Stormsveitin skemmti okkur frábærlega og flutti fjölbreytta dagskrá með ljúfum lögum allt frá skoskum þjóðlögum, stuðmannalögum og ýmsum öðrum lögum og enduðu með Johnny Cash. Þeir breyttu senunni í setustofu með sjónvarpsarineld í bakgrunni, sem minnti á eldgos, mjög notalegt. Ríflega 70 manns mættu þrátt fyrir handboltalandsleik á sama tíma. Opna húsið endaði svo að venju með hlaðborði Kaffinefndarinnar og fór síðan allir glaðir og mettir til síns heima.
Basar Hlégarði – Sunnudaginn 16. nóvember
Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfsins í Mosfellsbæ verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember kl. 14:00 – 16:30 í Hlégarði. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Vorboðar syngja og unglingar verða með kaffi og vöfflusölu.