Stormsveitin skemmti okkur frábærlega og flutti fjölbreytta dagskrá með ljúfum lögum allt frá skoskum þjóðlögum, stuðmannalögum og ýmsum öðrum lögum og enduðu með Johnny Cash. Þeir breyttu senunni í setustofu með sjónvarpsarineld í bakgrunni, sem minnti á eldgos, mjög notalegt. Ríflega 70 manns mættu þrátt fyrir handboltalandsleik á sama tíma. Opna húsið endaði svo að venju með hlaðborði Kaffinefndarinnar og fór síðan allir glaðir og mettir til síns heima.
Reykjanesskagi – Sumarferð FAMOS 2025
Ferðanefnd FAMOS efnir til sumarferðar fimmtudaginn 19. júní um Reykjanesskagann. Nánari dagskrá, verð og fleira birtist á næstunni. Skráning hefst þegar nær dregur.