
FaMos
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna íþrótta- tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra. Rétt á inngöngu í FaMos eiga allir þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri.
Fréttaveita FaMos

Basar Hlégarði – Sunnudaginn 16. nóvember
Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfsins í Mosfellsbæ verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember kl. 14:00 – 16:30 í Hlégarði. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Vorboðar syngja og unglingar verða með kaffi og vöfflusölu.

Myndir frá Opnu húsi 13. október
Fyrsta Opna hús vetrarins var í Hlégarði 13. október. Grétar Örvarsson skemmti okkur með dyggri aðstoð saxófónleikarans okkar Hansa Þór Jenssonar. Un hundrað manns mættu og skemmtu sér vel við söng og skemmtisögur Grétars og tókst honum að draga þó nokkra út á dansgólfið. Eftir skemmtunina bar kaffinefndin fram sitt frábæra hlaðborð.

Opið hús – Menningarkvöld 13. október
Fyrsta opna húsið / menningarkvöld vetrarins verður í Hlégarði mánudaginn 13. október kl. 20:00. Aðgangur ókeypis fyrir FAMOS félaga.

Framkvæmdir við Brúarland – Breyttur opnunartími
Vegna framkvæmda á þaki breytum við tímabundið opnunartíma Brúarlands. Breytingarnar eru í gildi á tímabilinu 18. september – 15. október.