Menningar- og skemmtinefnd
Heim » Um félagsstarfið » Menningar- og skemmtinefnd
Menningar- og skemmtinefnd
Menningar og skemmtinefnd FaMos
Menningar og skemmtinefnd FaMos stendur fyrir Opnu húsi/menningarkvöldi einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina, frá október fram í apríl, oftast annan mánudag í hverjum mánuði.
Skemmtunin er haldin í Hlégarði (eða Harðarbóli, ef Hlégarður er lokaður) og hefst klukkan 20 með skemmtidagskrá og höfum við fengið til okkar ýmsa skemmtikrafta, tónlistarmenn og söngkóra. Skemmtunin stendur yfir í um klukkutíma, en þá framreiðir kaffinefnd FaMos sitt rómaða kaffihlaðborð. Opna húsinu lýkur gjarnan fyrir klukkan 22:30.
FaMos
Vertu með í fjörugu og fjölbreyttu félagsstarfi Félags aldraðra í Mosfellsbæ.
Tölvupóstur
Sjáumst hress!