Kvennakórinn Stöllur, undir stjórn Heiðu Árnadóttir við undirleik Ásbjargar Jónsdóttur, fluttu okkur fjölbreytta dagsskrá með lögum eftir íslenskar konur. Þetta var kórsöngur með einsöng í bland. Þá fléttaðist inn í dagskrána upplestur Dóru Wild á nokkrum stórskemmtilegum örsögum eftir Maríu Guðmundsdóttur, Frábær dagsskrá.
Opið hús / menningarkvöld mánudaginn 8. desember
Opið hús / menningarkvöld verður mánudaginn 8. desember í Hlégarði kl. 20:00. Vorboðarnir syngja, Herdís Þorgeirsdóttir og vinkonur flytja stutt leikrit og kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð. Ókeypis aðgangur fyrir FaMos félaga.