Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni
Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, myndir og upplýsingar um hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttaveita FaMos
Yfirlit yfir nýjustu fréttir og hvað er framundan hjá félaginu
Fleiri fréttir má lesa á fréttasafni FaMos
Viltu láta gott af þér leiða?
Vegna ýmissa ástæðna þá hafa félagsleg tengsl fólks minnkað og einmanaleiki í samfélaginu aukist ár frá ári. Það var árið 2016 sem Rauði krossinn hrinnti af stað verkefninu Símavinir í þeim tilgangi að minnka einmanaleika og til að efla félagsleg tengsl þeirra sem þess þurfa. Verkefnið snýst um að sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska og er vinaspjall í allt að hálftíma í senn, einu sinni eða tvisvar í viku á tíma sem báðum aðilum hentar.
Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.
LEB – Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum
Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf - Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum. Áhersluatriði og samanburðartöflur frá landsfundi LEB.
Námskeið í notkun snjalltækja
Snjalltækjanámskeið fyrir eldri borgara verður haldið á mánudögum kl 15-16 i borðsal Eirhamra og hefst 27. september. Námskeiðið er í 3 skipti.
Dagskrá íþróttanefndar FaMos 2021 – 2022
Dagskrá íþróttanefndar FaMos fyrir veturinn 2021 - 2022 liggur nú fyrir. Boðið verður upp á vatnsleikfimi, ringó, boccia, gönguferðir, púttæfingar og göngubraut.
Nýjir félagar velkomnir, endilega verið með og finnið eitthvað við ykkar hæfi.
Dagsferð eldri borgara um Reykjanesskaga
Dagsferð eldri borgara í Mosfellsbæ um Reykjanesskaga verður miðvikudaginn 15. september 2021.
Ferðin er undirbúin í samvinnu Vorboða, FaMos og félagsstarfs eldri borgara. Myndir úr ferðinni má finna inni á myndasafni FaMos.
Heilsa og hugur fyrir 60+
Heilsa og hugur fyrir 60+ er nýtt heilsueflandi verkefni. Kennarar eru Halla Karen Kristjánsdóttir og Berta Þórhallsdóttir.