okkar Hansa Þór Jenssonar. Un hundrað manns mættu og skemmtu sér vel við söng og skemmtisögur Grétars og tókst honum að draga þó nokkra út á dansgólfið. Eftir skemmtunina bar kaffinefndin fram sitt frábæra hlaðborð.

Nánar »
Scroll to Top