Fréttir -

Pútt æfingar

Pútt æfingar

Á mánudögum kl. 11:00 og á fimmtudögum kl. 10:00 á neðri hæð í Golfskálanum. Frítt fyrir alla meðlimi Félags eldri borgara í Mosfellsbæ.

Fleiri fréttir

Myndir frá Opnu húsi í Hlégarði 12. janúar

Fyrsta Opna hús FaMos á þessu ári var haldið í Hlégarði 12. janúar. Hljómsveitin Blær skemmti okkur og spilaði ýmis danslög. Við vorum um 60 í salnum og tók okkar fólk góðan þátt í skemmtuninni á dansgólfinu. Þar sáust margir frábærir dansarar, sem engu spori hafa gleymt frá því í gamla daga.

Nánar »

FRÆÐSLUFUNDUR – Fræðslunefnd FaMos

Yfirskrift: Hvað getum við gert sjálf til að viðhalda góðri heilsu út ævina?
Fyrirlesari: Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi heldur fræðsluerindi fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.
Fundurinn er öllum opinn
Fimmtudaginn 15. janúar 2026 klukkan 16:30.
Staðsetning: Í Hlégarði.

Nánar »

Íþróttanefnd FaMos dagskrá vorönn 2026

Heilsa og Hugur – Leikfimi fyrir 60+
Staður: Úti og inni í íþróttahúsinu að Varmá.
11 vikna námskeið, 3 sinnum í viku.
Hefst 12. janúar.
Mánudaga: Allir hópar saman í Fellinu kl. 09.30.
Þriðjudaga og föstudaga: Kl. 8.00, 9.00, 10.00 og 11.00.
Verð: Kr. 18.000 fyrir tímabilið.

Nánar »

LÍNUDANS – Allir velkomnir

Tími: Kennt í Hlégarði alla þriðjudaga klukkan 15:00.
Tímabil: Námskeiðið stendur yfir frá 6. janúar til 24. febrúar. Kennari: Inga.
Staðsetning: Verðum inni í stóra sal.
Verð: Námskeiðið kostar 5.000 krónur.

Nánar »

HITTUMST Í HLÉGARÐI

Allir velkomnir í samveru á öllum aldri, alltaf kaffi á könnunni og góður félagsskapur.
Endilega taktu hannyrðir, spil eða annað með þér ef þú vilt. Ýmislegt á staðnum til að gera líka.

Nánar »
Scroll to Top