Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttaveita FaMos
Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Fleiri fréttir má lesa á fréttasafni FaMos
Námskeið – Karlar í skúrum Mosfellsbæ
Námskeiðin hefjast fimmtudaginn 26.janúar n.k. og er kennt einu sinni í viku á fimmtudögum frá 16:00 til 19:00 í fjórara vikur, alls 12 kennslustundir. Væntanlega verða síðan haldin framhaldsnámskeið.
Hreyfing fyrir eldri borgara 2023 Mosó
Nýjir félagar velkomnir, endilega verið með og finnið eitthvað við ykkar hæfi. Öll hreyfing er heilsueflandi.
Gaman saman – Draumar og merking þeirra 12. janúar
Arna Ýr Sigurðardóttir prestur heldur fyrirlestur um drauma og merkingu þeirra fimmtudaginn 12. janúar kl. 14:00 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3.
Námskeið í vef- og tæknilæsi
Promennt heldur námskeið í vef- og tæknilæsi fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. Skráning er hafin.
Tunglið og ég: Jass í Hlégarði – FRESTAÐ um óákveðinn tíma
Af óviðráðanlegum ástæðum verðum við að fresta næsta Opna húsi og þar með þessum viðburði hér að neðan, fram í febrúar. Að öllu óbreyttu er stefnt á mánudaginn 20. febrúar. Tilkynning verður send út þegar nær dregur.
Jólakveðja
Kæru FaMos félagar og aðrir Mosfellingar. Sendum ykkur okkar bestu kveðjur um gleðileg jól og farsællt komandi ár með þökk fyrir liðið ár. Stjórn FaMos.