Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttaveita FaMos
Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Fleiri fréttir má lesa á fréttasafni FaMos
Opið hús / menningarkvöld 2022
Fyrsta Opna húsið / menningarkvöld vetrarins verður í Hlégarði mánudaginn 10. október klukkan 20:00.
Kynning á Ringo og Boccia þriðjudaginn 27. september kl. 13:30
Þriðjudaginn 27. september verður kynning á Ringó og Boccia í íþróttahúsinu að Varmá kl. 13:30.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september kl. 15
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn í Hlégarði 22. september kl. 15 - 17.
Dans hjá Auði Hörpu – Haust 2022
Lokins getum við farið að dansa aftur saman með Auði Hörpu! Við byrjum fimmtudaginn 15.september kl 14:40 í sal íþróttahúsins Varmá.
69 og sexý – Fyrirlestur 6. október kl. 14:00
Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir ætlar að vera með skemmtilega fyrirlestur fyrir fólk á besta aldri í sal safnaðarheimilisins 3. hæð Þverholti 3 þann 6. október kl. 14:00.
Basarhópur alla þriðjudaga kl. 13:00 á Eirhömrum
Vilt þú vera með okkur í hóp að gera fallega muni fyrir basarinn sem verður í nóvember 2022?