Upplýsingar
Heim » Upplýsingar
Upplýsingar
Hagnýtt fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ
Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ og FaMos eru með skrifstofur á sömu hæð í Brúarlandi sem auðveldar gott samstarf.
Markmið félagsstarfs eldri borgara er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra og finna þekkingu, reynslu og hæfileikum þátttakenda farveg. Listsköpun, handmennt, spilamennska, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög eru dæmi um starfsemina.
Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins. Dagskráin er birt í Mosfellingi á bls. 6 og á heimasíðu bæjarins. Einnig er dagskráin send til félaga FaMos eftir netfangaskrá.
Stefnt er að því að auka fjölbreytni bæði í námskeiðahaldi og hópastarfi, þannig að sem flestir geti fundið eitthvað áhugavert og við sitt hæfi. Því til viðbótar vinnur
Félagsstarf aldraðra að því að þróa samvinnu við skólana og stuðla að meiri samskiptum milli kynslóða.
En FaMos er líka hagsmunafélag sem á að standa vörð um hagsmuni og velferð eldri borgara Mosfellsbæjar.
Gjaldskrá, reglur og samþykktir varðandi þjónustu fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. Upplýsingar þessar má einnig finna á vefsíðu Mosfellsbæjar.
Gjaldskrá
- Akstursþjónusta eldra fólks – Gjaldskrá
- Dagvist aldraðra – Gjaldskrá
- Félagsleg heimaþjónusta – Gjaldskrá
- Heimsending fæðis – Gjaldskrá
- Húsaleiga í íbúðum aldraðra – Gjaldskrá
- Húsnæðisfulltrúi – Gjaldskrá
- Námskeiðsgjöld í félagsstarfi aldraðra – Gjaldskrá
- Þjónustugjald í leiguíbúðum aldraðra – Gjaldskrá
Reglur og samþykktir
- Afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega
- Akstursþjónusta eldra fólks – Gjaldskrá
- Akstursþjónusta fyrir eldri borgara
- Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk
- Sérstakur húsnæðisstuðningur
- Öldungaráð Mosfellsbæjar
LEB er skammstöfun fyrir Landssamband eldri borgara sem stofnað var árið 1989 af níu félögum, í dag eru félögin 52. Markmið Landssambandsins er að vera öflug samtök eftirlaunafólks sem gætir réttar aldraðra og vinnur að hagsmunum þeirra gagnvart stjórnvöldum. Aðildarfélögin starfa sjálfstætt í sinni heimabyggð og gefa út hvert sitt félagsskírteini.
FaMos er eitt af aðildarfélögum LEB og er aðildargjaldið nú kr. 600 fyrir hvern félaga. FaMos hefur rétt til að tilnefna tvo fulltrúa til setu á Landsfundi LEB sem haldinn er annað hvort ár, en félög með yfir 500 félagsmenn eiga rétt á einum viðbótarfulltrúa fyrir hverja 500 félaga umfram 500, eða brot út þeirri tölu.
Formannafundur er haldinn það ár sem Landsfundur er ekki. LEB gefur út blaðið Listin að lifa sem sent er til allra félagsmanna. Einnig kemur út afsláttarbók með yfirliti yfir þau fyrirtæki um allt land sem veita öldruðum afslátt. Hvert aðildarfélag sér um að taka saman lista yfir þau fyrirtæki sem gefa eldri borgurum afslátt í þeirra heimabyggð.
Hægt er að nálgast Afsláttarbókina á skrifstofu FaMos en hana er einnig að finna á heimasíðu LEB sem er leb.is en fróðlegt er að kíkja inn á síðuna.
Upplýsingar
FaMos
Vertu með í fjörugu og fjölbreyttu félagsstarfi Félags aldraðra í Mosfellsbæ.
Tölvupóstur
Sjáumst hress!