FaMos
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna íþrótta- tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra. Rétt á inngöngu í FaMos eiga allir þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri.
Fréttaveita FaMos

Opið hús / Menningarkvöld í Hlégarði 10. nóvember kl. 20:00
Opna húsið / menningarkvöldið verður í Hlégarði mánudaginn 10. nóvember kl. 20:00. Aðgangur ókeypis fyrir FaMos félaga.

Námskeið í kransagerð 12. nóvember kl. 11:00
Námskeið í kransagerð fer fram í Brúarlandi, Háholti 3 kl. 11:00 þann 11. nóvember. Námskeiðið kostar kr. 12.900.

Bingó Félagsstarfsins í Hlégarði 18. nóv kl. 13:30
Bingónefndin boðar til flottasta Bingósins í Hlégarði. Spjaldið kostar 1000 krónur (ekki posi). Allir velkomnir, nóg pláss, géggjaðir vinningar.

Heilsuefling eldri borgara – Fræðsluerindi 28. október kl. 16:30
Hvað getum við gert sjálf til að viðhalda góðri heilsu út ævina? Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi verður með fræðsluerindi fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ þriðjudaginn 28. október í Hlégarði.