HEIM2023-03-17T13:39:48+00:00

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Fréttaveita FaMos

Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu

Fleiri fréttir má lesa á fréttasafni FaMos

Gaman saman fimmtudaginn 24. mars

20. mars 2023|Fréttir|

Karlmenn í blíðu og stríðu. Birtingarmyndir karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum. Ásdís Egilsdóttir prófessor emeríta í íslenskum bókmenntum heldur erindi fimmtudaginn 24. mars í Safnaðarheimili Lágafellssóknar Þverholti 3.

Páskaskreytingar í mars

17. mars 2023|Fréttir|

Dagana 22, 23 og 27 og 28. mars ætlum við að vera í páskastuði og búa til allskonar skreytingar til að njóta um páskana. Brynja skreytingameistari verður með allskonar sniðugt í pokahorninu. Verið velkomin!

Menningarhópur

17. mars 2023|Fréttir|

Okkur í Félagsstarfi Mosfellsbæjar langar að kanna áhuga á að stofna Menningarhóp fyrir þá sem hafa áhuga á að hittast kannski 1-2 sinnum í mánuði og fara saman á sýningar / söfn / bíó. Eða annað skemmtilegt og menningarlegt.

Fyrirlestur um Ekvador – Ari Trausti

20. febrúar 2023|Fréttir|

Ekvador er eitt af minnstu ríkjum Suður-Ameríku en jafnframt eitt af þeim allra fjölbreyttustu. Ari Trausti segir frá mörgu af því sem fyrir augu ber og bæði samfélags- og náttúrusögu landsins. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Handhægar vefsíður

Go to Top