Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttaveita FaMos
Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Fleiri fréttir má lesa á fréttasafni FaMos
Jólakveðja
Kæru FaMos félagar og aðrir Mosfellingar. Sendum ykkur okkar bestu kveðjur um gleðileg jól og farsællt komandi ár með þökk fyrir liðið ár. Stjórn FaMos.
Söngskemmtun / Gaman saman 15. des kl. 13:30
Bingónefnd FaMos ásamt Hilmari Gunnarssyni gestabingóstjóra ætla að halda skemmtilegt JÓLABINGÓ á Barion 14. desember.
Jóla-Bingó á Barion 14. desember kl. 15:00
Bingónefnd FaMos ásamt Hilmari Gunnarssyni gestabingóstjóra ætla að halda skemmtilegt JÓLABINGÓ á Barion 14. desember.
Aðventuhátíð 12. desember
Opið hús/menningarkvöld verður í Hlégarði mánudaginn 12. desember klukkan 20.
Fræðslufundur um upphaf töku ellilífeyris hjá TR
Miðvikudaginn 9. nóvember nk. kl. 16.00 – 17.30 í Hlíðasmára 11, Kópavogi verðum við með opinn fræðslufund fyrir þau sem eru að huga að töku ellilífeyris hjá TR. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem eru að huga að starfslokum. Þar mun starfsfólk TR fara yfir hvernig best er að standa að umsókn til stofnunarinnar um ellilífeyri, hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn, réttindi og upphæðir greiðslna
Basar laugardaginn 19. nóvember
Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ verður haldinn laugardaginn 19. nóv kl 13:30-16:00 inn í félagsstarfinu Hlaðhömrum 2.