Fréttir -

Námskeið á vegum Rauða Krossins og fræðslunefndar FAMOS

Námskeið á vegum Rauða Krossins og fræðslunefndar FAMOS

Nú stendur okkur til boða námskeið á vegum Rauða Krossins fyrir þá sem vilja gerast sjálfboðaliðar og taka þátt í vinaverkefnunum sem þau standa fyrir. Námskeiðið yrði haldið hér í Mosfellsbæ í síðustu viku september eða fyrstu viku í október. Námskeiðið gengur út á að undirbúa sjálfboðaliða fyrir heimsóknirnar, og er kennt af verkefnisstjóra frá Rauða Krossinum í eitt skipti 2 klst. og síðan eitt stutt verkefni á vefnum.

Sæl öll kæru félagar í FAMOS,

Nú stendur okkur til boða námskeið á vegum Rauða Krossins fyrir þá sem vilja gerast sjálfboðaliðar og taka þátt í vinaverkefnunum sem þau standa fyrir. Námskeiðið yrði haldið hér í Mosfellsbæ í síðustu viku september eða fyrstu viku í október. Námskeiðið gengur út á að undirbúa sjálfboðaliða fyrir heimsóknirnar, og er kennt af verkefnisstjóra frá Rauða Krossinum í eitt skipti 2 klst. og síðan eitt stutt verkefni á vefnum.

Þátttaka í námskeiðinu er ekki skuldbindandi en eftir það er hægt að skrá sig og gerast sjálfboðaliði. Í kjölfarið er verkefnið svo auglýst og íbúar í Mosfellsbæ geta sótt um að fá sjálfboðaliða til sín. Vinaverkefnin eru eftirfarandi: heimsóknar-, síma-, göngu-, tónlistar- og hundavinir. Sjálfboðaliðarnir færu inn á einkaheimili, dvalarheimili, íbúðakjarna, félagsmiðstöðvar.

Farið er yfir eftirfarandi:

  • Markmið verkefnisins
  • Hvað sjálfboðaliðar gera í heimsóknum og hvað þeir gera ekki
  • Hvað félagsleg einangrun er
  • Samtalstækni: Hvað er virk hlustun og speglun.
  • Hvað gerum við þegar það koma þagnir í samtölum,
  • Hvernig við beitum opnum spurningum og lokuðum spurningum
  • Hvernig á að setja mörk
  • Kostur þess að gerast sjálfboðaliði – hittingar, fræðsla.

Rauði Krossinn heldur mjög vel utan um sjálfboðaliðana . Venjulega er það þannig að sjálfboðaliði er paraður við einstakling og gildir sú pörun í eitt ár.

Þau ykkar sem hafa áhuga á að taka þátt í svona námskeiði vinsamlega skráið ykkur

hjá Hrund Hjaltadóttur  síma 6635675 eða netfang: hrundhj@simnet.is

eða Ágústu Harðardóttur  sími 8923924 eða netfang: agustah@gmail.com.

Fleiri fréttir

Scroll to Top