Fréttir -

Tilkynning til félagsmanna FaMos varðandi félagsskírteini

Tilkynning til félagsmanna FaMos varðandi félagsskírteini

Tilkynning til félagsmanna FaMos um nýtt fyrirkomulag á dreifingu félagsskírteina. Nú í vikunni verða kröfur um greiðslu félagsgjalda sendar í heimabanka félagsmanna FaMos.
Félagar sem verða 85 ára á árinu og eldri eru gjaldfrjálsir hvað félagsgjöld varðar.
 
Nokkrum dögum eftir að greiðsla félagsgjalds berst til FaMos fær viðkomandi sent félagsskírteinið í tölvupósti sem hann svo færir inn í “veskið” (Wallet) í snjallsíma sínum.
 
Leiðbeiningar um það ferli má finna hér á heimasíðu FaMos. Á forsíðu er hnappur merktur “UPPLÝSINGAR”. Þar undir eru nokkrir hnappar m.a. “Leiðbeiningar um rafræn félagsskírteini.” Þar eru upplýsingar um hvernig skírteinin eru sett upp í símana.
 
Þeir félagar sem þurfa aðstoð (og geta ekki fengið hana hjá vinum eða ættingjum) geta komið á skrifstofu FaMos í Brúarlandi fimmtudagana 23.janúar, 30.janúar.eða 6.febr. kl. 15:00 til 16.00.
 
Þeir félagar sem þurfa á því að halda að fá útprentuð félagsskírteini geta komið á skrifstofu FaMos á sömu tímum og hér að ofan er tilgreindur.

Fleiri fréttir

Opið hús / menningarkvöld mánudaginn 8. desember

Opið hús / menningarkvöld verður mánudaginn 8. desember í Hlégarði kl. 20:00. Vorboðarnir syngja, Herdís Þorgeirsdóttir og vinkonur flytja stutt leikrit og kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð. Ókeypis aðgangur fyrir FaMos félaga.

Nánar »

Myndir frá Opnu húsi í Hlégarði 10. nóvember

Annað Opna hús vetrarins var í Hlégarði 10. nóvember. Um 125 manns mættu og skemmtu sér vel. Eftir dagskrána var kaffinefndin að venju með sitt rómaða kaffihlaðborð og var nóg af öllu þrátt fyrir metfjölda eða um 150 manns að Stöllunum meðtöldum.

Nánar »
Scroll to Top